View tracker

Jæja núna er kominn 16.janúar sem þýðir að haustönnin sé búin og núna á morgun byrjar vorönninn, mjög steikt system, kom aftur 1.jan og byrjaði í skólanum síðan og þá var enþá haustönn fyrstu 2 vikurnar af árinu. Ég er alveg spennt að byrja nýja önn og læra nýja hluti! Eins og til dæmis ég er núna búin með west african og fer í tap í staðinn (það verður eitthvað...) og svo er ég í spuna, yoga sem er líka nýtt á stundartöflunni og svo ballet, horton og graham afrám. Mun samt alveg sakna west african því það voru mjög skemmtiegir tímar!!

Og mér finst við hæfi að láta ykkur vita að ég fékk nýjan síma í jólagjöf svo nú mun ég ekki kvarta framar vegna gamla símans og ég get sett inn myndir hahaha!

En í frekari fréttum; þá kom pabbi í heimsókn til mín núna á föstudaginn og fór á sunnudaginn. Sjúklega gaman að fá hann í heimsókn!!! Hann lenti þegar ég var enþá í skólanum en við hittumst í gatinu mínu og fórum á eitthvern sushi stað rétt hjá skólanum mínum og síðan á starbucks, og síðan fór ég í skólann til hálf 5.

Síðan eftir skóla fór ég á hótelið til pabba þar sem mín beið fullur bónuspoki af harðfiski og söli þannig við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði svöng næstu vikurnar hahah! Síðan fórum við út að borða og höfðum bara mega huggulegt en það voru svo mikil læti á þessm stað að við færðum okkur síðan bara á hótelbarinn þegar við kláruðum að borða sem var sjúklega nice! Síðan fór ég útá lestarstöð og fór heim að sofa.

Svo á laugardaginn vöknðum við snemma og ég fór til pabba og við fórum og fengum okkur brunch á eitthverjum írskum stað sem var í nágrenninu við hótelið hans pabba. Þar á eftir fórum við í lestinni aðeins ofar á manhattan og fórum á kaffihús og síðan í miðasöluna á chicago og keyptum okkur miða fyrir kvöldið! :D Síðan gengum við í svona hálftíma að bryggju og fórum í 2,5 klst siglingu í kringum manhattan, það var reyndar alveg skítakuldi svo við sátum inní bátnum mest allan tíman sem var samt mjög fínt því það voru risa gluggar svo maður sá allt! Ógeðslega gaman að sjá svona alskyns staði sem ég vissi ekkert um og svo var líka skemmtilegur kall sem útskýrði allt sem við silgdum framhjá og síðan þegar siglingin var að klárast spilaði hann "new york new york" með Frank Sinatra í mígrafóninn svo það var ákveðin stemmnig haha!

Eftir siglinguna tókum við eftir þessu risastóra herskipi sem er safn um flugvélar úr WW2 og geiminn og alskyns þannig dót- þannig við þangað! Minnir að þetta skip hét Intrepid. Það var rosa gaman fanst mér og síðan fórum við í svona "tour" um geim safnið með 4 örðu fólki og eitthverjum gaur sem var að kynna þetta, þó svo að ég held að pabbi minn hafi nú bara vitað meira um þetta allt saman en mér fanst samt mjög gaman. Það var líka ógeðslega gaman að einum svona 11 ára strák sem var með í þessum tour sem spurði endalausra spurninga, meðal annars hvernig það færi fram að fara á klósettið í geimnum hahaha.. Síðan fór ég og pabbi að skoða kafbátinn þarna og flugvélar en svo var lokað safninu kl 5.

Þegar kl var orðin 5 og safninu var lokað voru enþá 3 klukkutímar í að sýninguna sem við vorum að fara á svo við fórum á svaka nice veitingastað, ég held það var ítalskur staður og borðum í rólegheitunum. Fengum okkur djúpsteiktan smokkfisk í forrétt, og svo fisk í aðallrétt og svo eitthverja súkkulaði bombu í eftirrétt og með fylgdi auðvitað nóg að hvítvíni hahaha. Og persónugreindum fólk sem var að sitjast á borðin við hliðinni á okkur hahaha..

Eftir matinn fórum við síðan að reyna að finna eitthvern bar sem við gætum setið inná á meðan við biðum eftir að sýningin myndi hefjast en það vara allt svo troðið að við enduðum bara á að fara á starbucks og svo fórum við á Chicago!! Án efa mesta snilldar sýning sem ég hef séð það var svo gaman!!!!! Mátti reyndar ekki taka myndir en ég er sek að hafa tekið smá myndir hehehe..

Eftir sýninguna fórum við síðan á hótelbarinn þar sem pabbi gisti og fengum okkur drykk og chilluðum aðeins! Síðan fór ég í lestina heim og pabbi upp að sofa!

Síðan kom ég snemma uppá hótel á sunnudagsmorgninum og við fengum okkur morgunmat, skoðuðum aðeins í kringum hótelið en enduðum á að borða bara á hótelinu sjálfu sem var rosa fint! Síðan fórum við uppá hótelherbergið og pöntuðum flugmiða fyrir mig til íslands í mars!!!! Ég er svo speeeennnnnnt!!!!! Verð þá á íslandi á afmælinu mínu!! :D En já allalvegna siðan bara gekk pabbi frá dótinu sínu og við fórum út á flugvöll! Hann var að fara til nigaragua eða hvernig sem það er nú skrifað og fór á flugvöll sem heitir LaGuardia sem ég hef aldrei komið á áður fyrr enn þarna í gær! Svo kvöddumst við þar og ég fór að reyna að finna út hvernig í anskotanum ég kæmist aftur til manhattan þaðan hahahhaa. Ég endaði á að fara í eitthvern strætó en fór svo út úr honum og fann lestarstöð í staðinn því ég kann bókstaflega ekkert á strætóana hérna úti hahaha.

Síðan þegar ég kom heim steinrotaðist ég til svona 4 og fór síðan að hitta stelpurnar og fórum í bíó á Lala Land sem var mjög gaman! :D

Núna er ég í fríi í dag (mánudagur) því það er Martin Luther king day þannig ég þarf að fara að rífa mig í gang að þrífa og kaupa tap skó fyrir nýju önnina! En klukkan er ekki nema 12:30 svo ég er ekki í neinu stressi!

Þetta var allavegna snilldar heimsókn að fá pabba og svo ætlar móðir mín að koma í febrúar!


Likes

Comments

Nú kemur loksins blogg sem ég get sett fullt af myndum með því mamma og gunnar bróðir komu í heimsókn til mín núna fimmtudagskvöldið seinasta og fóru núna í dag (sunnudag) (þetta var thanksgiving fríið mitt) og eins og við flest vitum þá er mamma mín mjög dugleg að taka myndir svo ég á loksins eitthverjar myndir, ooog gæðin úr símanum hennar eru mun betri en úr draslinu mínu hahah!

Allavegna! Við gerðum sjúklega mikið og vorum algjörir túristar og borðuðum svo mikið af góðum mat að ég er örugglega orðin svona 100 kg.

Á fimmtudaginn fór ég áður en þau komu í íbúðina sem þau voru að gista í (íbúðin hennar heiðdísar sem ég bjó í þarna áður en ég flutti í mína :D ) og lét þau ekki vita þannig þau vissu ekki af mér þegar þau komu :D. Klukkan var orðin of margt til að fara að gera eitthvað mikið svo við löbbuðum aðeins í hverfinu og fundum veitingarstað og fengum okkur að borða og svo sjúúklega góða súkkulaðiköku í eftirrétt. Var búin að gleyma hvernig það er að borða með bróður mínum... ég fæ svona helminginn af matnum mínum hahahaha, því hann stelur alltaf endalaust af disknum manns. Síðan fórum við aftur uppí íbúð og ég ákvað þá bara að gista þar og gerði það síðan bara allar næturnar í staðinn fyrir að fara heim sem var bara mega nice!

Svo á föstudaginn vöknuðum við eldsnemma og fórum í lestina og fórum á American museum of natural history. Snilldar safn og við eyddum svona 5 klukkutímum þar, aðallega því gunnar þurfti að skoða alla fugla og steina sem ég held að var bara til að pirra mig hahahaha. Ég skemmti mér samt alveg mjög vel og þrátt fyrir að þetta var í þriðja sinn sem ég fer þangað en samt fanst mér ég vera að sjá flest allt í fyrsta skiptið haha! Svo fórum við útaf safninu og gengum um og fórum í Central Park og gengum um þar sem var sjúklega fallegt því það eru svo flottir haustlitir! Algjör bömmer að síminn hennar mömmu drap á sér þarna þannig það eru engar myndir af því! En þið getið bara ímindað ykkur :D

Svo fórum við á times squere og fórum á veitingarstað sem heitir Apple bees minnir mig og borðuðum og höfuðum það kósí og fórum síðan í bíó á mynd sem heitir Arrival. Svo fórum við heim og höfðum það huggulegt!


Laugardaginn vöknðum við aftur snemma og fórum á rockefeller center og fórum upp á top of the rock sem var geggjað, hef aldrei gert það áður og það er eiginlega bara miklu skemmtilegra heldur en að fara í empire state building því maður sér miklu betur allt finnst mér! Hringdum í afa uppá toppnum og settum hann á speaker phone svo nú hefur hann talað þarna uppi, svo þegar hann fer með mér þarna upp eitthverntímann hefur röddin hans komið þangað fyrst! Síðan fórum við í NBC búðina og mamma er komin með mjög mikið æði fyrir Friends þáttunum svo henni fanst fátt meira heillandi en að sjá allar þessar friends vörur sem þarna voru seldar hahah.

Eftir það fórum við síðan á vaxmyndasafn sem heitir Madame Tussauds sem var sjúklega gaman!! Og mamma varð mjög glöð að sja Jennifer Aniston þar sem hún er orðin mikill aðdáandi hennar efitr að hafa fengið þetta friends æði haha! :D En við söknuðum samt Johnny Depp en hann var í viðgerð sagði eitthver sem var að vinna þarna þegar mamma spurði hvar hann væri eiginlega haha. Síðan fórum við í lestina heim til mín og ég sýndi þeim heimilið mitt og löbbuðum síðan aðeins um í hverfinu mínu og fórum á kaffihús.

Að því loknu fórum við í lestina og ætluðum upp í íbúð en ég klikkaði á hvenær við ættum að skipta um lest þannig við fórum aðeins of langt í fyrri lestinni sem var svona líka mikil snilld því við enduðum þá í China Town sem var bara alls ekkert planið en er mjög glöð að ég ruglaðist því þetta var frábært! Gengum aðeins í China Town og fórum síðan í Little Italy og fórum á veitingarstað þar sem mér fannst bara helvíti fínn en Gunnar mun segja að hann hafi verið ógeð. Svo gengum við meira um í little italy og china town og skoðuðum allskyns skrýtnar búðir og bara höfðum gaman! Svo fórum við á lítið kaffihús í china town.Síðan fórum við heim og horfðum á bíómyndir og steinrotuðumst síðan!

Núna í dag vöknðum við síðan og fengum okkur morgunmat í rólegheitunum, og tókum allt saman og fórum í lestina heim til mín með fullt af dóti sem ég hafði gleymt heima og þau komu með hingað til mín og skiluðum dótinu hingað! Síðan tókum við lestina niður í Soho og gengum um og fórum á mexínanskan veitingarstað og fengum okkur síðan svooo góðan eftirrétt. Síðan gengum við aftur að lestarstöðinni minni og þau hoppuðu upp í taxa og fóru út á flugvöll. Svo leiðinlegt að kveðja og þurfa að fara aftur í sína rútínu en hughreysti mig við það að ég komi heim í jólafrí eftir bara 20 daga!! :D Þetta var allavegna snilldar heimsókn og ég er ábyggilega að gleyma að segja frá eitthverju því við gerðum svo mikið!! :D

Likes

Comments

9.nóvember;

Þetta var nú meiri dagurinn! Í gærkvöldi sem sagt byrjuðu forsetakosningar og margar fréttir um hryðjuverkjarárásar hótanir á borgina, þar sem Hillary og Trump voru nú bæði hérna í New York! Ég fylgdist aðeins með en steinrotaðast áður en klárað var að telja.

Oooog svo vaknaði ég í dag rétt fyrir 6 eitthverja hluta vegna og leyt á símann minn, og vá hah.. Donald Trump orðin forseti og bókstafla allir á taugum, skiljanlega auðvitað. Það var allt sjúklega off við þennan dag og það var eitthvað svo skrýtinn tilfinning yfir borginni, þetta var mjög sérstakt, það var líka bara mjög grátt úti sem svona undirstrikaði allt. Jæja, síðan mætti ég í skólann.. váááá hvað það var klikkað að vera í skóla í bandaríkjunum á þessum degi, held þetta sé dagur sem maður gleymir seint! Fullt af fólki grét- og bókstaflega á meðan ég var í skólanum frá 8-4:30 var þetta eina umræðuefnið. Það er náttúrlega ekkert skrýtið því allt þetta fólk í skólanum er núna með forseta sem er virkilega bara með hálfan heila. Þetta var samt alveg frekar fræðandi dagur því maður lærði svo mikið nýtt í pólitík því maður hlustaði á svo marga tala um þetta allt saman. Held við séum ófá sem spáum því að maðurinn verði skotinn, eða gerð tilraun til þess... og svo segir maður djók, og allir hvísla síaðn "samt ekki djók". Nei djók þetta er ljótt en þið vitið hvert ég er að fara með þetta... Svo er það orðinn voða vinsæll brandari hjá okkur sem erum international að segja að nú sé kominn tími á að flytja aftur til evrópu hahaha.

Í öðrum fréttum, eins og margir vita er ég líklega eina manneskjan á þessari jörðu sem hafði aldrei dottið inní að horfa á friends þættina, ég prófaði að byrja um daginn en entist ekki nema svona 3 þætti. En viti menn krakkar mínir, mamma mín var víst að klára þetta og sagði þetta vera svona líka rosalega skemmtilegt þannig ég ákvað að gefa þessu annan sjéns og ég er orðin alveg hooked hahaha!

12.nóvember

Núna á fimmtudaginn fór ég með Heiðdísi föðursystur út að borða! :D Fengum okkur Thai food og ég var svo södd að ég held ég hefði ælt hefði ég tekið annan bita, en ég á nóg eftir inní ískáp þökk sé þessari frábæru frænku!

Svo núna í dag á hann Gunnar bróðir 23 ára afmæli! Ég veit hann saknar auðvitað uppáhalds systur sinnar rosalega mikið, can you blame him hehe! En það vill svona líka skemmtilega til að hann og móðir mín ætla að kíkja til mín í borgina yfir þakkargjörðarhátíðinna sem er núna eftir 2 vikur! Held þau verði í ca 4 daga! þá hlýýýt ég að geta sett eitthverjar myndir inná þessa blogg síðu. Ég kenni símanum um að eg sé bara búin að taka svona 10 myndir síðan ég flutti hingað hahahaha.....

Svo í dag fór ég á leiksýningu hjá Kareni vinkonu minni sem er í skóla hérna sem heitir UNIS, þetta var sjúklega flott hjá þeim og mjög áhugavert! Síðan eftir sýninguna fór ég í strætó í staðin fyrir lestarnar í fyrsta skipti síðan ég flutti hingað, það var mega nice að horfa út en það tók samt mun lengri tíma en lestarnar, en mæli með ef maður er ekki að flýta sér neitt!

Vikan

Þessi vika leið sjúklega hratt, finst eitthvað svo skrýtið við að þetta sé lífið mitt fattiði, að það sé núna normið að vakna hérna í útlandinu og labba í lestarnar og fara í skólann en ekki vakna heima á skjólbraut og fara uppí listdansskóla og bomba mér svo í vinnunna hahah! Myndi nú ekkert kvarta ef eg gæti tekið vaktir hérna úti fyrir auka pening, en það er víst ólöglegt.. Svo er ég líka búin að taka eftir því hvað ég er byrjuð að labba sjúklega hratt síðan ég flutti hingað, sérstaklega ef ég er ein hahah, og líka hvað blá augu eru eitthvað voða töff hérna. Maður hafði aldrei pælt í því, því heima á klakanum eru svo margir með blá augu en hérna er það eitthvað rosa sjaldgjæft greinilega því kallar á götunum þurfa alltaf að skjóta inn eitthverju "hey nice eyes" takk vinur.

Algjör snilld samt að núna er helgarfrí og svo bara þrír dagar í skólanum og svo aftur helgarfrí! Því það er frí á fimmtudag og föstudag því það er thanksgiving! Verð að segja ég elska svona amerískt dæmi sem fólk tekur sér frí á eins og þakkargjörðarhátíðin, columbus dau og allir þessir dagar því við útlendingarnir hérna sem höldum ekkert uppá þetta erum að fá frí bara svona að því bara skiljiði hahaha!

19.nóvember

Í dag vaknaði ég og netið heima lá niðri, vissi ekki að ég væri svona rosalega aðgerðarlaus án netflix bahaha. Ég hékk í ræktinni heillengi eftir ég kláraði og tók langa sturtu þar bara ´því ég hafði ekkert sérstakt að gera þegar ég kæmi heim, hefði kannski átt að fara í laundromat... jæja of seint fyrir það núna! En netið er komið aftur á núna!

Síðan fór ég í lestina heim til Karenar og boraði þar með fjölskyldunni þeirra þorsk og síðan fórum við í New york city center að sjá netherland dans theater (NDT) ! Er mjög þakklát að þau buðu mér á þetta því þetta var aaaaaalgjör snilld! Væri svo til í að vera í þessum flokki.... a girl can dream.... Þetta var alveg heillangt show, 2 hlé! Held þetta var ca 3 klst eða eitthvað og svo sjúklega flott!! Svo hitti ég svona hálfan skólann minn þarna hahahha, allir að fara á þessa sýningu. Svo fórum við í lestina eftir sýninguna og þegar ég var að labba heim frá lestarstöðinni var svona líka viðbjóðsleg rigning sem leið svoldið eins og haglíel, grjót harðir dropar. Þannig ég hljóp heim og kom hingað rennandi blaut, en snilldar kvöld samt sem áður!

Held það sé ekkert meira að segja þannig bara þangað til næst og sjáumst eftir 1 mánuð !!!!! :D

Likes

Comments

Jæja sælt verið fólkið. Pínu erfitt að trúa að það sé kominn nóvember!! Og meira að segja ein vika af nóvember búin? Mikið búið af þessari önn en samt nóg eftir..

Ég sit bara heima og missti af skóladegi í fyrsta skiptið síðan ég flutti hingað því ég er með eittthverja andskotans flensu og hita og er nokkuð viss um að ég sé að fara kasta upp, bara svona ef ykkur langaði í details hehe. Ég ætla samt að vona að ég vakni skárri og geti farið í skólan á morgun. Verð að segja, það er algjört þrot að búa einn þegar maður er lasinn því það er á þessum stundum sem maður þarf eitthvern til að vera með sér og dekra við mann, því maður verður svo lítill í sér hahaha. En ég hlýt að vera orðin betri á morun, ég verð neflilega aldrei veik!

Allavegnaaa, í seinustu viku fór ég í brunch með Karen vinkonu minni og fjöllunni hennar, frekar kósí sko! Síðan eftir það fór ég í rosa mission að komast í lestunum niður að wall street (sem er alveg neðst á manhattan og ég var svona fyrir miðju) þvi ég ætlaði að hitta stelpurnar þar og ná ferju sem fer með mann í Ikea á brooklyn. Ég hefði getað tekið bara eina lest og labbað en eitthvernveginn ákvað ég að gera mér erfiðara fyrir hahaha, tók eina lest að grand central og hljóp þaðan á time square og tók lestina þaðan, sú lest átti að vera express lest svo ég yrði fljótari en eins og ég hef örugglega sagt þá eru lestarnar asnalegar um helgar þannig hún keyrði local svo þetta sparaði mér engan tíma hahaha, en þetta tókst nú samt.

Djöfull var gaman að fara í Ikea án djóks þetta var bara nákvæmlega eins og að maður væri kominn heim! Ég keypti mér ekki neitt því mig vantar ekkert, fanst bara gaman að labba í gegn og liggja í rúmunum. Síðan fórum við auðvitað í kaffiteríuna og fengum okkur þessar frægu sænsku kjötbollur. Það var rosa grátt úti svo ef maður horfði út um gluggan var bara eins og að vera á íslandi.. fyrir utan það að maður sá frelsistyttuna útum gluggan.

Fyrr þennan dag hafði verið voða fínt veður svo við vorum ekkert vel klæddar en þegar við vorum að bíða úti eftir ferjunni voru þrumur og eldingar og GRENJANDI rigning, svona bókstaflega eins og að við stæðum inní sturtuklefa. Síðan var mission að komast í lestarnar og svona, en in the end var þetta bara mjög nice dagur!

Svo var náttúrulega halloween! Underage stelpan ykkar fór reyndar ekkert að djamma og fagna halloween, fór bara í bíó hahaha. En Það var rosa fyndið að vera í lestunum á kvöldin því maður sá fjöldan allan af fólki í búningum. Núna Þessa helgi reyndar tókst það reyndar að komast inná skemmtistað woho..

Allavegna, ég held það hafi ekkert annað gerst síðastliðnar tvær vikur svo ég ætla bara að halda áfram að horfa á netflix og vorkenna mér fyrir að vera veik :D vonandi verð ég orðin betri á morgun haha! :D 

oooog auðvitað fylgja engar myndir með þessu bloggi því ég hef ekki tekið eina einustu hahahah, verð að fara að byrja að taka myndir..

Likes

Comments

Þessi helgi var svo klárlega uppáhalds helgin mín af öllum síðan ég flutti hingað út!! Fékk heimsókn í fyrsta skiptið og þó að hún hafi verið rétt undir einum sólarhring þá var hún mjöööög vel metin og ég er svo glöð að hafa fengið að hitta pabba aðeins!!!! :D Hann vinnur semsagt ekki mikið á íslandi og ferðast mikið þannig hann ákvað að millilenda hérna og hitta uppáhalds dóttur sína áður en hann héldi áfram í vinnuferð!

Sem sagt á í gær (laugardeginum) þreyf ég allt og gerði þvottinn sem ég geri yfirleitt á sunnudögum og síðan eiginlega bara var ég bara inni í herbergi að bíða eftir að pabbi myndi lenda hahaha. Svo kom hann um kvöldið í gær svo ég tók lestina að hótelinu hans og við fórum á eitthvern mjög einkennilegan örugglega Japanskan stað eða eitthvað, erum ekki alveg viss hahaha. Þetta var eiginlega meira bara bar og pinnamatur frekar en veitingarstaður, sem var fínt! Við fengum okkur eitthverja kjúkklinga vængi og nóg af kokteilum og bjór. Það var mjööööög nice!! :D. Síðan fórum við í eitthverja búð og leytuðum að eitthverjum einum hlut í svona 20 mínutur örugglega bahah, veit ekki hvort það hafi verið bjórinn eða að hluturinn hafi bara verið á rosalega óljósum stað... Allavegna síðan fór ég í lestina heim og pabbi uppá hótel :D

Hér má sjá hversu hrikalega góð myndavélin á símanum mínum er ef það er dimmt bahahaha... Sullaði síðan vel yfir símann stuttu eftir þessa mynd.. en hann lifir enn!

Síðan í morgun kom pabbi hingað og ég sýndi honum íbúðina mína og svo fórum við í lestina að Grand Central og löbbuðum aðeins þar inni og fórum síðan á veitingarstaðinn sem María frænka og Andre fóru með mig á um daginn. Við pöntuðum okkur super nice brunch! Er nokkuð viss að yfir þennan sólarhring sem pabbi var hérna hafi ég borðað álíka mikið og ég geri á einni viku hehehe.

Svo löbbuðum við þaðan alla leið að skólanum mínum og við fórum þar inn og ég sýndi honum bygginguna :D. Síðan löbbuðum við í central park og röltum þar og bara nutum lífsins og fórum síðan og tiltum okkur og fengum hvítvín úr plastglösum, rosa fancy hahaha. Myndi ekki kvarta ef allir dagar væru gætu verið svona! Veðrið var samt og er bara með eitthverjar rugl skapsveiflur haha, sko í þessari viku fór hitinn upp í næstum því 30 stig og svo í gær var komið niður í 10 stig og ég fór í úlpuna mína í fyrsta skiptið síðan ég kom!! Og í dag er búið að vera mjög mikið til skiptis annað hvort sól og heitt eða geðveikt mikill vindur!! En við lifðum það nú af! Sérstaklega því pabbi kom með flíspeysuna mína! (ásamt 3 kössum af súkkulaði rúsínum og jóladagatal frá mömmu hahahhahahaha, henni fanst jóladagatalið mjög fyndin hugmynd hahahaha...)

Eftr að hafa verið í garðinum tókum við lestina og fórum í búð, og eins og kannski margir vita þá er það heilagur viðburður þegar við pabbi erum á íslandi að við förum saman í krónuna og verslum í matinn hahaha, þannig það var smá eins og að vera komin heim að fara með pabba í búð :D ! Síðan fórum við og röltum aðeins um hverfið mitt að leyta að eitthverjum veitingarstað sem væri actually alvöru veitingarstaður en það gekk voða illa hahha, þannig við fórum bara á kínverska staðinn sem er rétt hjá húsinu mínu og keyptum mat þar og fórum með hann heim til min. Borðuðum inní eldhúsinu mínu, og þetta er í fyrsta skipti sem ég borða þar hahaha!! Yfirleytt er þetta litla borð ekki aðgengilegt. Síðan sló klukkan 16:30 og bíll kom að sækja pabba og skutlaði honum uppá flugvöll. Viðurkenni að þegar pabbi fór blússaði upp bullandi heimþrá en það styttist í að maður komi heim! :D

Þetta var allavegna bara snilldar helgi og ég er mjög glöð að hafa fengið pabba í heimsókn :D Held að það sé ekkert merkilegt annað búið að gerast þannig bara sjáumst eftir 56 daga hehehe :D

​skál!

Likes

Comments

Seinustu 2 vikur liðu hjá eins og án djóks 3 dagar eða eitthvað. Án djóks, áður en ég veit af verð ég komin heim í jólafrí!!! Ég er alveg met spennt fyrir að fara heim í jólafrí hahaha, var meira að segja að skoða hvernig ég get tekið lestar á JFK flugvöllinn í staðinn fyrir að eyða pening í bíl og við erum að tala um að það eru enþá 2 mánuðir í að ég fari hahahah. Það tæki svonaaa 2 klukkutíma að taka lestar, en hey, spara pening! Get semsagt labbað svona 7 mín frá húsinu mínu, tekið þar eina lest og labbað síðan aðeins lengra og skipt í aðra og svo skipt í eina lest í viðbót sem ætti ekki að vera neitt mál, þar sem ég þarf ekkert að taka mikinn farangur með mér því ég verð bara heima í 14 daga! Styttra jólafrí hef ég held ég aldrei fengið, flýg aftur út 1.janúar!!

En allavegna, seinustu helgi var þriggja daga helgi, því mánudagurinn var columbus day þannig það var frí í skólanum, það var mjög nice að fá einn auka frí dag en vá hvað ég var rugluð alla þessa viku um hvaða dagur væri haaha!!

Á föstudaginn í seinustu viku ákvað ég síðan að reyna að fara út að skemmta mér og allir sem ég var með voru yfir 21 nema ég þannig ég bara hélt í vonina að það myndi aftur enginn skilja skilríkið mitt hahaha, en lukkan var ekki með mér það kvöld. Semsagt dyravörðurinn hafði greinilega verið á íslandi að spila körfubolta með Fjölni og var alveg bara "já nei þú ert ekki 21 árs" svo ég reyndi svona 3 aðra dyraverði á sama staðnum en enginn hleypti mér inn hahahaha og ég held að fjölskyldan mín heima eigi eftir að gera grín að mér lengi. Því bæði fékk ég hringinu frá pabba að hlægja að þessu og message frá mömmu hahahhaa... En ég meina, ég reyndi þó! Endaði bara með því að ég rölti á lestarstöðina og fór heim að horfa á Netflix..... Þennan sama dag var ég líka eitthvað að pæla hvað hárið mitt væri leiðinlegt, allt sama sídd og ég reyndi að klippa styttur í toppinn HAHA, en guði sér lof að ég skildi restina af hárinu eftir ósnert því ég kann ekkert að klippa hár þrátt fyrir að reyna að horfa á youtube myndbönd svo núna er ég með fremstu tvo lokkana af hárinu mínu styttri hahahahahha, það sést samt ekkert því hárið mitt er svo dökkt og er hvort eð er með hárið í snúð alla daga, en ég lærði það allavegna að klippa mig ekki sjálf.

Svo var mér boðið í mat seinasta sunnudag hjá íslendingum sem ég kynntist þegar ég fór í boðið þarna með Heiðdísi föðursystur! Er mjög glöð að hafa eignast íslenska vinkonu hérna og ég fékk íslenskt lambalæri með henni og mömmu hennar! Mjög heimilislegt og kósí að borða loksins við borð alvöru kvöldmat, þar sem minn kvöldmatur fer yfirleitt fram bara inní herberginu mínu og yfirleitt steikt egg eða hafragrautur hehehe.

Í gær fór ég síðan með 3 vinkonum mínum úr skólanum á kaffihús eftir skóla, það var þvílíkt nice. Það er svo fyndið hvað maður sér hvað við íslendingarnir erum kaldir, yfirleitt þegar maður heilsar eða kveður vini sína heima þá er það voða casual en hérna eru allir svo rosalega í því að faðmast og þannig, maður þarf svoldið að venjast því hahaha. Eins og þegar ég var að fara að labba á lestarstöðina frá kaffihúsin var ég ekkert að pæla að ég þyrfti að knúsa þær bless því ég sé þær á hverjum degi svo ég stóð bara upp og sagði "bææ" og en þá færðu ekkert að fara fyrr en allir eru búnir að knúsast? Veit líka ekki hversu mikið maður má blóta hahahahah. En þetta eru bara lúxus vandamál.

Ég þarf líka virkilega að step up my game í að taka myndir. Ætlaði að setja eitthverja mynd með þessu bloggi og opnaði myndir í símanum mínum en sé þá að ég hef ekki tekið neina mynd í síðan í byrjun mánaðirns!! En núna ætla ég að reyna að fara að gera eitthvað skemmtilegt, sjáumst eftir 2 mánuði! :D

Likes

Comments

Þá er enn ein vikan liðin! Tíminn er byrjaður að líða hraðar og hraðar, örugglega þar sem allt er komið í svo mikla rútínu.

Seinustu helgi skrúbbaði ég gólfið inni hjá mér (bókstaflega), þvoði þvott, eldaði fyrir vikuna og keypti mér ræktarkort í ræktina sem er rétt hjá húsinu mínu, lúxus! (Þetta var bara mont hvað ég var dugleg þennan dag).... Hahaha, síðan fór ég í bíó í fyrsta skiptið hérna úti, sjúklega sniðugt maður getur keypt bíómiðann sinn bara í sjálfssala í þessu bíói sem ég fór í svo það var enginn röð í miðasöluna. Mér semsagt leiddist svo svakalega þetta laugardagskvöld og það var ekkert að gerast svo ég bombaði mér ein í bíó, sem var alls ekki jafn leiðinlegt og ég bjóst við hahaha, á Bridget Jones's Baby! Myndin byrjaði eitthvað um hálf 11 um kvöldið þannig þegar ég kom úr bíó var kl orðin svoldið margt og auðvitað voru lestarnar að ganga eitthvað öðruvísi en vanalega hahaha.... En ég gat tekið lest sem stoppar svoldinn spöl frá því sem ég á heima svo ég gat bara brennt poppinu sem ég át í bíóinu á meðan ég labbaði heim hahaha. Síðan á sunnudeginum fór ég heim til vinar míns úr skólanum og nokkrir krakkar úr skólanum voru með, það var sjúklega nice. Fórum síðan í eitthvern park og ég gerði þau gríðarlegu mistök að vera með brett uppá buxurnar mínar sem gerði það að verkum að ég vaknaði daginn eftir með heil 28 flugnabit á þeim stað á fótunum mínum sem var ber hahaha, þið getið rétt ýmindað ykkur hvað mig klægjaði mikið!!!!! En ég lifði það nú af.

Síðan leið vikan í skólanum alveg óvenju hratt! Á mánudeginum þurftum við international krakkarnir að fara á eitthven fund í skólanum bara svona til að upplýsa okkur betur um I-20 formið og VISA og hvað við megum og hvað við megum ekki, og verið að segja okkur að skólinn geti gefið okkur eitthversskonar landvistarleyfi í mig minnir 12 mánuði eftir námið til að finna vinnu tengt dansinum... ef ég skildi þetta rétt hehe. Það var alveg ganglegt að vita! Oooog svo auðvitað var lestarkerfið eitthvað að fíflast þegar ég var að fara heim, þannig lestin sem ég tek vanalega fór allt annað, kom semsagt út á 116th street eins og vanalega en var þá á 116 og brodway en bý á milli 5th og madison. þannig ég fékk enn einn langa göngutúrinn útaf ég hafði ekki tekið eftir að lestarnar voru að keyra eitthvað öðruvísi þann dag hahaha. En ég verð að segja það var alls ekki leðinlegur göngutúr því ég sá hluta af hverfinu mínu sem ég hafði ekki skoðað áður eins Columbia háskólasvæðið og eitthvern risa garð sem ég labbaði í gegn um! Ég var samt frekar fegin þegar ég var loksins komin heim.

Síðan núna á laugardaginn í gær fór ég á MoMA (Museum of Modern Art). Rugl flott verk þarna og snilld að sjá verk eftir til dæmis Andy Warhol, Picasso, Vincent van Gogh og marga fleiri, og ekki skemmdi það fyrir að maður er búin að læra um mörg þessi verk í listasögu svo það var snilld að sjá þau í persónu. Það var sjúklega cozy að fara bara einn á safn og labba í gegnum allt á sínum hraða, en ég viðurkenni, ég saknaði mjööög að hafa ekki afa með mér því ég held meira og minna allt mitt líf hefur hann farið með mér á flest söfn, á íslandi, barcelona, parís, róm, london og bara you name it. það er fátt betra að fara með honum á söfn þar sem hann er listamaður sjálfur og veit allt um öll listaverk án djóks! Ekki slæmt að hafa svoleiðis góðan farastjóra með sér!!

Síðan fór ég í banka og tók út fyrir leigunni og tók síðan lestina heim. Ég svoleiðis ríghélt um veskið mitt í lestinni því ég var með þetta í cash því ég fann engan banka sem var opinn til að fá svona money order hahahha. En þá er allavegna þessi mánður kominn, leiga, símreikningur og mánaðarlegt lestarkort. Gaman að segja frá því að ég fékk fjórða ameríska símanúmerið mitt síðan í júní í þessari viku hahaha.. Veit ekki hvað það er með mig og síma en það liggur eitthver bölvun yfir mér þegar það kemur að símamálum. Ég er ekki einu sinni að djóka, allt mitt líf bahaha! En ég ætla rétt að vona að ég muni halda þessu númeri! :D

Í dag fór ég síðan með Maríu frænku minni og Andre manninum hennar í brunch þar sem þau eru í borgini í stuttan tíma! Fórum á sjúklega nice stað og gengum síðan um allt sem var mjög gaman og ég sá fullt af nýjum stöðum í borginni sem ég átti eftir að sjá! Get ekki kvartað að hafa fengið svona líka fína farastjóra til að kynna mig fyrir nýjum stöðum!

Svo er byrjað að kólna, sem mér finst yndislegt. Það er bara hið fullkomna hitastig úti núna myndi ég segja, hvorki of kallt né of heitt! Núna er ég bara heima að reyna að ákveða hvort ég eigi að nenna að labba í laundromat í dag eða hvort ég eigi að fara á morgun eftir skóla, og hlusta á eina af konunni sem býr með mér horfa á eitthvern fótboltaleik eða eitthvað niðri með vinkonu sinni, þær eru bókstaflega öskrandi.. er mjög spennt að þessi leikur klárist hahahaha.

Annnaaars held ég að það sé barasta ekkert meira í fréttum! :D

Likes

Comments

Allright vinir og vandamenn, það er barasta kominn einn mánuður síðan ég flutti út!!! Og ég var að fatta hvernig maður getur sett myndir inn í miðjuna á bloggið en ekki allt bara í endann hehe.. tók sinn tíma.

Seinustu helgi fór ég út með stelpunum að lýta á næturlífið hérna, þær eru allar eldri en ég, eða 21 þannig þær meiga fara inná skemmtistaði en þar sem ég er er under age þá var þetta svoldið happa glappa hvort ég kæmist inn með þeim hahah. En mér til mikillar lukku þá lýtur allt út fyrir að ameríkanar vita ekkert hvernig þeir eiga að lesa íslensk ökuskirteini svo það var lítið sem ekkert vandamál að komast inn woho! :D

þessi vika er búin að vera eitthver massa þreytu vika hjá mér, og held öllum í skólanum án djóks! Held að alla morgna áður en fyrsti tíminn byrjaði höfum við eytt góðum tíma í að væla hvort í öðru hvað við séum rooosalega þreytt bahhaa..... En vá hvað við vöknuðum þegar Misty Copeland kom og tók ballettíma með mínum hópi!!!! Menn voru frekar starstruck skoo hehehe. 

Dýrka að vera hérna þó svo að maður hefði ekkert á móti því að koma heim á klakann við og við, eða fá eitthvern í heimsókn þar sem það getur verið svoldið einmannalegt stundum að búa einn og ekki með bestu vini sína og fjölluna til að hitta hvernær sem er, en guði sér lof fyrir netflix (takk heiðdís!) hahaha.. er búin að horfa á allt of mikið af þáttum. Versta við þetta er samt aðallega að missa af afmælum og veislum heima og þannig!!! En ég spjara mig!

Ég er líka búin að átta mig á því að maður þarf viiiirkilega að fara að passa mataræðið, án djóks ekki skrýtið að ameríkanar séu svona feit þjóð... Þegar maður kaupir mat þá fær maður svooo stóra skammta, sko það borgar sig bara að kaupa forrétt því það er stærra heldur en heil máltíð heima á íslandi og það eru öll matvæli svo unnin hérna, eða allavegna þetta ódýra drasl sem ég er að kaupa. Þannig ef ég vil ekki koma rúllandi heim eins og bolti um jólin þarf ég að vera meira vakandi fyrir þessu hahahaha.

Alllavegna, ég fór síðan með Heiðdísi föðursystur í boð í vikunni sem var rosa gaman! Sjúúklega flott, tveggja hæða penthouse og íslenskar veitingar í svona munnbita stærðum!! Vitið ekki hvað mér fanst gaman að fá plokkfisk og kjötsúpu hehe. Svo kynntist ég líka dóttur þeirra sem voru að halda boðið sem er algjör snilld, það er svo gott að þekkja íslendinga í þessari stórborg! :D 

Algjör synd hvað það er léleg myndavél á þessum síma hahaha, tek eiginlega engar myndir, en er að reyna að bæta mig eins og þið sjáið hérna fyrir ofan!

Annars er ég bara að skemmta mér konunglega og sakna allra rosa mikið.. Baaaara 12 vikur í að ég kem heim í jólafrí! :D

Likes

Comments

Ah gæti ekki verið meira peppuð í þessa helgi- og bara til þess að sofa og hvíla mig haha!! Líkaminn er gjörsamlega búinn á því eftir þessa viku, á góðann hátt samt! :D

Semsagt, bara til að byrja þetta ætla ég að nota tækifærið til að baktala helvítis símann minn, eins og alltaf hehehe. Sem sagt, ekki hafði ég hugmynd um að ef hann væri á silent að þá myndi vekjaraklukkan ekki hringja, og það tók mig tvo daga að finna það út hahahah... Sem sagt hvorki á þriðjudaginn né miðvikudaginn hringdi vekjaraklukkan mín og ég þarf að vakna kl 6 alla morgna!!! En sem betur fer á ég genafrekann morgunhana sem föður svo ég vaknaði eitthvað í kringum korter yfir 6 til hálf 7 báða dagana, guði sér lof, svo ég var ekkert sein í skólann. EN gott að vera búin að finna út úr því að síminn má ekki vera á silent þegar ég fer að sofa... haha.

Miðvikudagurinn var heldur betur sprengja! Ég fór fyrst á 2 æfingar og síðan í 3 klukkutíma audition og síðan á aðra æfingu, en það er baaara gott fyrir mig! En semsagt þessi audition hahhaa, veit ekki hvað ég var að koma mér útí. Þetta var svona til að fá að vinna með tvem danshöfunum en Ég semsagt vissi í rauninni ekkert hverskonar dans þeir voru að auditiona. Sem sagt fyristi helmingurinn af prufunni var contempurary (held það sé skrifað svona) en mjög steikt contepurary en það gekk alveg vel en heyriði- síðan kemur inn hinn danshöfundurinn, og hann var með hip hop og ég hef aldrei í lífinu mínu tekið einn einasta hip hop tíma haha, þannig að já það var.. svona alveg semmi hrikalegt hahaha. Aðallega þegar hann lét okkur improva í þessu og ég var örugglega eins og eitthver gömul hæna að reyna að gera eitthvað töff þarna hahahahha, þannig ég undra mig voða lítið á að hafa ekki komist inní þetta..

Síðan fór ég og hitti Heiðdísi, systir pabba, og fórum út að borða á indverskum stað og ég er búin að vera að lifa á afgöngunum síðan þá hehe (takk fyrir matinn heiðdís). Það var þvílíkt nice endir á löngum degi! :D

Svo var fimmudagurinn bara normal dagur í skólanum.

Síðan núna í dag voru 4 æfingar (eða eiginlega 3 æfingar og það fjórða er Music sem er eina "bóklega" sem ég er í) plús ein audition fyrir að dansa í verki sem heitir Memoria, það var rosa gaman og held þetta voru meira en minna allt krakkar af eldri árunum og líka í þessari prufu á miðvikudaginn, en ég heyrði að þeir séu nú þegar búnir að ákveða hverjir komast í það, semsagt eitthverjir sem voru í þessu í fyrra. En það er allt í lagi, maður bara auditionar fyrir allt og fær reynslu og svo einn daginn mun maður komast inn í eitthvað- maður kemst ekkert áfram í stóborg eins og þessari nema reyna allt eins og oft og maður hefur tækifæri til! :D

Annars er þetta bara búin að vera snilldar vika og full af nýrri reynslu ! :D

Og já! Ég fékk líka rúm í þessari viku svo ég sef ekki lengur á dýnu á gólfinu wohoo! (afsakið að ég var ekki búin að búa um á þessari mynd.. :D )

Ps. var að taka eftir því að ég skrifa "sem sagt" í öðru hverju orði hahaha, þið horfið bara fram hjá því :D

Likes

Comments

Fattaði í gær að ég væri búin að vera í 2 vikur en ekki eina sem kom mér svo á óvart þar sem tíminn líður svo rugl hratt hérna!

Þessi vika er búin að vera algjör snilld í skólanum og krefjandi- miklar harðsperrur as we speak..! Er svo ánægð samt með tímana mína! Er meðal annars hjá balletkennara sem heitir Pedro Ruiz sem ég var hjá í sumar líka og ég eeeelska tímana hans þeir eru algjör snilld! Svo í horton hópnum mínum eru flestir á öðru ári sem er geðveikt krefjandi og skemmtilegt! Svo er ég líka í Graham og body conditioning (er líka með sama kennara og í sumar í body cond.) og West african. West african eru mestu snilldar tímar sem ég veit um!! Maður fer út kofsveittur og í svo góðu skapi, og kennarinn er algjör snilld! Er bara over all sjúklega ánægð með tímana mína og kennarana sem ég er með þessa önn! Og búin að kynnast fullt af nýju fólki og svo eru náttúrulega fullt af krökkum hérna sem ég þekki frá því ég var hérna í sumar! :D

Svo er allt í einu orðið sjúúklega heitt aftur og rugl mikill raki í loftinu þannig að það er bara ómögulegt að vera úti það er ekki mjög nice hahah og sérstaklega þar sem eitt lestinn sem ég þarf að taka alla daga er ekki með air con og enginn af eitt lestunum er með air con eitthverja hluta vegna og í þessum hita er það algjör pain. Þegar ég kom heim í gær var herbergið mitt eins og gufubað það var svo heitt þannig ég fór í klukkutíma mission að kaupa mér viftu hahah, tekur ca hálftíma að labba í target og labbaði síðan heim í hálftíma með risastórann kassa að stikna úr hita og auðvitað kom hellirigning í svona 5 mínutúr. Svo þegar ég kom heim þurfti ég að skrúfa saman þessa viftu og held ég gerði það eitthvað vitlaust því ég endaði að vera með 2 hluta af henni lausa en þeir geta ekki skipt miklu máli því viftan virkar og er algjör lifesaver hahaha.

Núna þarf ég bara að rífa mig í gang og taka til inni hjá mer og labba í laundromat til að þrýfa fötin mín og svona!

Gæti ekki verið meira spennt fyrir þessari fyrstu önn! :D 

ps. var mjög spennt að sofa út í dag og vakna ekki kl 6 um morgun til að fara í skólann en auðvitað vaknaði ég kl 5:30 af eitthverjum ástæðum og það er eitthver helvitis fugl fyrir utan gluggann minn sem hljómar eins og önd

Likes

Comments