Góða kvöldið! Kominn alveg þó nokkuð langur tími síðan eg skrifaði inná þetta hahaha, en hef fullkomnlega góða afsökun fyrir því. Þannig er mál með vexti að tölvan mín ákvað fyrir svoldnu síðan að bara gefast upp og neita að kveikja á sér þannig seinustu svona 2 mánuði hef ég ekki verið með tölvu (er bara að skrifa þetta í símanum 😁) en ótrúlegt en satt þá hefur það ekkert verið neitt of erfitt, þar sem eina sem ég notaði hana í var netflix þannig ég setti bara netflix í símann!

Aaallavegana, síðan síðast þá hef ég voða lítið annað gert en að bara æfa alla daga, fara í ræktina og fara heim að elda og sofa hahaha 😂(kvíðið engu mér finnst það æðislegt). Fór reyndar út á halloween sem var mjög gaman! Annars hef eg verið helvíti léleg að halda uppi nafni fjölskyldunnar í djammi, búin að vera að fara að sofa fyrir miðnætti nánast hverja helgi hahahaha. Ah og við Mirjam keyptum loksins borðfætur á matarborðið okkar eftir að hafa frestað því um 2 mánuði 😂😂

En pabbi og Gunnar bróðir komu reyndar í heimsókn fyrir mánuði síðan í eina helgi sem var snilld!!!
Fórum á school of rock á broadway sem var geggjað, og a veitingastað með Heiðdísi (sidenote; það hefur aldrei hitt þannig á að Heiðdís sé í borginni í þau skipti sem pabbi hefur komið þannig þetta var söguleg stund)!!
Fórum í siglingu, og drukkum viðbjóðslega mikið kaffi, og vorum bara að njóta!
Svo vildi svo skemmtilega til að Gunnar átti afmæli seinasta daginn þeirra hérna, sem var líka feðradagurinn! Ég gaf honum samt enga afmælisgjöf því obviously þá var besta afmælisgjöfin að vera með uppáhaldssystur sinni... hehehe

Já annars er ekkert meira sem eg man í fréttum, nema náttúrulega að ég er að koma til íslands eftir nokkra daga (ER MJÖG SPENNT)! 😁😁😁

Herna eru bara milljon myndir frá önninni :D

Design your blog - select from dozens of ready-made templates or make your own; simply “point & click” - Click here

Likes

Comments


Núna er kominn oktober og meira segja meira en vika liðin, sem er frekar klikkað! Það er samt enþá svo viðbjóðslega heitt haha, það komu nokkrir dagar sem veðrið varð þægilegt en svo verður alltaf aftur sjúklega heitt og nasty mikill raki hahah. Við erum búnar að koma okkur vel fyrir í íbúðinni okkar og mér líður mjööög vel í henni. Þriðji meðleigjandinn er flutt inn og hún er voða fín, frá Ástralíu!

Fór aðeins út með vinum mínum um daginn, algjör snilldar staðsettning á íbúðinni minni maður er svo nálægt öllu svona!

Svo í jazz eru búið að vera svona fake audtions þannig maður þarf að dressa sig upp og svona haha, og svo er aftur þannig á morgun og fimmtudaginn! Þááá held ég sé búin að koma öllu frá mér FYRIR UTAN að segja ykkur að Sæunn besta vinkona mín var í heimsókn!!!!

Semsagt! Eftir skóla á miðvikudaginn fór ég út á flugvöll að sækja Sæunni, get ekki einu sinni útskýrt hvað ég var glöð að sjá hana!!!! Svo tókum við lestarnar heim og vorum komnar heim örugglega í kringum 9 leytið þannig við fórum bara í búð að kaupa í matinn og svo heim að chilla.

Svo á fimmtudeginum fór ég í skólann og Sæsa fór í eitthvern tourbus hahaha, sem hún segir að hafi ekki verið worth it.. haha. En svo þegar ég kom heim eftir skóla fórum við aftur uppí skóla því ég þurfti að fara á eitthvern fund um afmæli hjá einum kennaranum mínum sem er næstu helgi og sæunn kom með mér í það og svo fórum við og löbbuðum í gegnum time square og fórum svo í bíó! :D

Svo eftir skóla á föstudaginn fór ég heim þar sem Sæunn var að læra, þar sem hún er náttla í skóla líka (kalla hana góða að hafa lært held ég á öllum dögunum sem hún var hérna!!). Svo fórum við á MoMa sem var mjööög gaman og gaman fyrir Sæunni því hún er svona listakona, mæli með að þið skoðið instagramið hennar því hún er klikkað góð. Fengum miðana í safnið frítt sem var geggjað og svo gengnum við bara á okkar hraða í gegn!

Síðan tókum við lestina í little Italy og gengum aðeins í gegnum china town og fórum svo á veitingarstað að borða! :D Kallarnir sem voru að vinna við að fylla á vatnsglösin okkar voru að standa sig mjög vel því ég sver það við drukkum örugglega svona heila könnu af vatni því þeir fylltu glösin okkar non stop hahahha. Ég fékk sjúúúúklega góðan lax og sæsa fékk sér eitthvern pasta rétt :D. Svo löbbuðum við smá spöl og tókum svo bara bus heim og höfðum kósí að horfa á bíómynd uppí sófa.

Á laugardaginn vöknuðum við tilturlega snemma og fórum í brunch á diner sem er rétt hjá húsinu mínu sem er geggjaður. Nutum matsins og höfðum kósý og tókum svo strætó niður að höfninni. Sæunn keypti fyndasta túrista drasl sem ég veit um og svo fórum við í ferjuna! :D

Svo þegar við vorum komnar aftur á Manhattan fórum við bara heim og gerðum okkur fínar og fórum út! Byrjuðum á einum bar og það voru engin borð laus (kl var samt bara 20!!!) þannig við settumst bara við barinn og ég fékk mér fisk og sæsa franskar. Mjög steikt tilfinning að vera að éta fisk á bar þar sem allir voru að djamma ahahha, samt rugl góður fiskur!! Svo fengum við okkur nokkra drykki og fórum á nokkra bari hérna í kring (þar sem íbúðin mín er nálægt heilum helling af börum!!!). Ég gerði stór mistök að vera á svaka skvísu hælum hahaha, en var með hina frægu bláu plast sandala í veskinu þannig þeir voru settir á þegar fæturnir mínir gátu ekki hina skóna lengur hahaha. Svo enduðum við á því að fara heim alveg helvíti snemma, eða eitthvað í kringum 1 hahaha, og fórum bara og keyptum eitthvað möns og fórum uppí sófa hahaha. Samt mjög gott kvöld, ah já og við fundum Einstök bjór á einum staðnum!!

Svo á sunnudaginn vöknum við, ég bara ekkert þunn þar sem við fórum svo snemma heim hahaha, en Sæsa var aðeins þreyttari hahahaha. Drösluðum okkur loksins út og fórum í Central park og löbbuðum heilan helling og það var svooo cozy að bara geta notið samverunnar! Síðan gengum við út úr garðinum og löbbuðum í bíó, aftur af því bíó er snilld!! Og fórum á hellaða mynd sem heitir American made. Svo fórum við aftur heim og vorum bara að chilla og spjalla og horfa á mynd, og ég að troða mér að gista með henni í sófanum að sjálfsögðu :D

Svo núna þennan mánúdag var ég í fríi í skólanum því það er Columbus day þannig ég og Sæunn fórum og fengum okkur morgunmat saman á dinerinum! Síðan fórum við heim og Sæunn þurfti að pakka og svo tókum við rútuna uppá flugvöll rennblautar því það kom grenjandi rigning hahaha og svo fór ég með henni inná flugvöll og kvöddumst :( :( :(

Búið að vera svoooo gott fyrir sálina og gaman að hafa hana í heimsókn og get ekki beðið eftir að hittast aftur um jólin og hitta alla!!! :D :D

Likes

Comments

Jæja kæru vinir og fjölskylda, á föstudaginn fyrir viku flutti ég loksins í svona líka æðislega íbúð í East Village (helluð staðsettning btw). Fynda var að ég var bara að fara með vinkonu minni að skoða herbergi og hann segir henni að það þurfa að vera 2 til að geta tekið frá íbúðina og þá kom sér svona helvíti vel að ég var þarna þannig ég tók eitt herbergið líka! Við erum eins og er enþá bara 2 í henni en þriðji meðleigjandinn fer að flytja inn.

Fórum í IKEA og keyptum húsgögn og eftir góða 8 klukkutíma af því að setja húsgögn saman var þolinmæðin mín mjöööög lítil hahaha, ég var búin að setja allt saman fyrir utan kommóðu sem að bara virkilega vildi ekki haldast saman og brotanði alltaf þegar ég dróg út skúffu (ég hef bara sett hana vitlaust saman en ég kenni samt kommóðunni um allt). Endaði með því að ég gat ekki þessa kommóðu lengur og hélt á henni með hjálp vinkonu minnar niður 4 hæðir og skildi hana eftir út á götu fyrir þá sem vilja þessa djöfla kommóðu hahahah, hún var tekin samdægurs. Ég aftur á móti keypti mér bara skáp í dollar store sem virkar bara helvíti vel! Hahaha svo líka þá keyptum við matarborð en fengum bara borðplötu, það þurfti víst að kaupa fæturnar sér... en ég keypti bara svona pop-up borð sem er undir á meðan við peppum okkur í gang að fara í ikea aftur og kaupa borðfæturnar...

Núna er Hildur kennari okkar frá íslandi og kærasti hennar að gista hjá okkur þar sem við erum enþá með auka herbergi þar sem þriðji meðleigjandinn er ekki kominn, og svoooo næsta miðvikudag kemur Sæunn að heimsækja mig!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! (MAX PEPPUÐ)

Svo vill svo heppilega til að Whole Foods er bara rétt hjá íbúðinni, og pretty much bara allt er nálægt þetta er besta staðsettning ever, er rosalega ánægð með íbúðina mína!

Í gær var ég model fyrir ljósmyndara og tókum sjúklega töff myndir (sem vonandi fara ekki fyrir bligðrunarkennd neins hahaha) sem ég ætla að setja eitthvað af hérna inná! :D Ef þið viljið skoða meira af því sem hann hefur tekið getiði skoðað hann á instagram síðunni hans (enriqueabed).

Hendi svo líka inn myndum af íbúðinni!(og kommóðunni eftir að hún var komin á götuna hahahah)
Likes

Comments

Komin aftur í stórborgina eftir yndislegt sumar á íslandi með yndislegu fólki (og hundum að sjálfsögðu)!

Kom fyrir 16 dögum og bjóst við að finna íbúð strax en er enþá að leyta en þetta er allt að koma engar áhyggjur hahaha...

Pabbi kom í eina nótt sem var snilld, og ég uppgvötaði að ég gæti keypt ferskan norksan fisk og er bókstafla ekki búin að borða neitt annað en fisk liggur við hahaha!!

Allavega þá er íbúðar leytin búin að vera pain in the ass því það er allt búið að vera að fara til fjandans því við vorum 2 að leyta til að leigja saman en höfum nú ákveðið að splitta og leyta að herbergjum bara og þá er þetta farið að auðveldast! Ég er að fara skoða enn eitt herbergi á morgun og ég segi ykkur kannski betur frá öllu þessi rugli þegar ég er flutt inn eitthvert.

Á meðan erum við búnar að vera í íbúðinni hjá Heiðdísi, sem er virkilega hjálpsamasta frænka sem þú getur nokkurntímann hugsað þér! Hundrað milljón þakkir til hennar!!!


Annars líður mér bara andskoti vel að vera komin aftur þó svo ég sakni íslands og allra sem eru þar alveg í döðlur! Búið að vera mjög gott að fara aftur í skólann (viðurkenni samt að ég er mjög þreytt hahah) og fór í audition í gær sem gekk bara vel!

Hérna eru fullt af myndum frá sumrin! Skrifa eitthvað meira seinna

adios :D


Likes

Comments

Vá veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja haha, held ég skrifaði hérna inná seinasta febrúar eftir DC og það er svo mikið búið að gerast að ég mun pottþétt gleyma að segja frá eitthverju en við látum reyna!

Allavega stuttu eftir að við komum til baka til NYC kom sjúklega nice sumarveður í svona eina helgi, eins og gerist voða mikið hérna haha, skyptist um árstíð í hverri viku basicly. Og svooo kom bolludagur! Ég og Elísa gerðum heiðarlega tilraun til að baka bollur hahhaa, íbúðin þeirra er semsagt með reykskynjara fyrir ofan eldavélina og við nojoke hlustuðum á þennan reykskynjara í þessa rúmlega tvo klukkutíma sem við vorum að baka hahaha, og útkoman af bollunum var, ehhhh, hráar bollur hahah. Held að það megi kenna mér um hversu hráar þær voru en ég meina við reyndum líka að éta þær..! Vinkona Mirjam var líka hérna þá þannig við fórum síðan bara út að éta og í bíó þar sem bollurnar voru nátturlega ekki beint ætilegar hahaha.

Svo loksins kom spring break 10.mars og við fórum til Íslands og Mykaila og Larissa komu með! :D Oh það var svo gott að komast aðeins heim á klakann þótt það hafi bara verið sirka vika, ég er að segja ykkur það mig langaði svo að smygla hundunum míinum með mér aftur út.

Hélt partý um leið og ég kom heim, minna foreldra mína á hvað er gaman að hafa mig heima hahah djók, og Sæunn hahaha hún hefur semsagt þessa þörf í öllum partýum heima hjá mér að klifra yfir í sundlaugina sem ég bý við hliðinná en í þetta sinn svoleiðis flaug hún yfir mjög hátt grindverk og fékk opið beinbrot á puttann hahaha, veit það hljómar ljótt að hlægja en kvíðið engu hun var sjálf í kasti hahaha, vil meina að hún hafi byrjað heimkomu mína svona helvíti skemmtilega hahaha.

Get ekki einu sinni lýst því hvað það var gott að sjá vinina og fjölluna aftur og mat í ískápnum og borða bjúgu með pabba!!! Svo fór ég í roadtrip með Mirjam,Elísu,Mykailu og Larissu sem var sjúklega steikt að túristast um sitt eigin land en samt hellað gaman! Gerðum bara allt þetta týpíska og Elísa á skilið klapp á bakið að hafa verið driverinn og á leiðni heim í gegnum feitann snjóstorm hahaha!

Svo varð ég loooooksins 21 árs heima haha, eins ómerkilegt og það var á Íslandi er það mjög nice þar sem ég get loksins gert eitthvað um helgar hérna úti !! :D

Ókei hvert er ég komin, ah já fyrsta löglega djammið mitt hérna í USA, verð að segja ég kann betur við íslenska djammið en fórum allavegna á eitthvern stað og það var bara fínt, nema held ég hafi verið langt undir meðaladri þarna inni haha þannig það var pínu steikt en annars bara fínt! Svo fór ég og gisti hjá stelpunum og við Elísa (aðallega elísa ég var meira bara að horfa hahha) elduðum amerískar pönnsur og biðum eftir að Mirjam myndi rumska við sér þar sem hún hafði skemmt sér konunglega kvöldið áður hahah og fórum svo í þynnkunni í bát að Ikea því Elísu langaði svo í krítar nammið hahhaa, svo misstum við af ferjunni til baka en það reddaðist með strætó og lest haha.

Var orðin frekar kvefuð fyrir þetta kvöld og vaknaði svo algjörlega raddlaus haha, en allavega! Svo á sunnudeginum fórum ég, Elísa og Mykaila að sjá Cats on Broadway sem á svona líka helvíti vel við þar sem Mykaila er komin með vinnu á skipi að sýna þennan söngleik!!!! Það var algjör snilld að sjá þetta, viðurkenni að ég skildi ekkert í söguþærðinum en samt algjör skemmtun!! Svo restina af þeirri viku var ég bara að ýta mér áfram í gegnum allar æfingarnar með bullandi hálsbólgu en það hafðist!

Svo 9. apríl varð Mirjam 22 ára svo því var fagnað, með blöðrum ístertu og kampavín (kallarnir í vínbúðinu voru alveg hissa á mér að vera að kaupa kampavín en ekki hvítvín hahaha) og fórum síðan á sjúklega töff veitingarstað sem heitir Thao og svo á klúbb! Vorum allar með svona "happy birthday" kórónur og Mirjam átti að vera með stóra sem hún tók alltaf af sér svo það var alltaf verið að óska okkur til hamingju með daginn þetta kvöld hahaha. Höfðum verið í partýi daginn áður svo við vorum allar smá þreyttar en skemmtum okkur nú alveg konunglega þrátt fyrir það! :D

Svo voru "juries" basicly bara próf á mánudeginum og þriðjudeginum sem gengu bara glimrandi vel, held ég.. einkunnirnar ekki komnar haha! nei djók held það gekk bara mjög vel! SVo er Mr. Moore horton kennarinn minn búin að vera með svona alskonar heilaþrautir á okkur, þeas að við megum ekki markera neitt heldur máttum bara horfa á hann gera æfingar og combos í endann og áttum svo að gera og hann mundi henda á mann solo og svo gerði hann aðra viku sem hann sat bara og við máttum ekki markera og hann bara sagði orðin sko bókstaflega allan tíman og meira að segja comboin og við áttum bara að gera en máttum ekki horfa á aðra, það reyndi svo feitt á heilann en mjög gott fyrir mann !!

Svo kom páskafrí núna þessa seinustu helgi, þannig fengum föstudaginn, laug, sunn og mánudaginn í frí! Og ekki er annað hægt en að henda sér til Florida! Ég, Elísa, Mykaila og Larissa fórum og bombuðum í tan en mirjam komst ekki með þar sem hún var með gesti (meira svona bruna hjá elísuni hahaha).

Við fórum í skólan á fimmtudeginum og svo fór ég heim og þreyf herbergið mitt og þvoði þvott og henti svo stuttbuxum og bikiníum í bakpoka og fór í íbúðina til stelpnanna og þaðan fórum við síðan heim til larissu og gátum sofnaði í svona tæpa 3 klukkutíma og fórum síðan út á flugvöll klukkan 3 um nóttina haha! Uberinn okkar vissi ekkert hvað hann gera á leiðinni á flugvöllinn og við enduðum á vitlausum terminali svo okkur seinkaði aðeins en flugið fór ekki fyrr en kl 6 um morgununn svo við vorum á fínum tíma! Lentum síðan í Orlando um 8:30 leytið og fórum uppá hótelið okkar! Vorum með helvíti fínann vatnsrennibrauta garð á hótelinu, get ekki kvartað haha!

Check innið á hótelið átti síðan ekki að byrja fyrr en kl 16 en kallinn í lobbyinu gat tjekkað okkur inn bara stuttu eftir að við komum svo við hentum töskunum okkar inn í herbergi, löbbuðum í búð (vorum örugglega eina fólkið sem var að labba þarna en ekki keyra) og svo beint í sólbað! Nokkuð viss um að við höfum allar steinsofnað á eitthverjum tímapunkti í því sólbaði þar sem við vorum varla búnar að sofa í tvo daga haha! Svo fórum við og hentum okkur í stuttbuxur og fórum í Disney Springs sem er svona með fullt að veitingarstöðum og búðum! Fórum síðan og fengum okkur kvöldmat á toppi á skipi sem var með alskonar sjávarrétti. Settumst á alveg 8 manna borð og vorum bara fjórar í góðan tíma en endaði svo með að eitthverjir 4 aðrir gæjar settust á hinn endann sem var mjög fyndið því allt í einu vorum við eins og við værum öll saman út að borða, og svo var þjónninn okkar líka mjög skemmtilegur hahahaha, förum ekkert nánar út í það. Svo horfðum við á eitthverja úti tónleika þarna og fórum síðan uppá hótel !

Svo á laugardeginum vöknðum við snemma og skelltum okkur í vatnsrennibrauta garð sem heitir Typoon Lagoon (svona 90% viss að ég sé að skrifa þetta rétt) Það var ekkert smá gaman fórum í allar rennibrautirnar sem okkur langaði í svo svo var sjúkasta öldulaug sem ég hef farið í!! Svo lögðumst við á sólbekki og ég dottaði feitt, veit ekki hversu oft ég rotaðist í sólbaði hahaha en elísa brann svona líka skemmtilega mikið. Svo var hægt að fá svona fötu eins og fólk notar á ströndina fulla af ís og kexi og eitthverju svona óhollu drasli og auðvitað splittuðum við elísa í eina þannig, vorum nú einu sinni í fríi! Stútuðum þessari fötu og fórum síðan heim þegar það var stutt í lokun á garðinum og skiptum um föt og fórum á Cheese cake factory og jesús hvað þeir gefa manni stóra skammta!! Kláraði sirka helminginn en helmingur var svona tvöfaldur skammtur á íslandi án gríns, svo ég var of södd til að smakka þessar frægu ostakökur, og við allar! En við auðvitað pöntuðum sneið í takeaway og tókum bara upp á hótel! Ég reyndar óvart settist á mína (hún var samt í kassa) þannig hún var ekkert mjög falleg þegar ég borðaði hana en hún var allavega góð á bragðið!

Á sunnudeginum vaknaði Mykaila langt fyrir aldur fram og fór í páskamessu og Larissa út að synda haha, ég fór svo út stuttu síðar í enn eitt sólbaðið en aumingja Elísa hélt sig inni aðeins þar sem hún var brunninn, hún fær alla mína samúð þar sem ég hef mikla history af því að brenna í meira en minna öllum sólarlandaferðum sem ég hef farið í hahaha!

Svo þegar við vorum búin að láta sólina sleikja okkur í þó nokkurn tíma fórum við í eitthvert outlet og ég keypti mér einn kjól en eins og vitað er finst mér hundleiðinlegt að fara í búðir svo ég beið eiginlega alltaf bara út á bekkjum í sólinni á meðan þær fóru inní búðir hahaha! Síðan fórum við í Universal board walk og gengum aðeins um þar og fórum síðan og fengum okkur kvöldmat þar og spjölluðum um lífið um tilveruna og enduðum kvöldið á að setjast niður og fá okkur ís!

Svo á mánudaginn vöknuðum við eitthvað rúmlega 4 um nóttina og tjekkðum okkur út og héldum leið okkar út á flugvöll! Flugum til Chicago og höfðum þá eitthverjar 20 mín eða eitthvað til að hlaupa á annan terminal og taka þaðan flugvél sem færi til NYC! Það hafðist allavega!

Þetta var æðisleg ferð og yndislegir ferðafélagar!

Svo í dag var seinasti dagurinn hennar Mykailu í New York þar sem hún er að fljúga núna heim og svo fer hún um helgina til Miami að vinna! Rosalega ánægð með hana en samt auðvitað leiðinlegt að kveðja! Fórum nokkrar og fengum okkur síðbundinn hádegismat og kvöddumst svo :(! En þá er maður bara með ástæðu til að fara á skemmtiferðaskip í spring break eða eitthvað til að heimsækja hana! :)

Annars er ég byrjuð að fýla það mjög að búa hérna en hlakka samt auðvitað til að koma heim í sumar, bara sirka 5 vikur í það! Held mér hafi tekist að troða öllu í þetta blogg haha!

þangað til næst!

Likes

Comments

Þessa helgi fór ég með vinkonum mínum til Washington, ekkert smá gaman! Fórum beint eftir skóla á föstudaginn í rútu og til baka á sunnudagskvöld, rútan tók um 5 tima en við höfðum samt alveg nógan tíma til að sja allt!

Svo sjúklega gott að komast út úr NYC aðeins og anda fersku lofti og bara hafa það gott, og ekki skemmdi það fyrir hvað við vorum heppnar með veður, 20 stiga hiti og læti! Og endalaust af sjúklega fallegum byggingum!

Við semsagt erum komnar til DC í kringum kvöldmatarleytið á föstudaginn og löbbuðum frá rútustöðinni uppá hótelið okkar og fórum síðan og fengum okkur kvöldmat og tjilluðum síðan bara restina af kvöldinu.

Síðan á laugardaginn vöknuðum við snemma og löbbuðum og fengum okkur morgunmat og svo gengum við heldur betur mikið! Eitthvað í kringum 20 kílómetra þann dag bara svona til að vera nákmæin haha!

Fyrst fórum við inní fatabúðir og ég keypti mér bara sólgeraugu en þetta verður að koma fram- Elísa kaupir sér hvítan leðurjakka sem átti að kosta eitthvað í kringum 40 dollara minnir mig en var bara rukkuð 3 dollara!!! Hápunktur ferðarinnar fyrir fátæka námsmenn hahahaha!

Við fórum fyrst að hvíta húsinu og fengum ágætis útsýni af því og bakgarðinum en þegar við fórum hringinn til að sjá það að framan var verið að gera eitthverjar viðgerðir þannig við fengum ekki nógu gott útsýni af því haha!


Þar á eftir gengum við að Washington Mounument held ég að það sé skrifað, fórum ekki uppí turninn en það breytir ekki að það var hægt að taka myndir við hann hehe!

Síðan gengum við við svona tjörn sem heitir eitthvað reflecting man ekki alveg hvað hahah, en það var svooo nice í sólinni og við endann á þessari tjörn var húsið með Abraham Lincon styttunni!

Síðan fórum við og fengum okkur hádegismat og síðan var leiðinni haldið í The Capitol, sem í sannleika sagt ég hef alltaf haldið að sé hvíta húsið hahaha. Það var lengri ganga en ég bjóst við en það var bara mjög fínt! Tókum svona 604282 myndir þar og sátum þar í dágóðan tíma! :D Ég er að segja ykkur það, er með fleiri myndir í símanum mínum frá þessari einni helgi heldur en síðan ég flutti til nyc hahah.

Síðan löbbuðum við aftur uppá hótel og gerðum okkur fínar og fórum út að borða á stað sem heitir Barcode. Var voða fancy og fékk mér steik hehe og svo splæsti Mykaila nutella pizzu í eftirrétt sem ég og Elísa stútuðum og subbuðum okkur allar út, 3gja dollara hvíti jakkinn hennar Elisu fékk nútella á sig og mér tókst eitthvernveginn að sulla vel yfir veskið mitt hahaha. Síðan fórum við aftur uppá hótel dauðþreyttar eftir daginn!

Á sunnudaginn vöknum við svo aftur snemma og gengum eitthverja svipaða vegalengd þann dag og laugardaginn, erum ábyggilega komnar með grjótharða kálfa eftir þetta allt saman!

Allavegna við göngum frá dótinu okkar og förum niður og tjekkum okkur útaf hótelinu sem geymdi fyrir okkur dótið okkar. Síðan löbbum við til George town, sjúklega svona sætur partur af þessari borg. Endalaust af litríkum húsum og svona, byrjuðum á því að fá okkur morgunverð þar!

Síðan vorum við eiginlega bara að rölta um, fórum í eitthverja fræga cupcakes búð og svo allskonar fatabúiðir og svona, eins og áður segir í eitthverju bloggi að mér finst ekki það skemmtilegasta að fara í búðir þá fanst mér samt bara mjög gaman þótt sparipúkinn ég hafi ekki verslað mér neitt hehe. Gaman að segja frá því að við rekumst á 2 íslensk pör þarna! Svo gengum við niður að sjónum og gengum um og vorum að reyna að fá sæti á eitthverjum veitingarstöðum en allt var svo pakkað að það gékk heldur illa, svo var líka skautasvell þar sem var að bráðna í hitanum hahaha. Við sjóinn fundnum við líka íslenska sendiráðið og íslendingastoltið í manni var mikið við að sjá íslenska fánanaum flaggað þarna hahaha!
Svo gengum við aftur nær hótelinu og fengum okkur hádegismat og slöppuðum af í sólinni, og fórum síðan uppá hótel, náðum í töskurnar og fórum uppá rútustöð. Hundleiðinlegur kallinn sem var að keyra rútunna það bókstaflega mátti bara ekki tala hahah, en það var allt í lagi því það var komið kvöld og fólk var að taka smá powernap í rútunni. Var komin heim eitthvað í kringum 23 leytið og steinrotaðist! Var ekkert smá þreytt í morgun þegar ég vaknaði en þraukaði samt í gegnum allan skóladaginn og ræktina woooh.

Þetta var allavegna bara yndisleg ferð og verð að gera þetta aftur að fara útur borginni yfir helgi! Og ekki skemmdi það fyrir að vera með skemmtilega ferðafélaga með mér! :D

Likes

Comments

BAM komin febrúar og hálfnaður! Sem þýðir að menn fara heim í spring break eftir bara 25 daga jibbí! Allavegna, ég gleymdi að sejgja seinast hversu hrakfallalega árið mitt byrjaði bahaha. Ég held semsagt áramótapartý og vélin mín var að fara 1.jan svo ég sagði við mig sjálfa að þetta gæti ekki verið langt fram á morgun, sem og það auðvitað var þar sem ég vildi ekki kveðja hahahaha, og fóturinn minn fór aðeins í steik en við förum ekkert nánar út í það hér hahah! Allavegna svo vakna ég eftir að hafa sofið í nokkra klukkutíma og fer í sturtu og hendi ofan í tösku og fer út án þess að lýta í spegill og haltrandi þar sem mér var illt í fætinum. Fer til afa að kveðja og svo beinustu leið út á flugvöll, og guð minn almáttugur hvað mér brá þegar ég leit í spegil ahahha, við getum bara sagt að ég hafi lytið betur út en á þessum degi. Síðan lendi ég á JFK haltrandi með heimþrá og labba á eitthvað sjónvarp sem var þarna og fæ kúlu á hausinn sem blæddi úr. Svo til að toppa þetta þá var ég ekki með húslykla með mér þar sem þeir urðu eftir á íslandi hahahahaha. En kvíðið ekki, ég fór að láta gera nýja lykla stuttu eftir ég kom, en svona semsagt byrjaði þetta ágætis ár.

Ég er síðan búin að hitta heiðdísi og við fórum á eitthvern mexíkanskan stað og fengum svo mikinn mat að það myndi duga til að fæða heila þjóð án gríns. Mjög gaman að því, þegar ég kom á veitingarstaðin sest ég niður og bíð eftir henni við borðið en fyndna var að hún sat annarstaðar á staðnum að bíða eftir mér hahaha. Síðan er ég líka buin að fara á safn sem heitir MET það var rosa fínt, þarf alveg hundrað prósent að fara með afa þangað. Fór líka til long island sem er svo steikt hvað það er aaaallt öðru vísi heldur en á manhattan!! það eru venjuleg hús og eitthvað þægilegra við það! Svo er ég að fara til washington næstu helgi en ég segi ykkur frá því þá!

Síðan núna á föstudaginn flaug mamma hingað í borgina og var fram á sunnudag! :D

Ég fór á hótelið til hennar um 19.00 leytið og við fórum út að borða á stað sem var rétt hjá. Síðan fórum við uppá hótel og mamma hafði komið með svona litabók með svona myndum sem eru með geðveikt mikið af mynstri, æ þið skiljið hvað á ég við, og ég hef alltaf hugsað að ég myndi aldrei hafa þolinmæðina í að fylla inní eitthverja svona reyti og sama sagan á við mömmu, en síðan festumst við alveg í þessu og gleymdum okkur alveg í að lita í eitthverja litabók hahahaha og ég kláraði eina mynd á þeim tíma sem hún var hér og hún eina.. magnað! Svo horfðum við bara á bíómynd og fórum að sofa.


Á laugardaginn fórum við síðan í morgunverð og síðan löbbuðum við í spa og fórum í klukkutíma langt nudd, váá hvað líkaminn minn hafði gott af því!! Þetta var mjöööög nice og svo löbbuðum við út alveg dasaðar hahaha. Síðan fórum við og keyptum miða á Aladin á broadway fyrir kvöldið!

Að því loknu fórum við út að versla! Eins leiðinlegt og mér finnst að ráfa um búðir var bara rosa nice og ég fann buxur, því mig vantaði buxur :D

Svo höfðum við það baara huggulegt og fórum á kínverskan stað og svo aðeins uppá hótel þar sem við héldum áfram að lita í þessa litabók hahahah. Síðan förum við út og fáum okkur bara forrétt til að deila og þetta var svo stórt að við kláruðum ekki einu sinni, ekki skrýtið að ameríka sé feit þjóð, nei ég segi svona.

Svo fórum við að sjá Aladin og það var sjúkt!! Ekkert smááá flott leikmynd og ljósin og bara öll vinnan sem fór í þetta, og leikararnir og dansararnir auðvitað. Held besti parturinn þegar þarna andinn sagði síðan "cash me ousside how about dat" það var mjög gott. Fengum okkur drykk svo nú á ég fleirii glös, maður þarf neflilega að kaupa glös til að meiga taka drykkinn með sér í sætin og ég elska að eiga glös uppi í herberginu mínu til að þurfa ekki að labba niður til að ná mér í glas, hámark letinnar. Allavegna þetta var snilldar show! Svo fórum við uppá hótel og kveiktum á bíómynd og ég var sofnuð eftir svona 10 mínútur hahaha.

Á sunnudaginn vöknuðum við síðan og fórum í morgunmat og heyrðum í pabba og afa. Héldum áfram að klára þessar myndir okkar í litabókinni, þetta tók ekkert smá langan tíma að gera eina mynd baha!! Svo fórum við út og í eithverja svona partýbúð þar sem það er eitthvað rosa búningaæði í vinnunni hennar mömmu á öskudaginn svo við vorum að skoða það sem til var af búningum!

Svo fórum við á ripleys belive it or not safnið, elska svoleiðis söfn án gríns hahah. Vorum eins og 10 ára krakkar að taka myndir við allt. Og vorum með troðfulla bakpoka þar sem við vorum bunar að tjekka útaf hótelinu, en það var allt í lagi!

Síðan fórum við og fengum okkur að borða og fórum síðan í bíó á mynd sem mig minnir að heiti Sting, eitthver gaur með 23 persónuleika.

Svo var heimsókn móður minnar í New york ekki lengri að þessu sinni svo ég rölti með henni að finna taxa og hún fór út á flugvöll með söknuð í brjósti til uppáhaldsdóttur sinnar, djók. Maður fær samt alltaf vott að heimþrá þegar maður er búin að fá heimsókn en þetta styttist!

En þetta var snilldar heimsókn! Sjáumst eftir 25 daga woho :D <3

Likes

Comments

Jæja núna er kominn 16.janúar sem þýðir að haustönnin sé búin og núna á morgun byrjar vorönninn, mjög steikt system, kom aftur 1.jan og byrjaði í skólanum síðan og þá var enþá haustönn fyrstu 2 vikurnar af árinu. Ég er alveg spennt að byrja nýja önn og læra nýja hluti! Eins og til dæmis ég er núna búin með west african og fer í tap í staðinn (það verður eitthvað...) og svo er ég í spuna, yoga sem er líka nýtt á stundartöflunni og svo ballet, horton og graham afrám. Mun samt alveg sakna west african því það voru mjög skemmtiegir tímar!!

Og mér finst við hæfi að láta ykkur vita að ég fékk nýjan síma í jólagjöf svo nú mun ég ekki kvarta framar vegna gamla símans og ég get sett inn myndir hahaha!

En í frekari fréttum; þá kom pabbi í heimsókn til mín núna á föstudaginn og fór á sunnudaginn. Sjúklega gaman að fá hann í heimsókn!!! Hann lenti þegar ég var enþá í skólanum en við hittumst í gatinu mínu og fórum á eitthvern sushi stað rétt hjá skólanum mínum og síðan á starbucks, og síðan fór ég í skólann til hálf 5.

Síðan eftir skóla fór ég á hótelið til pabba þar sem mín beið fullur bónuspoki af harðfiski og söli þannig við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði svöng næstu vikurnar hahah! Síðan fórum við út að borða og höfðum bara mega huggulegt en það voru svo mikil læti á þessm stað að við færðum okkur síðan bara á hótelbarinn þegar við kláruðum að borða sem var sjúklega nice! Síðan fór ég útá lestarstöð og fór heim að sofa.

Svo á laugardaginn vöknðum við snemma og ég fór til pabba og við fórum og fengum okkur brunch á eitthverjum írskum stað sem var í nágrenninu við hótelið hans pabba. Þar á eftir fórum við í lestinni aðeins ofar á manhattan og fórum á kaffihús og síðan í miðasöluna á chicago og keyptum okkur miða fyrir kvöldið! :D Síðan gengum við í svona hálftíma að bryggju og fórum í 2,5 klst siglingu í kringum manhattan, það var reyndar alveg skítakuldi svo við sátum inní bátnum mest allan tíman sem var samt mjög fínt því það voru risa gluggar svo maður sá allt! Ógeðslega gaman að sjá svona alskyns staði sem ég vissi ekkert um og svo var líka skemmtilegur kall sem útskýrði allt sem við silgdum framhjá og síðan þegar siglingin var að klárast spilaði hann "new york new york" með Frank Sinatra í mígrafóninn svo það var ákveðin stemmnig haha!

Eftir siglinguna tókum við eftir þessu risastóra herskipi sem er safn um flugvélar úr WW2 og geiminn og alskyns þannig dót- þannig við þangað! Minnir að þetta skip hét Intrepid. Það var rosa gaman fanst mér og síðan fórum við í svona "tour" um geim safnið með 4 örðu fólki og eitthverjum gaur sem var að kynna þetta, þó svo að ég held að pabbi minn hafi nú bara vitað meira um þetta allt saman en mér fanst samt mjög gaman. Það var líka ógeðslega gaman að einum svona 11 ára strák sem var með í þessum tour sem spurði endalausra spurninga, meðal annars hvernig það færi fram að fara á klósettið í geimnum hahaha.. Síðan fór ég og pabbi að skoða kafbátinn þarna og flugvélar en svo var lokað safninu kl 5.

Þegar kl var orðin 5 og safninu var lokað voru enþá 3 klukkutímar í að sýninguna sem við vorum að fara á svo við fórum á svaka nice veitingastað, ég held það var ítalskur staður og borðum í rólegheitunum. Fengum okkur djúpsteiktan smokkfisk í forrétt, og svo fisk í aðallrétt og svo eitthverja súkkulaði bombu í eftirrétt og með fylgdi auðvitað nóg að hvítvíni hahaha. Og persónugreindum fólk sem var að sitjast á borðin við hliðinni á okkur hahaha..

Eftir matinn fórum við síðan að reyna að finna eitthvern bar sem við gætum setið inná á meðan við biðum eftir að sýningin myndi hefjast en það vara allt svo troðið að við enduðum bara á að fara á starbucks og svo fórum við á Chicago!! Án efa mesta snilldar sýning sem ég hef séð það var svo gaman!!!!! Mátti reyndar ekki taka myndir en ég er sek að hafa tekið smá myndir hehehe..

Eftir sýninguna fórum við síðan á hótelbarinn þar sem pabbi gisti og fengum okkur drykk og chilluðum aðeins! Síðan fór ég í lestina heim og pabbi upp að sofa!

Síðan kom ég snemma uppá hótel á sunnudagsmorgninum og við fengum okkur morgunmat, skoðuðum aðeins í kringum hótelið en enduðum á að borða bara á hótelinu sjálfu sem var rosa fint! Síðan fórum við uppá hótelherbergið og pöntuðum flugmiða fyrir mig til íslands í mars!!!! Ég er svo speeeennnnnnt!!!!! Verð þá á íslandi á afmælinu mínu!! :D En já allalvegna siðan bara gekk pabbi frá dótinu sínu og við fórum út á flugvöll! Hann var að fara til nigaragua eða hvernig sem það er nú skrifað og fór á flugvöll sem heitir LaGuardia sem ég hef aldrei komið á áður fyrr enn þarna í gær! Svo kvöddumst við þar og ég fór að reyna að finna út hvernig í anskotanum ég kæmist aftur til manhattan þaðan hahahhaa. Ég endaði á að fara í eitthvern strætó en fór svo út úr honum og fann lestarstöð í staðinn því ég kann bókstaflega ekkert á strætóana hérna úti hahaha.

Síðan þegar ég kom heim steinrotaðist ég til svona 4 og fór síðan að hitta stelpurnar og fórum í bíó á Lala Land sem var mjög gaman! :D

Núna er ég í fríi í dag (mánudagur) því það er Martin Luther king day þannig ég þarf að fara að rífa mig í gang að þrífa og kaupa tap skó fyrir nýju önnina! En klukkan er ekki nema 12:30 svo ég er ekki í neinu stressi!

Þetta var allavegna snilldar heimsókn að fá pabba og svo ætlar móðir mín að koma í febrúar!


Likes

Comments

Nú kemur loksins blogg sem ég get sett fullt af myndum með því mamma og gunnar bróðir komu í heimsókn til mín núna fimmtudagskvöldið seinasta og fóru núna í dag (sunnudag) (þetta var thanksgiving fríið mitt) og eins og við flest vitum þá er mamma mín mjög dugleg að taka myndir svo ég á loksins eitthverjar myndir, ooog gæðin úr símanum hennar eru mun betri en úr draslinu mínu hahah!

Allavegna! Við gerðum sjúklega mikið og vorum algjörir túristar og borðuðum svo mikið af góðum mat að ég er örugglega orðin svona 100 kg.

Á fimmtudaginn fór ég áður en þau komu í íbúðina sem þau voru að gista í (íbúðin hennar heiðdísar sem ég bjó í þarna áður en ég flutti í mína :D ) og lét þau ekki vita þannig þau vissu ekki af mér þegar þau komu :D. Klukkan var orðin of margt til að fara að gera eitthvað mikið svo við löbbuðum aðeins í hverfinu og fundum veitingarstað og fengum okkur að borða og svo sjúúklega góða súkkulaðiköku í eftirrétt. Var búin að gleyma hvernig það er að borða með bróður mínum... ég fæ svona helminginn af matnum mínum hahahaha, því hann stelur alltaf endalaust af disknum manns. Síðan fórum við aftur uppí íbúð og ég ákvað þá bara að gista þar og gerði það síðan bara allar næturnar í staðinn fyrir að fara heim sem var bara mega nice!

Svo á föstudaginn vöknuðum við eldsnemma og fórum í lestina og fórum á American museum of natural history. Snilldar safn og við eyddum svona 5 klukkutímum þar, aðallega því gunnar þurfti að skoða alla fugla og steina sem ég held að var bara til að pirra mig hahahaha. Ég skemmti mér samt alveg mjög vel og þrátt fyrir að þetta var í þriðja sinn sem ég fer þangað en samt fanst mér ég vera að sjá flest allt í fyrsta skiptið haha! Svo fórum við útaf safninu og gengum um og fórum í Central Park og gengum um þar sem var sjúklega fallegt því það eru svo flottir haustlitir! Algjör bömmer að síminn hennar mömmu drap á sér þarna þannig það eru engar myndir af því! En þið getið bara ímindað ykkur :D

Svo fórum við á times squere og fórum á veitingarstað sem heitir Apple bees minnir mig og borðuðum og höfuðum það kósí og fórum síðan í bíó á mynd sem heitir Arrival. Svo fórum við heim og höfðum það huggulegt!


Laugardaginn vöknðum við aftur snemma og fórum á rockefeller center og fórum upp á top of the rock sem var geggjað, hef aldrei gert það áður og það er eiginlega bara miklu skemmtilegra heldur en að fara í empire state building því maður sér miklu betur allt finnst mér! Hringdum í afa uppá toppnum og settum hann á speaker phone svo nú hefur hann talað þarna uppi, svo þegar hann fer með mér þarna upp eitthverntímann hefur röddin hans komið þangað fyrst! Síðan fórum við í NBC búðina og mamma er komin með mjög mikið æði fyrir Friends þáttunum svo henni fanst fátt meira heillandi en að sjá allar þessar friends vörur sem þarna voru seldar hahah.

Eftir það fórum við síðan á vaxmyndasafn sem heitir Madame Tussauds sem var sjúklega gaman!! Og mamma varð mjög glöð að sja Jennifer Aniston þar sem hún er orðin mikill aðdáandi hennar efitr að hafa fengið þetta friends æði haha! :D En við söknuðum samt Johnny Depp en hann var í viðgerð sagði eitthver sem var að vinna þarna þegar mamma spurði hvar hann væri eiginlega haha. Síðan fórum við í lestina heim til mín og ég sýndi þeim heimilið mitt og löbbuðum síðan aðeins um í hverfinu mínu og fórum á kaffihús.

Að því loknu fórum við í lestina og ætluðum upp í íbúð en ég klikkaði á hvenær við ættum að skipta um lest þannig við fórum aðeins of langt í fyrri lestinni sem var svona líka mikil snilld því við enduðum þá í China Town sem var bara alls ekkert planið en er mjög glöð að ég ruglaðist því þetta var frábært! Gengum aðeins í China Town og fórum síðan í Little Italy og fórum á veitingarstað þar sem mér fannst bara helvíti fínn en Gunnar mun segja að hann hafi verið ógeð. Svo gengum við meira um í little italy og china town og skoðuðum allskyns skrýtnar búðir og bara höfðum gaman! Svo fórum við á lítið kaffihús í china town.Síðan fórum við heim og horfðum á bíómyndir og steinrotuðumst síðan!

Núna í dag vöknðum við síðan og fengum okkur morgunmat í rólegheitunum, og tókum allt saman og fórum í lestina heim til mín með fullt af dóti sem ég hafði gleymt heima og þau komu með hingað til mín og skiluðum dótinu hingað! Síðan tókum við lestina niður í Soho og gengum um og fórum á mexínanskan veitingarstað og fengum okkur síðan svooo góðan eftirrétt. Síðan gengum við aftur að lestarstöðinni minni og þau hoppuðu upp í taxa og fóru út á flugvöll. Svo leiðinlegt að kveðja og þurfa að fara aftur í sína rútínu en hughreysti mig við það að ég komi heim í jólafrí eftir bara 20 daga!! :D Þetta var allavegna snilldar heimsókn og ég er ábyggilega að gleyma að segja frá eitthverju því við gerðum svo mikið!! :D

Likes

Comments

9.nóvember;

Þetta var nú meiri dagurinn! Í gærkvöldi sem sagt byrjuðu forsetakosningar og margar fréttir um hryðjuverkjarárásar hótanir á borgina, þar sem Hillary og Trump voru nú bæði hérna í New York! Ég fylgdist aðeins með en steinrotaðast áður en klárað var að telja.

Oooog svo vaknaði ég í dag rétt fyrir 6 eitthverja hluta vegna og leyt á símann minn, og vá hah.. Donald Trump orðin forseti og bókstafla allir á taugum, skiljanlega auðvitað. Það var allt sjúklega off við þennan dag og það var eitthvað svo skrýtinn tilfinning yfir borginni, þetta var mjög sérstakt, það var líka bara mjög grátt úti sem svona undirstrikaði allt. Jæja, síðan mætti ég í skólann.. váááá hvað það var klikkað að vera í skóla í bandaríkjunum á þessum degi, held þetta sé dagur sem maður gleymir seint! Fullt af fólki grét- og bókstaflega á meðan ég var í skólanum frá 8-4:30 var þetta eina umræðuefnið. Það er náttúrlega ekkert skrýtið því allt þetta fólk í skólanum er núna með forseta sem er virkilega bara með hálfan heila. Þetta var samt alveg frekar fræðandi dagur því maður lærði svo mikið nýtt í pólitík því maður hlustaði á svo marga tala um þetta allt saman. Held við séum ófá sem spáum því að maðurinn verði skotinn, eða gerð tilraun til þess... og svo segir maður djók, og allir hvísla síaðn "samt ekki djók". Nei djók þetta er ljótt en þið vitið hvert ég er að fara með þetta... Svo er það orðinn voða vinsæll brandari hjá okkur sem erum international að segja að nú sé kominn tími á að flytja aftur til evrópu hahaha.

Í öðrum fréttum, eins og margir vita er ég líklega eina manneskjan á þessari jörðu sem hafði aldrei dottið inní að horfa á friends þættina, ég prófaði að byrja um daginn en entist ekki nema svona 3 þætti. En viti menn krakkar mínir, mamma mín var víst að klára þetta og sagði þetta vera svona líka rosalega skemmtilegt þannig ég ákvað að gefa þessu annan sjéns og ég er orðin alveg hooked hahaha!

12.nóvember

Núna á fimmtudaginn fór ég með Heiðdísi föðursystur út að borða! :D Fengum okkur Thai food og ég var svo södd að ég held ég hefði ælt hefði ég tekið annan bita, en ég á nóg eftir inní ískáp þökk sé þessari frábæru frænku!

Svo núna í dag á hann Gunnar bróðir 23 ára afmæli! Ég veit hann saknar auðvitað uppáhalds systur sinnar rosalega mikið, can you blame him hehe! En það vill svona líka skemmtilega til að hann og móðir mín ætla að kíkja til mín í borgina yfir þakkargjörðarhátíðinna sem er núna eftir 2 vikur! Held þau verði í ca 4 daga! þá hlýýýt ég að geta sett eitthverjar myndir inná þessa blogg síðu. Ég kenni símanum um að eg sé bara búin að taka svona 10 myndir síðan ég flutti hingað hahahaha.....

Svo í dag fór ég á leiksýningu hjá Kareni vinkonu minni sem er í skóla hérna sem heitir UNIS, þetta var sjúklega flott hjá þeim og mjög áhugavert! Síðan eftir sýninguna fór ég í strætó í staðin fyrir lestarnar í fyrsta skipti síðan ég flutti hingað, það var mega nice að horfa út en það tók samt mun lengri tíma en lestarnar, en mæli með ef maður er ekki að flýta sér neitt!

Vikan

Þessi vika leið sjúklega hratt, finst eitthvað svo skrýtið við að þetta sé lífið mitt fattiði, að það sé núna normið að vakna hérna í útlandinu og labba í lestarnar og fara í skólann en ekki vakna heima á skjólbraut og fara uppí listdansskóla og bomba mér svo í vinnunna hahah! Myndi nú ekkert kvarta ef eg gæti tekið vaktir hérna úti fyrir auka pening, en það er víst ólöglegt.. Svo er ég líka búin að taka eftir því hvað ég er byrjuð að labba sjúklega hratt síðan ég flutti hingað, sérstaklega ef ég er ein hahah, og líka hvað blá augu eru eitthvað voða töff hérna. Maður hafði aldrei pælt í því, því heima á klakanum eru svo margir með blá augu en hérna er það eitthvað rosa sjaldgjæft greinilega því kallar á götunum þurfa alltaf að skjóta inn eitthverju "hey nice eyes" takk vinur.

Algjör snilld samt að núna er helgarfrí og svo bara þrír dagar í skólanum og svo aftur helgarfrí! Því það er frí á fimmtudag og föstudag því það er thanksgiving! Verð að segja ég elska svona amerískt dæmi sem fólk tekur sér frí á eins og þakkargjörðarhátíðin, columbus dau og allir þessir dagar því við útlendingarnir hérna sem höldum ekkert uppá þetta erum að fá frí bara svona að því bara skiljiði hahaha!

19.nóvember

Í dag vaknaði ég og netið heima lá niðri, vissi ekki að ég væri svona rosalega aðgerðarlaus án netflix bahaha. Ég hékk í ræktinni heillengi eftir ég kláraði og tók langa sturtu þar bara ´því ég hafði ekkert sérstakt að gera þegar ég kæmi heim, hefði kannski átt að fara í laundromat... jæja of seint fyrir það núna! En netið er komið aftur á núna!

Síðan fór ég í lestina heim til Karenar og boraði þar með fjölskyldunni þeirra þorsk og síðan fórum við í New york city center að sjá netherland dans theater (NDT) ! Er mjög þakklát að þau buðu mér á þetta því þetta var aaaaaalgjör snilld! Væri svo til í að vera í þessum flokki.... a girl can dream.... Þetta var alveg heillangt show, 2 hlé! Held þetta var ca 3 klst eða eitthvað og svo sjúklega flott!! Svo hitti ég svona hálfan skólann minn þarna hahahha, allir að fara á þessa sýningu. Svo fórum við í lestina eftir sýninguna og þegar ég var að labba heim frá lestarstöðinni var svona líka viðbjóðsleg rigning sem leið svoldið eins og haglíel, grjót harðir dropar. Þannig ég hljóp heim og kom hingað rennandi blaut, en snilldar kvöld samt sem áður!

Held það sé ekkert meira að segja þannig bara þangað til næst og sjáumst eftir 1 mánuð !!!!! :D

Likes

Comments