Emilía Björg, Föt, Missguided

Hæhæ!

Ég hef verið að leita mér að fallegum pilot jakka í mjög langan tíma núna og loksins fann ég mér einn sem mér fannst mjög fallegur. Ég keypti hann á Missguided.com og í þokkabót þá var 30% afsláttur af öllum jökkum og yfirhöfnum sem ég nýtti mér. Ég mæli með því að fylgjast með á missguided því það eru oft góðir afslættir! Er líka með gott tips með það að spara sér smá pening; ýtið á UK þegar síðan opnast í upphafi þar sem pundið er mun lægra en evran núna þá muntu spara þér nokkra þúsundkalla! Jakkinn til dæmis átti að kosta um 9þúsund í evrum en einungis 6þúsund í pundum👏

Design your blog - select from dozens of ready-made templates or make your own; simply “point & click” - Click here

Likes

Comments

Emilía Björg, Make up, Urban Decay

Hæhæ!

Þar sem Urban Decay kemur í Hagkaup Smáralind í dag þá langaði mig að deila með ykkur tveimur vörum sem ég gæti ekki verið án frá merkinu. Báðar vörurnar eru í minni "daglegu rútínu" og hafa verið lengi (hyljarinn í ár ca. en ég keypti bronzerinn þegar ég fór út í júlí og hef varla notað annan síðan!)

Naked Skin hyljari

Besti hyljari sem ég hef prufað hingað til. Þekjan er góð og svo finnst mér "applicatorinn" svo þægilegur í notkun. Ég nota litinn light warm.

Beached bronzer

Fallegsti bronzer sem ég hef nokkurn tímann átt! Mjög pigmentaður og mjúkur.


Emilía

Likes

Comments

Elísa Björk, Föt

1. H&M 2. Only 3. IvyRevel 2. og 3.PrettyLittleThing 4. IvyRevel

Allar búðir hér í bænum eru fylltar af kápum eða faux fur jökkum fyrir veturinn. Ég sá að PrettyLittleThing er með ágætt úrval af mismunandi litum og gerðum og ég get mælt með þeirri síðu. Ég hef pantað þaðan tvisvar - einu sinni til Englands og sendingin kom eftir ca 3-4 daga og svo til Íslands en það tók um 10-14 daga.
Mér er alltaf kalt svo ég þyrfti að finna mér einhvern sem er extra hlýr og kosý.
Nú er bara að velja lit :)

Likes

Comments

Elísa Björk, Osló

Það lítur allt út fyrir að ég hangi bara í bakaríum þessa dagana. Bakarí nr. 2 í þessari viku og allt Baker Hansen nema á sitthvorum staðnum og hvert öðru flottara. Ég hef þó smakkað betri mat en ég fer þangað bara til að breyta um umhverfi eða læra.
Lestarkerfi er líklega með þeim betri uppfinningum sem til er en það er mjög þæginlegt að hoppa í lestina í 2 mínútur og vera svo komin á leiðarenda.

Annars ætla ég að halda vana mínum og deila nokkrum myndum með, vonandi finnst ykkur gaman að sjá þessa náttúru- og bakarí fegurð sem eru í kringum mig! Gleymdi þó að taka mynd af fyrsta snjónum sem kom í dag en þið eruð öörugglega búin að sjá eitthvað af honum á Íslandi!

Annars bíð ég eftir að nýjasti Skam þátturinn komi út í kvöld en það eru þættir sem ég mæli mikið með og eru víst sýndir inná rúv hér eða á nrk tv hér. Hafa bara norskan texta, þá skilur maður samhengið!
Umfjöllun um seríuna má finna hér http://www.frettatiminn.is/skam/ :)

Likes

Comments

Emilía Björg

Hæhæ!

Ég hef verið með erfiða húð frá því í 6. bekk og hef því prufað óteljandi margar tegundir af förðum til þess að sjá hvort hver og einn henti mér vel. Ég er með olíumikla húð og verð því "feit" í húðinni yfir daginn. Ég þarf alltaf að nota púður til þess að "setja", sama hvaða farða ég nota. Ég vil taka það fram að þeir eru ekki eftir röð því ég gat ekki ákveðið hver er uppáhalds!

1. Infallible 24H- Matte

Þessi farði hefur hentað mér mjög vel en hann er að mínu mati lang bestur í að halda húðinni mattri yfir daginn. Ég nota hann bæði daglega sem og þegar ég fer eitthvað fínt. Hann fæst í apótekum og Hagkaup meðal annars. L'oréal er ekki dýrt en er það flokkað sem "drugstore" merki. Þessi farði kostar í kringum 3500kr.

Ég nota litnn: Beige

2. Born this way foundation

Þessi farði er frá merkinu Too Faced og það fæst í Sephora. Meikið er olíulaust og hentar því olíumikilli húð vel. Ég myndi segja að það væri medium-full þekkja en það er hægt að byggja hann vel upp. Ég nota hann mjög mikið daglega því mér finnst hann alls ekki þykkur á húðinni og er frekar náttúrulegur. Ég var á decutan lyfinu fyrr á þessu ári en lyfið þurrkar húðina alveg rosalega. Born this way farðinn hentaði húðinni minni líka mjög vel þá. Mér finnst best að setja þennan farða á mig með Beauty blender svampnum vegna þess að mér finnst fallegasta áferðin koma þannig. Ég hef ekki enn fundið neina síðu sem selur þennan farða og sendir til Íslands, en allar ábendingar eru fel þegnar!

Ég nota litinn: Vanilla

3. L'oréal Nude Magique Cushion

Þessi farði er minn "go to" núna í augnablikinu í skólann og bara hversdaglega. Þó hann gefi frá sér ljómandi áferð þá hefur hann þó hentað minni húð vel. Þekjan í honum er ekki mikil og er hann því tilvalin til þess að nota dagsdagslega. Áferðin er samt sem áður mjög falleg. Ég nota ekki púðann sem kemur með því mér finnst áferðin verða fallegri þegar ég nota Beauty blender. Ég er orðin frekar olíumikil á T-svæðinu í lok dags en ef ég púðra yfir þá lagast það. Þessi fæst meðal annars í apótekum og Hagkaup.

Ég nota litinn: Kemur ekki fram á pakkningunni

4. Marc Jacobs remarcable foundation

Vá. Það var varla að segja meira. Ef þú ert að leita að þekju þá er þessi sá besti í það af þeim sem ég hef prufað. Ég nota þennan þegar ég er að fara gera eitthvað sérstakt því þekjan er mikil og hentar hann vel með "full glam" förðun. Ég keypti minn í Sephora en ég veit ekki um neina síðu sem sendir Marc Jacobs til Íslands. Hann er frekar dýr en hann kostar í kringum 6000 í Sephora í USA.

Ég nota litinn: 26 Bisque Medium

5. MAKE UP FOR EVER Ultra HD foundation

Ég var búin að eiga þennan í dágóðann tíma þegar ég loksins fór að fýla hann en þá var ekki aftur snúið. Það sem pirraði mig var að mér fannst hann ekki nógu þekjandi en svo komst ég að því að ég það er mun betra að nota Beauty Blender heldur en farðabursta. Hann er mjög léttur á húðinni og hefur falleg áferð. Ultra HD er mikið notaður í myndatökur og þess háttar. Hann hentar öllum húðtýpum en er hann meira ljómandi heldur en mattur. Enn og aftur þá fékk ég þennan í Sephora og fæst hann ekki á Íslandi því miður!

Ég nota litinn: Y235

Likes

Comments

Emilía Björg, Tattoo

Hæhæ!

Nú hefur mig lengi langað að fá mér eitthvað sætt lítið tattoo en aldrei látið verða af því. Ég er veik fyrir litlum tattooum á handleggnum og á rifbeinum. Ef ég myndi fá mér myndi ég vilja hafa það á stað sem ég gæti falið það ef ég vil og er ég þá líka hugsa til framtíðar.

Ég tek reglulega pinterest rúnta og finn inspo en pinterest er snilldar staður til að finna hugmyndir að allskyns hlutum! Mæli með að skoða :)


Emilía

Likes

Comments

Elísa Björk

Ég setti saman nokkur íþróttaföt sem mig langar í þessa stundina en ég mun örugglega koma til með að panta eitthvað á hótelið sem ég fer á í desember. Ég hef pantað áður af þessari síðu og sendingin kom ca 3 dögum seinna. Pundið er sérstaklega gott núna (139) og eru bæði hvíta og svarta peysan á um 6.000 kr hvor og ferskju litaða undir 5.000 kr. Einnig er hægt að finna flottar og veglegar Nike og Adidas buxur allt frá 4000 til 8000 kr.

1. hér 2. hér 3. hér
4. hér 5. hér 6. hér


1. hér 2. hér 3.hér

Ég var að leita á Zalando af svörtum íþróttaskóm en sá enga sem mér leist á. Þessir eru frá nike.com og adidas.com

Annars er síðan www.zalando.com fyrir áhugasama :)


Likes

Comments

Emilía Björg

Hæhæ!

Eins og eflaust margir vita þá kom snyrtivörumerkið Origins til Íslands í síðustu viku. Mig hefur lengi langað að prufa rakakremið frá þeim sem heitir GinZing vegna þess að ég hef heyrt svo góða hluti um það fyrir olíumikla húð. Ég lét verða að því og keypti mér það. Origins fæst í Lyf& & heilsu (allavegna í Kringlunni)

Kremið er ólíulaust en samt sem áður mjög rakagefandi. Það er talið vera orkugefandi fyrir húðina og gefur fallegan ljóma. Kremið inniheldur Panax Ginseng og kaffibaunir.

Nú hef ég notað það í tæpa viku og ég er strax mjög hrifin! Kremið fer strax inn í húðina og er ekki klístrað á húðinni eins og mörg krem sem ég hef prufað. Áferðin á kreminu er meira eins og gel heldur en krem. Lyktin er æði en það er fersk appelsínulykt af kreminu.

Nú eftir að Origins kom til Íslands bíð ég spennt eftir að prufa fleiri vörur frá þeim!


Likes

Comments

Elísa Björk, Osló

Mér finnst ekkert skemmtilegra en að rekast á skemmtilegar nammibúðir og get alveg verið þar inni í einhvern tíma að dunda mér. Búðin sem ég rakst á í dag mér til mikillar hamingju heitir Yummy Heaven og er staðsett rétt hjá mollinu eða í Arkaden á móti lestarstöðinni.

Er þetta ekki annars gott efni í færslu? Nammibúðir? 😜 Ég held það en ég leyfi myndum að fylgja með og þá geta fleiri kannski deilt sama áhugamáli og ég.

Tvær hæðir af allskonar nammi er alls ekki leiðinleg búð og ég fór auðvitað ekki tómhent heim

Fyrr á þessu ári í Englandi þurfti ég að googla nammibúðir þar sem það var svo lítið úrval í Asda eða Sainsburys af nammi að mínu skapi. Það var þó heill rekkur af allskonar súkkulaði en ég læt það vera. Ég fann svo tvær búðir sem voru báðar um 30 mín í burtu frá okkur. Það slapp nú ✌

Ein í Windsor (Hardy's) og hin í Hartley Whintney. 

Ég trúi ekki að ég hafi eytt tíma í að skrifa færslu um nammi en það er bara ekta ég. Ef einhver lumar á ráði hvernig maður fær nóg af hlaupi þá má sá sami endilega láta mig vita, ég virðist aldrei fá leið af þessu. 


Likes

Comments

Emilía Björg

Hæhæ!

Mig langaði til þess að deila með ykkur ilmvatni sem ég hef elskað núna í langan tíma en ég hef farið í gegnum tvær flöskur og var að kaupa mér þriðju núna um daginn. Það heitir ARI by Ariana Grande.

Ilmurinn af því er ferskur og mildur, alls ekki sterk eins og margir fá í hausinn af. Umbúðirnar eru ekkert síðri, ég verð að viðurkenna að eg féll fyrir flöskunni áður en ég féll fyrir lyktinni.

Þangað til næst,

Emilía


Likes

Comments