Langt síðan síðast, eins og alltaf..
Margt hefur gert síðan ég skrifaði seinast. Ákvað að reyna að njóta alls eins vel og ég get. Vil ekki vera að skrifa afþví mér finnst ég þurfa heldur afþví mig langar.
Akkurat núna er ég á Keflavíkurflugvelli. Fínt að nýta tímann bara í þetta. En okei, hvað hefur gerst?

Mér líður ennþá eins og það það sé febrúar, sem er ekki alveg rétt. Er ekki aðveg að skilja það að maí byrji á morgun. Held samt að það gæti verið vegna þess hve mikið ég á eftir af skólanum, eg ég væri ennþá í MH væri ég að klára skólann núna á næstu vikum en yndislegu hollensku skólakerfin hafa ákveðið að byrja sumarfríið aðra vikuna í júlí. Ég á semsagt rúmlega tvo mánuði eftir. Er samt hissa hvað mér finnst það ekki slæmt, það er svo gaman í skólanum og ég er ótrúlega spennt fyrir komandi verkefnum þar, en skrifa mera um það seinna.

Stuttu eftir að ég kom aftur út seinast fór ég með Hanne vinkonu minni til Belgíu en hennar fjöskylda býr stuttu frá Ghent. Það var ótrúlega gaman að sjá hvaðan hún kemur og maður kynnist manneskjum alltaf á öðruvísi hátt þegar maður sér bakrunninn þeirra. Ég fékk að sjá fallegu borgina Ghent og smakkaði að sjálfsögðu belgíska vöfflu. Það var alveg drekrað við mann með æðislegum mat og öllum ættingjum hennar fannst rosalega spennandi að hitta einhvern frá Íslandi hahah.

Svo tók við bara rosalega strembin vinna við sólóana, það þýddi löng kvöld í skólanum, mikið stress og mikil vinna en það var líka mjög gaman. Én náði að klára minn á frekar hópum tíma og gat þessvegna tekið því frekar rólega undir lokin miðað við marga sem ákváðu að fresta þessu eins og þeir gátu.
Ó já! Ég klippti af mér hárið líka! Hef líklega aldrei verið með jafn sítt hár og þarna, en núna langar mig bara að klippa meira af hehe.
Urður besta vinkona mín stoppaði hjá mér í nokkra daga á leiðinni heim til Íslands í páskafrí. Hún er að læra í Barcelona. Það var alveg ómetanlegt, hef ekki fundið neinn annan sem er svona auðvelt að umgangast. Þá voru líka hlutir í gangi sem tóku ótrúlega á mig andlega, vil ekki fara nánar út í það en það hjálpaði mikið að hafa hana til þess að knúsa öllum stundum. Urður var líka mjög heppin með veður þannig að við gátum verið úti í sólbaði og borðuðum, að venju, mjög mikið.
Urður fór og við fengum fjagra daga páskafrí, en í því fríi kom Andrea systir mín í heimsókn! Það var líka ótrúlega gaman að hafa hana hjá mér, skemmtilegt að sýna henni hvernig ég lifi núna. Vikuna eftir frí var sýningavika fyrir sólóana, ég var að sýna á miðvikudaginn sem þýddi að Andrea gat komið og horft! Bekknum var skipt í tvennt og voru því tvö sýningarkvöld. Það var svo skemmtilegt að hafa einhvern í áhorfendasalnum, því ég fæ það aldrei lengur. Ég sýndi tvær sýningar á miðvikudeginum og fékk svo að vita á finmtudeginum að ég ásamt nokkrum öðrum hafði verið valin til þess að sýna á annari sýningu strax á föstudeginum. Sú sýning var í Deventer, borg um 40 mín frá Arnhem, en það er einmitt heimabærinn hennar Rowyar vinkonu minnar. Andrea fór svo heim fimmtudagskvöldið, tók lestina ein á flugvöllin, mjög hugrökk!
Við tókum svo lestina saman, þeir sem voru að sýna, á föstudagsmorgunn og hittum konu í "borgarleikhúsi" Deventer. Það voru engar smá viðtökur þar, okkur var boðið fríir drykkir á barnum á meðan við ræddum um hvernig dagurinn ætti að ganga fyrir sig. Svo fengum við sýningarferð um þetta flotta leikhús, og mér fannst ég ekkert smá heppin að fá að sýna þarna. Sýningin var svona hádegissýning, með mat eftir á gyrir gesti, sem voru flestir yfir sextugt. Við sýnfum sólóana okkar og svo var svona spurningastynd eftir á á sviðinu þar sem við fengum spurningar úr salnum. Rosa gaman.
Svo fengum við nestispoka frá leikhúsinu og brunuðum aftur til Arnhem á general æfingu hjá hinum helming bekkjarins sem var með sýningu það kvöld. Á þeirri sýningu vorum við sem vorum búin að sýna tæknimenn. Við þurftum að stjórna ljósum og tónlist sem og að breyta sviðssetningum á milli atriða. Það var ótrúlega erfitt! Hef aldrei fattað hvað það er mikil vinna bakvið tjöldin! Finnst miklu minna mál að sýna sjálf, heldur en að sjá um sýningu fyrir aðra.
Myndirnar af mér frá sýningunni eru eftir bekkjarbróður minn Joris Vos.

Ég kom svo heim á föstudagskvöldið alveg uppgefin. En á laugardagskvöldið flaug ég heim til Íslands í vikufrí. Það var skrýtið að koma heim núna, mér leið ekki vel vegna nýliðinna atburða og það var eiginlega verra að koma heim. Matgar vinkvenna minna voru farnar aftur út eftir páskafríið og aðrar svo uppteknar í skólanum auðvitað. Ég náði samt að nýta tímann vel! Fékk dýrmæt knús og mikla hughreystingu. Ég fékk að fara í sund, uppáhaldið mitt í heiminum, og fékk mömmumat. Núna er ég að fara frá Íslandi í fyrsta sinn með engann kökk í brjóstinu og enginn tár í augunum. Það verpur gott að komast út aftur.

Vá ég finn núna hvað það er mikið búið að gerast sem ég næ ekki að skrifa um, en þetta er allaveganna það helsta. Nú ætla ég í flug bæjó 👋🏼

Design your blog - select from dozens of ready-made templates or make your own; simply “point & click” - Click here

Likes

Comments

Tíminn er að renna frá okkur krökkunum í bekknum núna. Stóra verkefnið eins og er er að semja 5 mínutna sóló sem við sýnum í lok apríl. Mér líður eins og það hafi verið í gær að það væru 8 vikur í sýninguna, en allt í einu eru þær bara fjórar. Skrýtið, skerý en líka skemmtilegt.
Dagarnir okkar eru enn óreglulegri en venjulega þar sem mikill tími fer bara í svokallað solo-time þar sem okker er skipt á studio og við vinnum í þessu öllu. Svo erum við á sama tíma að læra á leikhúsljósinn og á fundum með tónlistarmanni varðandi tónlistina sem við viljum nota og á fundum með spuna kennaranum og dramatúrgskennaranum sem eru að hjálpa okkur með prósessinn. Það er því enginn í bekknum með eins stundaskrá sem er frekar sérstakt.
Svo eru líka prófin okkar þessa viku og næstu, þannig að það er smá stress í gangi en þetta verður allt bara gaman.
Ég er líka eitthvað extra spennt að fara heim í lok apríl, veit ekki afhverju það stafar en held það gæti verið því að mér finnst ekki jafn vont að fara aftur út. Ég elska að vera hér í Hollandi og þessvegna er ekki jafn vont að fara heim, vona ég. Svo er ég að sakna þeirra heima eitthvað extra líka.

Þessar tvær vikur sem eru liðnar síðan ég kom úr vorfríinu hafa verið alveg ótrúlega erfiðar andlega. Mikið í gangi í mínu persónulega lífi sem er að rífa mig svolítið niður en hef líka komist að því hversu margar yndislegar vinkonur ég á sem hjálpa mér í gegnum allt ❤

Vorið kom í seinustu viku með sól og hita sem var yndislegt. Ótrúlegt hvað veðrið hefur áhrif.
Bekkurinn hélt risastórt picknik í stóra garðinum hér í Arnhem á heitasta deginum sem var æði. Held að freknurnar komi aðeins fyrr þetta árið.

Það er líka afmælistímabil í bekknum núna, þannig að við erum að halda uppá einhvern í hverri viku nánast. Mikið af skemmtilegum afmælispartýum í gangi og allskonar skemmtilegt.

Hef ekkert svo mikið meira að segja eins og er. En langaði að skrifa smá.

Likes

Comments

Jæja, hef ætlað að skrifa í margar vikur en einhvernveginn verður aldrei úr því. Nú er ég búin að fá svo margar kvartanir að ég eiginlega get ekki ekki skrifað.

En okei,
Ég man ekki einusinni hvenær ég skrifaði síðast, í byrjun árs geri ég ráð fyrir.

Það er svo ótrúlega margt búið að gerast síðan þá en samt svo lítið.
Mér er byrjað að líða eins og ég eigi heima í Arnhem, loksins! Ég finn fyrir létti þegar ég kem þangað aftur eftir ferðalög og er einmitt á leiðinni þangað núna frá Íslandi.
Er búin að vera ekkert smá hamingjusöm í skólanum. Þetta er búið að vera svo gaman! Það er eiginlega svindl að skóli geti verið svona skemmtilegur, það er eitthvað svo rangt við það. Auðvitað er hann ótrúlega erfiður og krefjandi líka og stundum meira að segja leiðilegur.
Í dag er vorfríið okkar að klárast, nokkrum vikum fyrir fríið byrjaði ég að meiða mig mjög mikið. Flest ekkert svo alvarlegt en kem aftur í skólann með frekar bjagaða tá og bólgið liðband í hnénu sem náði ekki að jafna sig til fulls. Líkaminn þurfti semsagt bara virkilega á fríi að halda, en núna er ég svo spennt að ýta honum aftur eins langt og ég get. Elska það.

Mamma kom í heimsókn yfir helgi í lok febrúar. Hún kom og horfði á tíma í skólanum og við fórum út að borða. Við fórum svo til Amsterdam og eyddum helginni þar. Fannst ég algjör prinsessa þar sem ég er svo vön að sjá bara um allt sjálf núna, en það var ekkert smá næs að fá mömmsu aftur til að dekra soldið við sig. Við borðuðum á alls kynns veitingastöðum, fórum á söfn og í mjög gamallt bíó. Að fá að skoða húsið hennar Önnu Frank stendur klárlega uppúr, algjörlega mögnuð upplifun.

Mamma fór heim og þá tók við ný vika í skólanum, ég gerði mitt besta með meiðslin en hún var samt skemmtileg. Svo fékk ég aftur gest! Sölvi kom aftur í heimsókn ❤ Í þetta sinn vildi ég leyfa honum að finna aðeins meira fyrir því hvernig það er að búa í Hollandi, en ekki vera með þessa túrista tilfinningu allan tímann svo við versluðum á mörkuðum og elduðum heima, fórum á mín uppáhalds kaffihús og svo kíktum við smá í búðir. Ómetanlegir dagar.

Svo var það ekki planið en ég kíkti heim til Íslands í tæpa viku. Ég átti að vera að fara til Svíþjóðar í heimsókn en það gekk ekki upp svo ég bókaði last minute miða heim. Það var ekkert smá gott að koma heim. Það jafnast í alvörunni ekkert á við Ísland. Besta land í heimi. Ég náði að hitta marga mikilvæga og það var svo yndislegt.

Ég náði að vinna smá og njóta yndislega veðursins.
Vegna þess að ég bókaði svona seint endaði ég á því að fljúga frekar óhefðbundnar leiðir bæði til Íslands og aftur til Hollands. Ég stoppaði í London í 5 tíma og fór þaðan til Íslands og er núna að fljúga frá Stokkhólmi aftur til Amsterdam. Smá fyndið og soldið mikið auka vesen en það var þess virði. Gott að ég hef gaman að því að ferðast.

Akkurat núna er ég mjög hamingjusöm. Smá kökkur í mér eftir að hafa kvatt Sölva á flugvellinum, það erfiðasta sem ég geri, en við erum að verða nokkuð vön þessu. Reyndar held ég að þetta verði aldrei nokkurtímann auðvelt.

Núna ætla ég að sofa í flugvélinni og vakna heima í Hollandi 👋🏼

Likes

Comments

Úbs og þá eru næstum tveir mánuðir liðnir síðan ég skrifaði seinast!?

Mjög góðir og erfiðir mánuðir..

Seinustu tvær vikurnar fyrir jólafrí fara í það sem kallast ChoCo week (Choreograper Composer) Þar sem krakkar á þriðja ári vinna með okkur á fyrsta og örðu ári og semja verk í samstarfi við krakka úr lagasmíðideild skólans. Þetta voru algjörlega geggjaðar vikur og ég lærði svo margt og kynntist krökkunum á hinum árunum mikið betur. Hér fyrir neðan er mynd úr verki sem við gerðum þar sem við dönsuðum á sófa allann tímann. Mjög skemmtileg upplifun.

Þann 22. desember fór ég með Hanne og Rowy í dagsferð til Antwerp í Belgíu til þess að skoða jólamarkaðinn þar og bara skoða borgina. Ég hef aldrei komið til Belgíu áður þannig að það var mjög skemmtilegt. Brá samt smá við að sjá alla hermennina á lestarstöinni og svo tók ég líka mikið eftir því hvað Belgarnir höfðu mikla fordóma gegn Hollendingum. Það var eiginlega bara smá fyndið, Rowy er nefnilega hollensk og það var nánast bara fussað og sveiað yfir henni þegar hún t.d reyndi að spyrja til vegar. Hanne sem er frá Belgíu sagði henni að það væri eiginlega bara betra ef hún myndi spyrja á ensku hahaha, svo sérstakt.

Daginn eftir flaug ég heim til Íslands. Fannst algjör lúxus að eiga pantað flug með Icelandair þar sem ég fer alltaf með Wow. Sölvi, kærastinn minn var svo yndislegur að koma að sækja mig á flugvöllinn og svo byrjaði jólafríið sem var fullkomið í alla staði. Ég hitti fjölskyldu og vini, borðaði fullt af mat, vann aðeins og byrjaði að mæta í ræktina. Það besta var samt að vera bara heima. Fæ smá illt í hjartað við að skrifa þetta því það jafnast ekkert á við það að bara vera heima. Jólafríið leið allt of hratt og allt í einu var ég komin aftur til Hollands með bullandi heimþrá og vonleysistilfinningu yfir öllu. Það versta við að fara heim er að það minnir mann á hvað maður saknar.

Mér leið hræðilega þegar ég kom aftur. Langaði ekkert aftur í skólann og leið hræðilega í herberginu mínu hérna. Einn daginn fattaði ég svo að ég þarf ekki að vera leið. Ég vil geta horft aftur á þessa tíma og hugsa um hvað þetta var ógeðslega gaman ekki hvað mér leið alltaf hræðilega. Og ég er búin að vera svo hamingjusöm síðan. Ég er spennt að fara í skólann á hverjum morgni, Nýt þess að vera með vinum mínum og er bara búin að vera svo miklu hressari. Minni mig stannslaust á hvað ég er ótrúlega heppin að hafa fengið þetta tækifæri til að þroskast og dansa. Og vá, eftir þessar þrjár vikur hef ég fundið aftur hvað ég elska þetta mikið.

Ég er ekki að telja niður dagana lengur þangað til að fá að fara heim, heldur líður mér bara vel þar sem ég er. En auðvitað er ég að drepast úr söknuði í fólkið mitt. (mamma kemur eftir 20 daga og Sölvi eftir 27!!!!!) Ákvað svo að panta mér flug til Svíþjóðar á sama tíma og Sölvi fer aftur til Íslands til að fara að hitta elsku Kristíni mína. Mánaármótin feb-mars verða því vægast sagt viðburðarrík. Mjög spennt!

Í skólanum vorum við að byrja á Sóló-verkefni fyrsta árs. Þetta er mjög langur prósess og endar svo í sýningu í Apríl. Ég er ekkert smá spennt fyrir þessu og hlakka svo til að leggja mig alla fram. Er strax byrjuð að vinna og hlakka til að losa um smá þörf til að semja og bara búa til.

Annars erum við aðalega í Graham núna og erum líka að vinna í verki þar sem endar í sýningu. Verkið er sett saman af okkar eigin efni sem við höfum samið


Takk æðislega til þeirra sem nenna að lesa! Knús!!


Likes

Comments

👆🏼Þetta er ég í lest, þar sem mér finnst ég vera allt of mikið. Akkurat núna er ég á leiðinni heim til Hollands frá Árhúsum í Danmörku þar sem ég ákvað að eyða helginni. Fyrir um tveimur vikum ákvað ég að kaupa flugmiða uppúr þurru fyrir heilann 11 þúsund kall og kíkja í heimsókn til Emilíu sem býr hér. Hún er í lýðháskóla hér sem klárast eftir 2 vikur þannig að ef ég vildi koma í heimsókn var það now or never.
Þó svo að stoppið hafi verið stutt, ég kom seint á fimmtudagskvöld og fór frá henni um 7 í morgunn var það algjörlega þess virði. Borgin kom mér mjög á óvart. Ég bjóst við pínulitlum smábæ en í Árhúsum búa víst yfir 300.000 manns og er þetta með stærri borgum Danmerkur, svona er ég fáfróð. Þó svo að hún sé fjömenn er hún mjög krúttleg og ekkert smá falleg. Gæti vel ýmindað mér að búa þar.
Núna er ég í lestinni á leiðinni á aðallestarstöð Kaupmannarhafnar og þaðan fer ég á flugvöllinn. Sólarupprásin sem ég fékk að fylgjast með út um gluggann kom mér í mjög gott skap.

Dagarnir hjá Emilíu fóru aðallega í að labba um og skoða, kíktum aðeins í búðir og borðuðum mjög mikið. Ég fékk að skoða flottasta og skemmtilegasta safn sem ég hef séð, ARoS. Þar voru margar mismunandi sýningar í gangi en allt var mjög interactive sem ég elska. Efst á safninu er svokallað Rainbow Panorama, sem er stór glerhringur með mislitu gleri sem myndar einskonar regnboga. Gaman að segja frá því að það sé hannað eftir Íslending.

Ég fór líka í Ravepartý á vegum skóla Emilíu sem fór langt fram úr væntingum. Það var mjög gaman að fá að hitta alla vini hennar sem hún hefur kynnst hér sem og að kynnast stemmningunni í skólanum. Líka mjög fyndið að sjá allt í alvöru þar sem ég hef kynnst þessu öllu í gegnum skype.

Við fórum líka á einskonar þjóðminjasafn, og eins og er er jólþema þar. Þar gat maður fengið að kynnast jólunum á mismunandi tímum milli 1700 og 1900 ef ég man rétt. Það var ótrúlega kósý og mjög jólalegt. En þar sem ég tók mjög lítið af myndum í ferðinni á ég engar myndir þaðan.

Hér er mynd af göngugötunni, sem er með fallegustu jólaskreytingum sem ég hef séð.
Takk fyrir mig Emilía ❤️

Likes

Comments

Jólastemmningin er smátt og smátt að koma hingað til Hollands, það er búið að kveikja á jólaljósunum niður í bæ þannig að ég elska að labba þar í gegn. Finnst líka loftið svo jólalegt þegar það er svona kallt og ferskt. Í dag er fyrsti í aðventu og ég keypti aðventukerti í tilefni þess. Ég fékk mjög fín video af aðventumorgunmatnum heima svo það var smá einmanalegt að sitja ein og kveikja á kertinu.

Vikan var frekar viðburðalítil. Á mánudaginn kláraði ég anatómíuprófið sem gekk held ég mjög vel og eftir skóla fór ég með nokkrum úr bekknum heim til tveggja þeirra ap horfa á mynd og hafa það kósý. Það var svo huggulegt og þá fékk ég smá jól í hjartað.
Á fimmtudaginn var sýning á vekum Korzo í Rotterdam sem er einskonar hópur danshöfunda ef ég skil þetta rétt. Þaar fengum við að sjá 3 verk eftir mismunandi höfunda sem var mjög gaman. Ég var samt svo veik að ég gat ekki alveg notið þess til hins fyllsta.

Helgin er samt búin að vera mjög fín. Eftir skóla á föstudaginn fór ég með vinkonu minni niður í bæ þar sem við fréttum af black friday útsölunum. Það var samt svo mikið af fólki að við keyptum ekkert. Ég fór reyndar heim eftir það og keypti hluti á netinu þar sem útsölurnar gilda líka þar. Það er svo næs að búa hér þegar kemur að því að versla á netinu því ég get oftast fengið free shipping sem gerist voða sjaldan þegar maður sendir til Íslands. Það gleður litla hjartað mitt. Laugardagurinn fór í að taka því rólega því alla vikuna er ég búin að vera mjög slöpp og kvefuð. Ég tók til og þvoði þvott og svoleiðis. Um kvöldið fór ég til Hanne og við elduðum okkur pizzu og horfðum á mynd og ég gisti svo hjá henni.
Þegar við vöknuðum í morgun fórum við í morgun mat á Bagels & Beans, að sjálfsögðu og tókum svo smá jólagjafa leiðangur. Það get ekkert svaka vel en var samt kósý.
Núna er ég komin heim, en þarf að fara að versla í matinn fyrir vikuna. Þessi vika verður stutt og mun líða hratt því á fimmtudaginn fer ég til Danmerkuuuur!

Likes

Comments

Þessi vika leið mjög hratt. Dagarnir voru mjög langir og á kvöldin hef ég verið að undirbúa mig fyrir próf í líffærafræði sem ég fer í á morgunn. Mér leið mjög vel þessa vikuna. Ég náði að losa um mikið stress sem ég hef verið undir síðastliðnar vikur og mér finnst ég 20 kg léttari. Ég finn líka fyrir því núna hvað það er stutt eftir af önninni sem er mjög góð tilfinning. Núna er bara sirka ein og hálf vika í að ég fari til Danmerkur í fjóra daga og eftir það er bara um tvær og hálf vika í að ég fari heim.

Ég er líka búin að vera að hugsa um hvað haustið er stutt á Íslandi. Finnst eins og það taki tvær vikur og þá eru öll laufin fallin af trjánum. En hér byrjuðu laufin að breyta um lit og detta af í lok september og þau eru enn að. Á sama tíma finnst mér jólin eiginlega komin heima á Íslandi en hér er ennþá svo langt í þau. Ég held að það sé afþví allt sem mér finnst "jólalegt" er ekki hér. Það er allt heima. Mandarínurnar í kössunum, seríurnar, slyddan og bara stemningin einhvernvegin. Það er líka mjög spes en ég er búin að vera að kreiva hangikjöt alla vikuna og get ekki beðið eftir að koma í hangikjöt hjá ömmu á jóladag, en málið er að ég er venjulega ekkert svo hrifin af hangikjöti.

Hásinin mín er búin að vera skrýtin síðastliðnar 6 vikur, held að ég hafi ekki skrifað neitt um það hér en ég fór loksins til sjúkraþjálfa á mánudaginn. Hann sagði mér að minka aðeins álagið og vinna kanski svona 70% á vinstri fætinum. Ég er ekki mjög góð í því en vinn kanski á bara svona 90% heheeh. En mér líður betur þannig að ég held það sé í lagi.

Þessi helgi var svo mikil slór helgi. Ég ætti að vera að læra en gerði eiginlega bara allt annað en að læra. Er búin að læra svo mikið fyrir þetta próf að mér finnst ég ekki geta meira. En núna ætlum við að hittast fjögur úr bekknum og læra aðeins saman svona rétt fyrir prófið þannig að ég verð eiginlega að koma mér.

Likes

Comments

Ég fýla mánudaga. Er alltaf spennt að byrja nýja viku með nýjum áskorunum. Þessi mánudagur byrjar reyndar extra þægilega þar sem fyrsti tíminn minn byrjar ekki fyrir en 11:30 þar sem við erum að læra "teater tecnics" í hollum og ég kláraði í seinustu viku.
Við erum byrjuð í mental training tímum í skólanum núna sem ég held að munu hjálpa mér mikið. Þar erum við að læra hvernig er best að undirbúa sig, hvernig maður dílar við stress og hvernig maður setur sér markmið. Í þessari viku fengum við það verkefni að setja okkur bæði performance- (sem snýst um hvað við ætlum að bæta) og process- ( sem snýst um hvernig við ætlum að bæta það) markmið á hverjum degi. Ég er mjög spennt að prufa það þar sem ég er oftast bara með mánaðarleg markmið.

Helgin mín var mjög róleg sem er eitthvað sem ég þurfti. Laugardagurinn fór aðallega í að æfa sjálf uppí skóla og svo labba aðeins um miðbæinn þar sem ég þurfti að kaupa nokkrar gjafir, og nokkra hluti til þess að skrifa bréf til fjölskyldunnar. Ég ætla svo að senda þessi bréf í dag.
Ég er orðin svo spennt fyrir jólunum. Það er frekar óvenjulegt þar sem ég er ekki mikið jólabarn. En jólin eru svo miklu sérstakari núna þar sem ég fæ að fara heim. Var svo spennt að ég var næstum bara búin að kaupa allar jólagjafirnar á laugardaginn, en mér tókst að spara það.

Sunnudagurinn fór í að þrýfa allt herbergið, læra fyrir anatómíupróf sem verður í næstu viku og versla í matinn fyrir vikuna. Náði líka að skypa við marga mikilvæga ❤️
Sunnudagskvöldið tók svo frekar óvænta stefnu þar sem á svona klukkutíma ákvað ég að kaupa mér bara flugmiða til Danmerkur. Ég er semsagt að fara í heimsókn til Emilíu í Aarhus þar sem hún er í skóla. Ég fer fyrsta desember og kem aftur hingað fjórða. Mjög óvænt og mjög spennandi.

Þessi vika verður ekki jafn hektísk og þær seinustu hafa verið og næstu tvær vikur verða ennþá rólegri. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það þar sem ég fæ miklu meiri orku þegar það er mikið að gera. En það kemur allt í ljós.

Meira var það ekki í þetta skiptið. 👋🏼👋🏼

Likes

Comments

Jæja.
Fyrsta vikan eftir haustfríið er búin og tók hún alveg frekar mikið á andlega. Það slæma við að fara heim er að muna eftir öllu sem maður saknar heima. Þessi vika hefur því eiginlega einkennst af mikilli heimþrá, sem þýðir lítil orka og leiðilegt skap. Er líka held ég ennþá að jafna mig smá á því hvað það var yndislegt að koma heim og að fá að hitta Sölva aftur. Fjarsamband er mikil reynsla, allt örðuvísi en ég bjóst við.

Það er samt alveg mikið jákvætt í gangi líka. Bakið mitt hefur ekki verið svona lengi heilbrigt í yfir 2 ár! Er í sjokki. Það virkar bara eins og venjulegt bak! Finn líka að èg er orðin sterkari en ég hef nokkurtímann verið líka, finnst mjög gaman að finna fyrir þess konar árangri. Skólinn er kominn inn í næsta "phase" núna sem þýðir mikið mikið meira álag, sem ég kvarta ekki yfir. Akkurat núna eru tæknivikur sem þýðir tveir og hálfs tíma balletttími á dag í tvær vikur.
Ég er búin að ná að skypea sjúklega mikið í þessari viku líka. Ómetanlegt að fá að heyra í vinkonum mínum og fjölskyldunni almennilega.
Er líka ástfangin af haustinu hér! Þetta er svo óraunverulega brjálaðslega fallegt! 😍

Við fengum líka myndirnar úr skólamyndatökunni í vikunni:

Er ennþá að reyna að fatta að það sé komin nóvember, finnst ennþá eins og það skólaárið sé nýbyrjað en núna er ég næstum búin að vera í skólanum í 3 mánuði.

En þegar orkan er lítil er svo gott að vera í kringum yndislegt fólk og ég er mjög svo heppin með nánustu krakkana í bekknum. Þetta er Hanne, við fórum í bröns á sunnudaginn.

Á morgunn verður klikkaður dagur í skólanum, fullt af tímum og allir physical. Ég ætla þessvegna að reyna að slökkva og fara að sofa þannig að þetta blogg verður ekki lengra í bili.

Likes

Comments

Langt síðan ég hef skrifað..
Er samt með frekar löggilda afsökun, á fimmtudaginn í síðustu viku kom nefnilega Sölvi til mín alla leiðina frá Íslandi. Get eiginlega ekki lýst því hvernig var að sjá hann aftur eftir 2 mánuði. Mjög svo tilfinningaþrungið vægast sagt. Er svo gjörn á að gleyma hvernig fólk er og hvernig það talar og hvernig er að snerta það þannig að þetta var mjög nauðsynlegur hittingur.

Á fimmtudaginn tók ég lestina í kringum 10 frá Arnhem til Schiphol en lenti reyndar í smá veseni þar sem lestinni minni var cancellað. Ég HATA svona lestarvesen þar sem ég kann voða lítið á lestar en endaði á því að taka lest til Utrecht sem var svo sein að ég missti af tengilestinni minni til Schiphol og þurfti að taka næstu lest þar á eftir. Ég komst allaveganna á leiðarenda og var bara nokkrum mínútum of sein að gateinu sem Sölvi kom út um hehe..
Við vorum í Arnhem frá fimmtudegi til sunnudags. Við borðuðum mikið af góðum mat, smökkuðum allskonar mismunandi bjóra og nutum yndislega haustsins með því að hjóla um og fara í dýragarðinn. Svo var líka aðeins kíkt í búðir, bara aðeins.

Á sunnudeginum tókum við lestina til Amsterdam þar sem við eyddum rétt rúmlega tveimur sólarhringum. Vegna smá valkvíða í skipulagi enduðum við á því að gista á tveimur mismunandi hótelum sem var bara mjög skemmtilegt! Urðum ástfangin af seinna hótelinu okkar og ætlum bókað aftur.
Við höfðum frekar stuttan tíma í Amsterdam en löbbuðum rosalega mikið um bara til þess að skoða því þessi borg er svo ótrúlega falleg!
Á þriðjudeginum var síðan ferðinni haldið heim, til Íslands til þess að eyða haustfríinu mínu þar! 🇮🇸

Váá hvað það var gott að koma heim! Smá sorglegt líka því það minnti mig svo á hvað það er mikið sem ég sakna heima. Er búin að vera að velta framtíðinni mikið fyrir mér og reyna að komast nær því hvað mig virkilega langar að gera. Vildi helst bara að einhver myndi ákveða þetta fyrir mig, er búin að ofhugsa allt fram og tilbaka og veit ekki lengur hvað mér finnst um eitt né neitt.
Tíminn á Íslandi var vel nýttur. Aðalega í að vera í kringum fólkið mitt en ég náði líka að kreista inn nokkrum vinnutímum sem og nokkrum æfingum. Er ekkert svakalega góð í að vera í fríi í fríunum mínum hehe.
Þar sem margar vinkvenna minna fluttu líka til útlanda í haust og að tíminn var af mjög skornum skammti náði ég ekki að hitta nærrum því allar sem ég hefði viljað.

Akkurat núna er ég í flugvélinni á leið til Hollands aftur. Játa alveg að það var mjög erfitt að kveðja Sölva og er enn að berjast við kökkinn í hálsinum, en þarf að reyna að hugsa um eitthvað annað.
Að fá ekki að hitta manneskjuna sem þér líður best með í heiminum í langann tíma er eitt það ömurlegasta sem ég hef þurft að díla við. ❤️

Það er nú samt ekkert svo langt í að ég komi heim aftur. 23. desember. Of langt samt..

Likes

Comments