Á föstudaginn, afmælisdaginn minn, hitti ég Hanne bekkjarsystur mína í hádegismat á uppáhalds staðnum mínum Bagels and beans. Þaðan löbbuðum við á lestarsöðina þar sem var tekið á móti mér með fullt af knúsum og súkkulaði. Svo tók allur bekkurinn minn lestina (eða reyndar 3 mismunandi lestir) til Mastricht sem er mjög sunnarlega í Hollandi. Það tók um það bil 3 tíma. Þegar þangað var komið löbbuðum við á StayOkay hostelið okkar og skiluðum töskunum og drifum okkur svo á ítalskan veitingastað að borða. Eftir matinn var komið mér á óvart með ís og stjörnuljósum og allir sungu fyrir mig, ekkert smá krúttlegt og hef aldrei fengið svoleiðis áður á veitingastað ❤️ Eftir það löbbuðum við í aðal leikhúsið í Maastricht þar sem opnunarkvöd háríðatinnar Nederlanse Dansdagen eða hollensku dansdagarnir var haldið. Þar var sýnt brot úr ýmsum verkum eftir aðeins minna þekkta flokka hérna úti og var því miður ekkert þar sem hreyf mig. Er svo pický á það sem ég fýla tengt dansi en hef líka ekkert á móti því að sjá hluti sem mér finnst hundleiðilegir því þá kann maður betur að meta það sem manni finnst svo alveg geggjað.

Á laugardeginum þurftum við að vakna snemma, fara í morgunmat og undirbúa nestispakka. Við fórum svo nokkur að skoða tvær ljósmyndasýningar en hittumst svo öll aftur um eitt til að fara á fyrstu danssýninguna. Dagurinn snérist um það að labba á milli sýningarstaða og fara á sýningar og fórum við á heilar 4 sýningar þann daginn. Síðasta sýningin var tveir og hálfur tími og var hún með öllum topp flokkum Hollands. Þar fékk ég að sjá NDT Í fyrsta skipti og skildi verkið þeirra mig eftir í tárum, með gæsahúð og hjartað á milljón. Ótrúlegt! Yfir daginn voru nokkur verk sem hrifu mig, sem var mjög gaman. Við fórum einnig á sýningu eftir Dario Tortorelli sem mun vera danshöfundur okkar fyrsta ársnema í vor og vinna verk með okkur. Er mjög hrifinn af honum sem danshöfund og manneskju.

Á sunnudaginn var aftur vaknað snemma, farið í morgunmat og pakkað öllu í töskurnar. Svo löbbuðum við í hús þar sem við fengum fyrirlestur um "Night Walking" verkefnið. Það eru rannsóknir á fólki em er bæði blint og heyrnalaust og hvort það sé hægt að nota snertispuna þeim í hag. Við fengum svo að upplifa þá tilfinningu að vera bæði blind og heyrnalaus sem var mjög áhugavert. Fékk mjög mikin innblástur þar. Svo hittum við kennarann okkar í dramaturgy ásamt Dario og dansara hans á laugardeginum og spjölluðum saman um komandi tíma og verkið hans.
Upp úr 3 tókum við lestina heim og komum heim til Arnhem rétt eftir 6 alveg búin á því. Helgin tók mikið á en var svo skemmtileg!

Þessi vika er mjög venjuleg. En í dag, miðvikudag féll fyrsti tími niður þannig að ég hef smá tíma til þess að taka því rólega. Um helgina er planið að fara á aðra danssýningu ef ég næ miða í dag. Og í næstu viku á ég loksinsloksinsloksins von á heimsókn ❤️❤️

Move your blog to Nouw - now you can import your old blog - click here!

Likes

Comments

Við erum byrjuð í Limon tækni í skólanum núna. Í fyrstu hélt ég að þetta væri ekki alveg eitthvað fyrir mig en það breyttist og eru þetta held ég uppáhalds tímarnir mínir eins og er. Kennarinn okkar er fyrrum dansari bæði í Limon-flokknum í New York og í NDT eða Netherlands Dans Theater þar sem hann dansaði í heil 18 ár. Hann er svo flott fyrirmynd fyrir okkur þar sem þessi ferill finnst nánast ekki. NDT er eitt virtasta kompaný í Evrópu og það kemur varla fyrir að kompaný haldi dönsurum í svona mörg ár. Hann er víst líka með sambönd út um allar trissur og er ég ekki hissa því persónuleikinn hans er snilld. Ég finn þess vegna fyrir mikilli pressu í tímunum hans þar sem hann er svo virtur í dansinum hér.
Við erum einnig að semja sólóa núna sem hann mun vinna með okkur og gera einskonar verk úr. Mjög spennandi, krefjandi og stressandi.

Vikan hefur gengið vel. Líkaminn hefur verið að standa standa sig frekar vel en finn virkilega fyrir kuldanum í öllum liðum og vöðvum. Það er nefnilega farið að kólna núna og er hitastigið milli 14 og 16 á daginn en þegar ég hjóla í skólann á morgnanna er ekki nema kanski 6-10. Það er líka frekar mikill vindur þar sem ég þarf að hjóla yfir stóra brú.
Fæ margoft að heyra það að mér ætti nú ekki að vera kallt, ég er frá Íslandi! En þeir sem þekkja mig vita að ég er mesta kuldaskræfa í heimi og mér er eiginlega bara mjög sjaldan ekki kallt. Ég er byrjuð að ganga með húfu og trefil en sumir hollendingarnir eru ennþá bara í stuttermabol.
Hitinn í herberginu mínu fór samt sem betur fer að virka í vikunni svo ég kemst nóttina af!

Haustð hér hefur samt hingað til verið alveg virkilega kósý! Hlakka til að kaupa seríur í herbergið.

Í dag fór ég á mitt fyrsta "Open Podium" í skólanum. Það er viðburður þar sem fólk á dansbrautinni fær að sýna sín eigin verk, þau geta verið tilbúin eða enn í vinnslu, og geta svo fengið feedback frá kennurum skólans sem og að æfa sig með áhorfendur fyrir framan sig.
Það er mjög gaman að sjá hvað ég er að læra með hugmyndaríku fólki. Maður sér hugmyndaflugið og þörfina til þess að skapa góssa út úr sumum hér.

Í kvöld ætla ég að vaka til miðnættis til þess að fagna þess að ég eigi afmæli. Því ég verð tvítug á morgun 7. október. Við kærastinn minn ætlum að skypea þegar afmælisdagurinn byrjar haha.
Á morgun fer ég líka í ferðalag með skólanum. Fyrst ætla ég reyndar að hitta vinkonum mína úr skólanum í hádegismat á uppáhalds staðnum mínum en svo hittum við bekkinn og förum saman til Maastricht. Það er borg mjög sunnarlega í Hollandi og tekur um 2,5 tíma að fara þangað. Við erum að fara þangað á vegum skólans til þess að upplifa "hollenska dansdaginn" sem reyndar er heil helgi. Við munum sjá margar mismunandi sýningar að mér skilst og m.a. verður eitthvað frá bæði Scapino Ballet og NDT sem eru toppkompaný í Hollandi. Munum einnig taka workshop þar sem ég er spennt fyrir.
Finnst smá sárt að fá ekki að vera með og einusinni tala við fjölskylduna og bestu vinina á afmælisdaginn þar sem ég verð ekki með neitt gott net í Maastricht en samt sem áður er ég mjög spennt fyrir helginni.
Er búin að pakka í töskur og núna er bara að vaska upp eftir matinn og svo kúra undir sæng þangað til að ég á afmæli vúhúú.

Likes

Comments

Vikan sem leið var mikið betri en seinasta vika. Mér líður mikið mikið betur og hef notið mín aftur vel í skólanum. Bakið er búið að standa sig mjög vel sem ég er í skýjunum með. Í messari viku fann ég fyrir mikilli þreytu bæði hjá mér og bekkjarfélögum mínum þannig að er ótrúlega þakklát fyrir þessa helgi!

Finnst myndin hér fyrir ofan svo einkennandi fyrir Arnhem. Beljur ALLSTAÐAR. Líka inni í bænum.


Þessi helgi verður mjög róleg, þarf að endurheimta orku fyrir næstu viku og einnig fyrir helgina þar á eftir því þá er ég að fara í ferðalag með bekknum á Hollenska dansdaginn í Maastricht. Ég er ótrúlega spennt fyrir því. Þar munum við fara á sýningar taka tíma og skemmta okkur á kvöldin.
Í kvöld er ég reyndar að fara á sýningu hjá Introdans, flotti dansflokkurinn hér í Arnhem og er ég mjög spennt!! Eftir það er líka partý heima hjá bekkjarsystur minni sem hún er að halda með öllum 13 roommateunum sínum.

Í gær fékk ég liksins hollenskann bankareikning! Þannig að núna er ég eiginlega bara búin að öllu svoleiðis veseni. Á reyndar eftir að setja upp netbankann minn en fer í það í dag. Verð svo fegin þegar allt þetta "leiðilega" sem maður þarf að gera þegar maður flytur til annars lands verður búið.

Hef ekkert mikið meira að segja eins og er. Allt gengur sinn vanagang og ég reyni að njóta mómentsins, sem mér finnst alltaf mjög erfitt.

Likes

Comments

Á mjög erfitt með að skrifa um það þegar maður er ekki á toppnum. Veit ekki hvort það sé bara eitthvað thing að dansarar séu dramatískir en ég og mínar nánustu vinkonur (líka danserínur) erum allaveganna á því máli. Í lok seinustu viku leið mér ömurlega. Fann fyrir því að mig langaði ekkert að dansa í miðjum tíma sem er hræðileg tilfinning. Er svo hrædd við að missa ástina á því sem ég er að gera en á sama tíma myndi það auðvelda margt. Veit það mjög vel að ég er ekki í námi sem er að fara að skila mér vinnu auðveldlega og mögulega bara alls engri. Þetta eru óþægilegar hugsanir sem poppa upp við og við. Reyni að einblína á afhverju ég er að þessu frekar en afhverju ég ætti ekki að vera að því en það er erfitt stundum.
Ég finn að þetta blogg mun vera soldið mikið bull, en langar að muna eftir erfiðu mómentunum líka.

Helgin var yndisleg! Emilía æskuvinkona mín og fyrirverandi bekkjarsystir nýtti löngu helgina sína í Íþróttaháskólanum í Aarhus til þess að koma í heimsókn til mín. Svo gott að geta talað íslensku og bara njóta þess að vera saman.
Kynnti hana fyrir uppáhalds beyglustaðnum mínum og hún er húkkt! Það þýðir að hún neyðist til þess að koma aftur hehehe. Við röltum um bæinn, fórum út að borða og eyddum sunnudeginum mestöllum í Sonsbeekpark í næstum 30 stiga hita. Það er mjög heitt miðað við að það sé lok september.
Það var alveg yndislegt að fá hana og það bjargaði mér smá eftir vikuna. ❤️

Mánudagurinn var hryllilegur. Emilía fór aftur til Danmerkur, meiðslin í bakinu komu aftur sem leiddi til þess að ég var neydd af kennarnum mínum að horfa á og hvíla og fékk sorglegar fréttir um strák í bekknum mínum. Eftir að Emilía fór fannst mér ég svo einmana og fékk þar af leiðandi mjög mikla heimþrá sem ég hef ekki verið með í dálítinn tíma.

Daniel bekkjasystir mín átti samt afmæli þannig að um kvöldið var partý sem var gaman. Fínt að hugsa um annað eftir tilfinningaþrunginn dag.

Í dag líður mér betur. Bakið er mikið skárra og ég er aðeins bjartsýnari á allt. Þessa vikuna eru dagarnir í skólanum lengri en áður og ég held að ég sé að fara í fimm tíma á morgun, það verður örugglega gaman.
Þetta er allt í miklu rugli, langar að skrifa um svo margt en kem engu almennilega frá mér.

Likes

Comments

Ákvað að skella saman nokkrum myndum af snapchatinu mínu síðastliðna viku með aðeins meiri útskýringum. Snapchatið mitt er livsmara fyrir þá sem vilja fylgjast með þar.

Þetta lýsir veðrinu í seinustu viku. Mér fannst þetta of heitt. Gat ekki hugsað! Hitti tvær bekkjasystur í ísbúð á þriðjudeginum það sem þessi mynd er tekin.


Er búin að vera í frekar miklu basli með að fá að skrá mig sem íbúi hérna í Arnhem. En það er nauðsynlegt ef þú ætlar að dvelja hér lengur en í 4 mánuði. Fyrst var ekki vitað hjá stofnunninni sem ég þarf að skrá mig hjá hvort Ísland væri partur af EU eða EES og var mikið mál útaf því og svo kom í ljós að leigusamningurinn minn var ekki gildur. Þá þurfti að bóka nýjan tíma og redda nýjum samning. Nú bíð ég eftir ID tölu sem á vonandi að koma í pósti einhvertímann í næstu viku.


Lúxusvandamál. Þurfti að flytja fyrirlestur í dag sem ég byrjaði að undirbúa í seinustu viku. Fannst þetta svo áhugavert að ég eyddi allt of miklum tíma í rannsóknarvinnu og fyrirlesturinn varð helmingi lengri en maxið hehe.


Sunnudagar eru dagarnir sem ég elda slatta til þess að eiga fyrir vikuna. Seinasta sunnudag gerði ég pasta carbonara sem var svooo gott! Næstum jafn gott og mömmu.


Þetta var sent í gríni. En þar sem ég er í mjög líkamlegu námi er ekki sjálfsagt að vera í eins mörgum bóklegum áföngum eins og ég er í. Akkurat núna er ég í active learning, reading and writing, performative studies, music og dramaturgy. Þetta er samt alltaf að breytast, reading and writing dettur út í bili í næstu viku og danssaga kemur inn í staðinn.


Natalie vinkona mín og ég sem hyrtir eftir skóla.


Við bekkurinn elskum að elda saman. Það auðveldar svo mikið að gera það mörg og verður svo miklu ódýrara. Algjör snilld!


Fékk þessa senda í dag. Nývöknuð í planka. Er í átaki fyrir health próf sem við þurfum að fara í einhvertímann á önninni þar sem við þurfum að taka 4 mínútna planka. Hlakka svo til að geta gert það án vandræða!!


Mætti heim til vinkonu minnar um daginn og sá að roomatearnir hennar höfðu sett þetta upp. Fékk útskýringuna að þegar Ísland-Portúgal voru að keppa ákváðu þeir að halda með Íslandi þar sem það eru svo margir portúgalar í skólanum. Svo jöfnuðu íslendingar leikinn og gekk svo bara sjúklega vel þannig að þetta fékk bara að hanga áfram! Gladdi littla íslendingahjartað.

Likes

Comments

Þriðju vikunni í skólanum er lokið! Finnst það svosvo skrýtið, finnst ég hafa verið hér svo sjúklega lengi en það er samt búið að líða svo hratt að mér finnst eins og þetta eigi að vera meira en þrjár vikur. Er búin að koma sjálfri mér á óvart í þessari viku, finn að ég er farin að vinna öðruvísi og hugsunarhátturinn er líka að breytast. Finnst ég geta beitt líkamanum allt öðruvísi hér, er miklu frjálsari og þar af leiðandi orðin liðugari en ég hef nokkurtímann verið, tók allt í einu eftir sjálfri mér rúllandi í gegnum spígat, sem er teyjan sem ég hata mest af öllum og er venjulega algjörlega ómöguleg. Mér líður mjög vel í líkamanum en er að vinna í meira awareness (vitund) því ég finn að bakið er farið að stríða mér, en það hefur verið vandamál í nokkur ár núna svo það er ekki eitthvað nýtt stórmál.
Í þessari og næstu viku erum við með kennara í contemporary (nútímadans) sem hefur verið að vinna með Ultima Vez sem er mög flott company í Brussel. Finn að ég er að læra mjög mikið hjá henni um sambandið við fólk í rýminu sem ég er í. Er virkilega að fýla hvað hún hefur að segja.
Kom sjálfri mér líka gjörsamlega á óvart í gær þegar ég virkilega naut þess að taka þátt í contact improvi. Hef alltaf verið svo smeyk við það en þetta var svo ógeðslega gaman! Það var svo áhugavert að finna fyrir því að maður getur treyst öðrum gjörsamlega fyrir allri þinni líkamsþyngd.
Stemningin í bekknum er geggjuð! Þar sem þetta eru bara dansarar er personal space virkilega ekki til þannig að það er mikið verið að knúsast, glímast og kjassast.

Í þessari viku er búið að vera SVO heitt!! Mest alla vikuna hefur verið yfir 30 gráður. Ég er mjög óvön þessum hita og það er búið að vera soldið erfitt að sofna. Nú er þetta samt að skána og er spáin milli 20 og 24 í næstu viku sem er fullkomið.

Er búin að skila slatta af verkefnum í þessari viku og er ennþá að vinna í kynningu um bók sem ég þarf að halda fyrir bekkinn í næstu viku. Það fyndna er að afþví að mér finnst þetta svo áhugavert er eiginlega bara gaman að gera þessi verkefni. Er bara að bæta á það sem ég veit um dans og það er virkilega skemmtilegt!

Í dag er líka sirka vika síðan ég fór að kenna sjálfri mér hollensku. Er að nota app sem heitir Duolingo sem eflaust margir kannast við og ég æfi mig í 20 mínútur á dag. Svo hjálpa krakkarnir í skólanum mér líka mikið þar sem ég er alltaf að spyrja útí afhverju maður segir hitt og þetta svona og svona. Er farin að skilja heilu setningarnar og get oftast haldið samhengi þegar vinir mínir eru að tala. Bjóst ekki við því að langa svona mikið að læra tungumálið en fékk bara allt í einu rosalegann vilja til þess. Það fynda er að ég er svo mikið með krökkunum frá Belgíu að ég mun líklega enda með einhverja skrítna flæmsku/hollensku blöndu þar sem hollenskan er ekki eins í Belgíu og hér.
Er farin að hugsa á sænsku frekar mikið núna sem ég hef bara lent í að gera einu sinni áður. Það er vegna þess að fyrir utan enskuna í skólanum tala ég mikið sænsku því einn bekkjarbróðir minn er lika svíji. Tala bara íslensku á skype á kvöldin sem er oftast ekki svo mikið. Það er líka bara ALLT á hollensku hér. Það standa aldrei enskar leiðbeiningar neinstaðar á neinu.

Langar eiginlega bara að spóla yfir helgina því mig langar aftur í skólann en auðvitað er líka gott að fá smá pásu. Líkaminn þarf virkilega á því að halda. Ætla samt að svindla smá og fara niðrí skóla á morgun þó það sé laugardagur. Er búin að leigja mér stúdíó í rúmlega tvo tíma um morguninn og er svo að fara í auka floorworktíma með einhverskonar hip hop ívafi, það verður áhugavert.

Likes

Comments

Ákvað að skrifa aðeins meira um skólann sjálfann þar sem ég fékk ábendingu um að einhverjir gætu haft gaman af því.

ArtEZ er listaháskóli staðsettur í þrem mismunandi borgum, í Arnhem, Zwolle og Enchede. Mismunandi nám er á öllum þessum stöðum en Arnhem er eini staðurinn sem býður uppá dansbrautina sem ég er á. Brautirnar eru sjúklega margar, hef hitt marga sem hafa lært grafíska hönnunn í ArtEZ en svo er líka fatahönnun, að minnstakosti tvær tónlistabrautir, myndlistabraut, danskennaranámsbraut og fullt fullt fleira. Bæði er boðið uppá bachelor og master.

Minn partur, ArtEZ school of dance, er eini parturinn sem ég hef eitthvað vit á eins og er (og ekki er það mikið, er bara rétt byrjuð á þriðju viku þannig að á ennþá margt ólært). Námið er fjögur ár. Fjórða árið er skiptinám eða starfsnám þannig að fjórða árs nemar eru mjög sjaldséðir.
Um 250 sækja um á hverju ári ef ég man rétt og eru haldin inntökupróf í nokkrum löndum. Inntökuprófin byrja í janúar. Um tuttugu manns eru teknir inn og mynda einn bekk, svo deildin hefur 4 bekki í einu í bachelor náminu. Svo er einnig deild fyrir yngri krakka og ein sérstaklega fyrir stráka, þeir eru ekkert smá flottir!!
Í mínum bekk eru 23 manns og 5 aukalegir sem verða með fyrstu vikurnar. Þessir 5 eru á einhverju sem kallast fast track, sem ég skil ekki allveg en þau stefna allaveganna á inntökupróf í vor og þetta er undirbúningur fyrir það.
Eitt sem er mjög einkennandi fyrir námið í ArtEZ er að nálgast er dansarana frá mjög íþróttalegri hlið ef ég get orðað það þannig. Hverju ári er skipt upp í fjóra parta.

Preperation: undirbúningur fyrir bæði líkamann og hugann fyrir mikla þjálfun og opna hugsun. Snýst um að mynda sterkann grunn með góðri tækni.
Crafting: meira álag, mikil áhersla á að vinna mjög faglega og mikið með eigin hugsanir og skoðanir. Hér fer maður að undirbúa líkamann fyrir hámarks vinnu og frammistöðu.
Integration: hér er unnið mikið með hvern og einn sem listamann. Mikil rannsóknarvinna og mikið samið. Undirbúningur fyrir lokaverkefni og sýningar.
Transition: nemendur fara út fyrir ArtEZ í rannsóknarvinnu eða starfsnám. Þetta er undirbúningur fyrir heiminn sem tekur við eftir útskrift.
Partarnir eru mislangir á hverju ári, nú á fyrsta ári er til dæmis preperationið mjög langt og transitionið stutt en á þriðja ári er preparationið nánast ekkert og transitionið lengst.
Mér finnst þetta rosalega áhugavert kerfi en á svolítið erfitt með að vinna með því núna þar sem þau eru að byrja svo hægt. Meigum til dæmis ekki hoppa fyrstu 6 vikurnar því við erum að byggja okkur upp. Þetta á að koma í veg fyrir meiðsli og slíkt. Tímarnir eru frekar stuttir og ekkert of margir á dag. Eins og er langar mig bara í meira.
Vegna þessa kerfis er standslaust verið að breyta stundatöflunum. Engir tveir dagar eru eins sem er fínt fyrir manneskju eins og mig sem fær ógeð á öllu strax. Hingað til hafa allir kennararnir verið góðir, auðvitað tala sumir betur til manns en aðrir.


Þó svo að brautin mín sé *dans* kallast námið Dancer/Maker. Áherslan er ekki bara lögð á þroska í dansi heldur einnig í vinnu sem danshöfundur. Á þriðja ári þarf maður að velja, villtu stefna á *Dancer* eða villtu stefna á *Maker*. Þetta finnst mér geggjað þar sem ég vil þroska báðar þessar hliðar og vera með eins víða reynslu og ég mögulega get náð mér í.

Ætla að skella með kynnigarvideoi fyrir námið mitt, ef einhver hefur áhuga á því.

https://www.youtube.com/watch?v=ZNPW0V7P5to

Hlakka svo til komandi tíma, allt hingað til hefur verið snilld.


Likes

Comments

Vá! Tíminn er farinn að fljúga áfram! Dagarnir eru farnir að blandast saman og rútínan er að detta inn.
Vikan hefur verið rosalega fín. Meiri dans í skólanum og miklar (miklar!!!!) harðsperrur. Hef kynnst krökkunum mikið betur í þessari viku og finn það nú þegar að ég dýrka þessa yndislegu krakka. Eldaði vegan rétt með bekkjarsystur minni á miðvikudaginn sem heppnaðist bara mjæg vel!

Á fimmtudaginn fórum við nokkur úr bekknum saman heim til tveggja bekkjasystra minna. Við boðuðum kvöldmat saman og bara spjölluðum um allt og ekkert. Ekkert smá kósý. Erum ekki búin að þekkjast lengi en nú þegar búin að eiga mjög mörg góð og sérstök móment.

Byrjuðum í tónlistartímunum okkar í þessari viku líka. Erum frekar efins með kennarann okkar í tónlistinni en það hlýtur að reddast. Er allaveganna bara mjög þakklát fyrir öll árin í tónlistarskólanum núna. Hehe

Erum komin með heimavinnu í nokkrum fögum núna, nokkur verkefnaskil í næstu viku þannig að núna þurfa skipulagshæfileikarnir sem birtust í Listdansskóla+MH stressi síðastliðnu ára að fá að skína. Það er svo allt öðruvísi að þurfa að skipuleggja bæði það að versla í matinn, þrýfa og elda, plús að skipuleggja hvort afgangar fari í nesti eða annan kvöldmat og þetta allt! Þarf allt að passa við stuttu og löngu dagana í skólanum þar sem maður er gjörsamlega búin á því þegar maður er 10-6.

Langar að fara að panta mér eigin stúdíótíma í skólanum líka núna. Fara að búa eitthvað til og experimenta. En finnst ég bara alltaf vera með svo mikið af dóti sem ég þarf að gera. Þarf ennþá að klára að koma mér fyrir almennilega í herberginu og er ennþá að klára að redda öllu sem þarf að redda eftir að ég flutti hingað.

Á morgun fer ég samt í "City Hall" og mun þá vonandi eignast hollenskt ID-númer. Þá get ég líka fengið bankareikning og allt svoleiðis.

Hef verið svo ótrúlega hamingjusöm þessa vikuna. Allt er að falla í sínar skorður hægt og rólega og ég er bara svo ótrúlega spennt fyrir framtíðinni.

Likes

Comments

Föstudagur: Tókst að nota þvottavélina! Á samt því miður ekki þvottagrind en þá var bara gripið til annara ráða.
Health examination í skólanum, allt í fínasta lagi og engar athugasemdir.
Fékk svo líka þær gleðifréttir að ég á von á heimsókn núna í september. Emilía, ein af elstu vinkonum mínum ætlar að nýta löngu helgina sína og fljúga frá Danmörku hingað, en hún er í íþróttaháskóla þar núna. Það gerði daginn minn svo miklu miklu betri þar sem skapið var ekki það besta.

Laugardagur: Tók á mig það mikla verkefni að hjóla í IKEA. Samkvæmt google maps átti það að taka 27 min en endaði á að taka nærrum því klukkutíma. Veit ekki hvort ég eigi að kenna því um að ég villtist aðeins, að hjólið sé ekki það besta (ekki misskilja mig samt, ég elska þetta hjól!) eða bara það að hjólaformið er langt frá því sem ég vil að það sé. En það tókst allaveganna! Náði að versla mér nokkra hluti í herbergið og er það mun heimilislegra núna. En vá hvað þetta tók á!
Um kvöldið hitti ég síðan nokkra krakka úr skólanum því Stadsteatern (,,borgarleikhúsið") var með einskonar opið kvöld þar sem það var að kynna starfsemi sína. Þar smakkaði ég besta kaffi Hollands, sá Introdans dansa og svo krakka frá yngra prógrammi hjá Artez líka. Mér fannst æðislegt að sjá Introdans en ég hef aldrei séð þau áður. Er ekki vön að sjá svona marga fullorðna dansara á sviði í einu, allir fullkomlega samræmdir og samtaka. Einnig var mjög flott að sjá bæði karla og konur á táskóm!

Sunnudagur: Hitti nokkra krakka úr skólanum á markaði í garði hér í bænum. Hann er haldinn fyrsta sunnudaginn í hverjum mánuði og var ekkert smá fínn. Smakkaði allskonar mat og var allt mjög gott!
Á leiðinni heim kom ég við í búð og verslaði í matinn fyrir vikuna og er svo bara búin að vera að taka til og gera fínt í herberginu ásamt því að skypea við þá nánustu.
Er ekkert smá spennt fyrir næstu viku! Miklu meiri dans!!

Likes

Comments

Fyrsta vikan er liðin, líður eins og ég sé búin að vera hérna miklu lengur. Er byrjuð að finna fyrir einskonar hversdagsleika hér sem hlýtur að þýða að ég sé að venjast. Tók eftir því fyrir nokkrum dögum að ég naut þess að vera hérna, það kemur fyrir einstaka sinnum. Það er auðveldara og auðveldara að vera í burtu frá öllum sem mér þykir vænt um, en ennþá erfitt.

Það er ennþá fullt af hlutum sem eiga eftir að komast á hreint, tryggingar, lögheimili, stúdentakort, skráning sem íbúa borgarinnar, hollenskur bankareikningur og örugglega fullt meira. En þarf bara soldið að leyfa því að leysast hægt og rólega annars meika ég það ekki.

Fengum fyrsta verkefnið í skólanum í gær, fengum að velja okkur bók til þess að lesa sem við síðan höldum kynningu um 3 og 3 saman. Ég mun lesa bók um contact improvisation eftir Nancy Stark Smith og Steve Paxton, miklir frumkvöðlar í contact improvi.

Á miðvikudaginn hittumst við mörg úr bekknum og elduðum saman. Eftir það fórum við á tónleika hjá tónlistardeildinni í Artez. Þetta var ekkert smá flott hjá þeim og þau eru ótrúlega hægileikarík.

Í dag föstudag fellur venjuleg kennsla niður hjá okkur á fyrsta ári þar sem við þurfum að mæta eitt í einu í klukkustundar langt "health examination" eða heilsu próf. Ég á seinasta tímann í dag klukkan 16:00. Þangað til ætla ég að prufa þvottavélina hérna heima, sjáum hvernig það fer.

Likes

Comments