Úbs og þá eru næstum tveir mánuðir liðnir síðan ég skrifaði seinast!?

Mjög góðir og erfiðir mánuðir..

Seinustu tvær vikurnar fyrir jólafrí fara í það sem kallast ChoCo week (Choreograper Composer) Þar sem krakkar á þriðja ári vinna með okkur á fyrsta og örðu ári og semja verk í samstarfi við krakka úr lagasmíðideild skólans. Þetta voru algjörlega geggjaðar vikur og ég lærði svo margt og kynntist krökkunum á hinum árunum mikið betur. Hér fyrir neðan er mynd úr verki sem við gerðum þar sem við dönsuðum á sófa allann tímann. Mjög skemmtileg upplifun.

Þann 22. desember fór ég með Hanne og Rowy í dagsferð til Antwerp í Belgíu til þess að skoða jólamarkaðinn þar og bara skoða borgina. Ég hef aldrei komið til Belgíu áður þannig að það var mjög skemmtilegt. Brá samt smá við að sjá alla hermennina á lestarstöinni og svo tók ég líka mikið eftir því hvað Belgarnir höfðu mikla fordóma gegn Hollendingum. Það var eiginlega bara smá fyndið, Rowy er nefnilega hollensk og það var nánast bara fussað og sveiað yfir henni þegar hún t.d reyndi að spyrja til vegar. Hanne sem er frá Belgíu sagði henni að það væri eiginlega bara betra ef hún myndi spyrja á ensku hahaha, svo sérstakt.

Daginn eftir flaug ég heim til Íslands. Fannst algjör lúxus að eiga pantað flug með Icelandair þar sem ég fer alltaf með Wow. Sölvi, kærastinn minn var svo yndislegur að koma að sækja mig á flugvöllinn og svo byrjaði jólafríið sem var fullkomið í alla staði. Ég hitti fjölskyldu og vini, borðaði fullt af mat, vann aðeins og byrjaði að mæta í ræktina. Það besta var samt að vera bara heima. Fæ smá illt í hjartað við að skrifa þetta því það jafnast ekkert á við það að bara vera heima. Jólafríið leið allt of hratt og allt í einu var ég komin aftur til Hollands með bullandi heimþrá og vonleysistilfinningu yfir öllu. Það versta við að fara heim er að það minnir mann á hvað maður saknar.

Mér leið hræðilega þegar ég kom aftur. Langaði ekkert aftur í skólann og leið hræðilega í herberginu mínu hérna. Einn daginn fattaði ég svo að ég þarf ekki að vera leið. Ég vil geta horft aftur á þessa tíma og hugsa um hvað þetta var ógeðslega gaman ekki hvað mér leið alltaf hræðilega. Og ég er búin að vera svo hamingjusöm síðan. Ég er spennt að fara í skólann á hverjum morgni, Nýt þess að vera með vinum mínum og er bara búin að vera svo miklu hressari. Minni mig stannslaust á hvað ég er ótrúlega heppin að hafa fengið þetta tækifæri til að þroskast og dansa. Og vá, eftir þessar þrjár vikur hef ég fundið aftur hvað ég elska þetta mikið.

Ég er ekki að telja niður dagana lengur þangað til að fá að fara heim, heldur líður mér bara vel þar sem ég er. En auðvitað er ég að drepast úr söknuði í fólkið mitt. (mamma kemur eftir 20 daga og Sölvi eftir 27!!!!!) Ákvað svo að panta mér flug til Svíþjóðar á sama tíma og Sölvi fer aftur til Íslands til að fara að hitta elsku Kristíni mína. Mánaármótin feb-mars verða því vægast sagt viðburðarrík. Mjög spennt!

Í skólanum vorum við að byrja á Sóló-verkefni fyrsta árs. Þetta er mjög langur prósess og endar svo í sýningu í Apríl. Ég er ekkert smá spennt fyrir þessu og hlakka svo til að leggja mig alla fram. Er strax byrjuð að vinna og hlakka til að losa um smá þörf til að semja og bara búa til.

Annars erum við aðalega í Graham núna og erum líka að vinna í verki þar sem endar í sýningu. Verkið er sett saman af okkar eigin efni sem við höfum samið


Takk æðislega til þeirra sem nenna að lesa! Knús!!


Likes

Comments

👆🏼Þetta er ég í lest, þar sem mér finnst ég vera allt of mikið. Akkurat núna er ég á leiðinni heim til Hollands frá Árhúsum í Danmörku þar sem ég ákvað að eyða helginni. Fyrir um tveimur vikum ákvað ég að kaupa flugmiða uppúr þurru fyrir heilann 11 þúsund kall og kíkja í heimsókn til Emilíu sem býr hér. Hún er í lýðháskóla hér sem klárast eftir 2 vikur þannig að ef ég vildi koma í heimsókn var það now or never.
Þó svo að stoppið hafi verið stutt, ég kom seint á fimmtudagskvöld og fór frá henni um 7 í morgunn var það algjörlega þess virði. Borgin kom mér mjög á óvart. Ég bjóst við pínulitlum smábæ en í Árhúsum búa víst yfir 300.000 manns og er þetta með stærri borgum Danmerkur, svona er ég fáfróð. Þó svo að hún sé fjömenn er hún mjög krúttleg og ekkert smá falleg. Gæti vel ýmindað mér að búa þar.
Núna er ég í lestinni á leiðinni á aðallestarstöð Kaupmannarhafnar og þaðan fer ég á flugvöllinn. Sólarupprásin sem ég fékk að fylgjast með út um gluggann kom mér í mjög gott skap.

Dagarnir hjá Emilíu fóru aðallega í að labba um og skoða, kíktum aðeins í búðir og borðuðum mjög mikið. Ég fékk að skoða flottasta og skemmtilegasta safn sem ég hef séð, ARoS. Þar voru margar mismunandi sýningar í gangi en allt var mjög interactive sem ég elska. Efst á safninu er svokallað Rainbow Panorama, sem er stór glerhringur með mislitu gleri sem myndar einskonar regnboga. Gaman að segja frá því að það sé hannað eftir Íslending.

Ég fór líka í Ravepartý á vegum skóla Emilíu sem fór langt fram úr væntingum. Það var mjög gaman að fá að hitta alla vini hennar sem hún hefur kynnst hér sem og að kynnast stemmningunni í skólanum. Líka mjög fyndið að sjá allt í alvöru þar sem ég hef kynnst þessu öllu í gegnum skype.

Við fórum líka á einskonar þjóðminjasafn, og eins og er er jólþema þar. Þar gat maður fengið að kynnast jólunum á mismunandi tímum milli 1700 og 1900 ef ég man rétt. Það var ótrúlega kósý og mjög jólalegt. En þar sem ég tók mjög lítið af myndum í ferðinni á ég engar myndir þaðan.

Hér er mynd af göngugötunni, sem er með fallegustu jólaskreytingum sem ég hef séð.
Takk fyrir mig Emilía ❤️

Likes

Comments

Jólastemmningin er smátt og smátt að koma hingað til Hollands, það er búið að kveikja á jólaljósunum niður í bæ þannig að ég elska að labba þar í gegn. Finnst líka loftið svo jólalegt þegar það er svona kallt og ferskt. Í dag er fyrsti í aðventu og ég keypti aðventukerti í tilefni þess. Ég fékk mjög fín video af aðventumorgunmatnum heima svo það var smá einmanalegt að sitja ein og kveikja á kertinu.

Vikan var frekar viðburðalítil. Á mánudaginn kláraði ég anatómíuprófið sem gekk held ég mjög vel og eftir skóla fór ég með nokkrum úr bekknum heim til tveggja þeirra ap horfa á mynd og hafa það kósý. Það var svo huggulegt og þá fékk ég smá jól í hjartað.
Á fimmtudaginn var sýning á vekum Korzo í Rotterdam sem er einskonar hópur danshöfunda ef ég skil þetta rétt. Þaar fengum við að sjá 3 verk eftir mismunandi höfunda sem var mjög gaman. Ég var samt svo veik að ég gat ekki alveg notið þess til hins fyllsta.

Helgin er samt búin að vera mjög fín. Eftir skóla á föstudaginn fór ég með vinkonu minni niður í bæ þar sem við fréttum af black friday útsölunum. Það var samt svo mikið af fólki að við keyptum ekkert. Ég fór reyndar heim eftir það og keypti hluti á netinu þar sem útsölurnar gilda líka þar. Það er svo næs að búa hér þegar kemur að því að versla á netinu því ég get oftast fengið free shipping sem gerist voða sjaldan þegar maður sendir til Íslands. Það gleður litla hjartað mitt. Laugardagurinn fór í að taka því rólega því alla vikuna er ég búin að vera mjög slöpp og kvefuð. Ég tók til og þvoði þvott og svoleiðis. Um kvöldið fór ég til Hanne og við elduðum okkur pizzu og horfðum á mynd og ég gisti svo hjá henni.
Þegar við vöknuðum í morgun fórum við í morgun mat á Bagels & Beans, að sjálfsögðu og tókum svo smá jólagjafa leiðangur. Það get ekkert svaka vel en var samt kósý.
Núna er ég komin heim, en þarf að fara að versla í matinn fyrir vikuna. Þessi vika verður stutt og mun líða hratt því á fimmtudaginn fer ég til Danmerkuuuur!

Likes

Comments

Þessi vika leið mjög hratt. Dagarnir voru mjög langir og á kvöldin hef ég verið að undirbúa mig fyrir próf í líffærafræði sem ég fer í á morgunn. Mér leið mjög vel þessa vikuna. Ég náði að losa um mikið stress sem ég hef verið undir síðastliðnar vikur og mér finnst ég 20 kg léttari. Ég finn líka fyrir því núna hvað það er stutt eftir af önninni sem er mjög góð tilfinning. Núna er bara sirka ein og hálf vika í að ég fari til Danmerkur í fjóra daga og eftir það er bara um tvær og hálf vika í að ég fari heim.

Ég er líka búin að vera að hugsa um hvað haustið er stutt á Íslandi. Finnst eins og það taki tvær vikur og þá eru öll laufin fallin af trjánum. En hér byrjuðu laufin að breyta um lit og detta af í lok september og þau eru enn að. Á sama tíma finnst mér jólin eiginlega komin heima á Íslandi en hér er ennþá svo langt í þau. Ég held að það sé afþví allt sem mér finnst "jólalegt" er ekki hér. Það er allt heima. Mandarínurnar í kössunum, seríurnar, slyddan og bara stemningin einhvernvegin. Það er líka mjög spes en ég er búin að vera að kreiva hangikjöt alla vikuna og get ekki beðið eftir að koma í hangikjöt hjá ömmu á jóladag, en málið er að ég er venjulega ekkert svo hrifin af hangikjöti.

Hásinin mín er búin að vera skrýtin síðastliðnar 6 vikur, held að ég hafi ekki skrifað neitt um það hér en ég fór loksins til sjúkraþjálfa á mánudaginn. Hann sagði mér að minka aðeins álagið og vinna kanski svona 70% á vinstri fætinum. Ég er ekki mjög góð í því en vinn kanski á bara svona 90% heheeh. En mér líður betur þannig að ég held það sé í lagi.

Þessi helgi var svo mikil slór helgi. Ég ætti að vera að læra en gerði eiginlega bara allt annað en að læra. Er búin að læra svo mikið fyrir þetta próf að mér finnst ég ekki geta meira. En núna ætlum við að hittast fjögur úr bekknum og læra aðeins saman svona rétt fyrir prófið þannig að ég verð eiginlega að koma mér.

Likes

Comments

Ég fýla mánudaga. Er alltaf spennt að byrja nýja viku með nýjum áskorunum. Þessi mánudagur byrjar reyndar extra þægilega þar sem fyrsti tíminn minn byrjar ekki fyrir en 11:30 þar sem við erum að læra "teater tecnics" í hollum og ég kláraði í seinustu viku.
Við erum byrjuð í mental training tímum í skólanum núna sem ég held að munu hjálpa mér mikið. Þar erum við að læra hvernig er best að undirbúa sig, hvernig maður dílar við stress og hvernig maður setur sér markmið. Í þessari viku fengum við það verkefni að setja okkur bæði performance- (sem snýst um hvað við ætlum að bæta) og process- ( sem snýst um hvernig við ætlum að bæta það) markmið á hverjum degi. Ég er mjög spennt að prufa það þar sem ég er oftast bara með mánaðarleg markmið.

Helgin mín var mjög róleg sem er eitthvað sem ég þurfti. Laugardagurinn fór aðallega í að æfa sjálf uppí skóla og svo labba aðeins um miðbæinn þar sem ég þurfti að kaupa nokkrar gjafir, og nokkra hluti til þess að skrifa bréf til fjölskyldunnar. Ég ætla svo að senda þessi bréf í dag.
Ég er orðin svo spennt fyrir jólunum. Það er frekar óvenjulegt þar sem ég er ekki mikið jólabarn. En jólin eru svo miklu sérstakari núna þar sem ég fæ að fara heim. Var svo spennt að ég var næstum bara búin að kaupa allar jólagjafirnar á laugardaginn, en mér tókst að spara það.

Sunnudagurinn fór í að þrýfa allt herbergið, læra fyrir anatómíupróf sem verður í næstu viku og versla í matinn fyrir vikuna. Náði líka að skypa við marga mikilvæga ❤️
Sunnudagskvöldið tók svo frekar óvænta stefnu þar sem á svona klukkutíma ákvað ég að kaupa mér bara flugmiða til Danmerkur. Ég er semsagt að fara í heimsókn til Emilíu í Aarhus þar sem hún er í skóla. Ég fer fyrsta desember og kem aftur hingað fjórða. Mjög óvænt og mjög spennandi.

Þessi vika verður ekki jafn hektísk og þær seinustu hafa verið og næstu tvær vikur verða ennþá rólegri. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það þar sem ég fæ miklu meiri orku þegar það er mikið að gera. En það kemur allt í ljós.

Meira var það ekki í þetta skiptið. 👋🏼👋🏼

Likes

Comments

Jæja.
Fyrsta vikan eftir haustfríið er búin og tók hún alveg frekar mikið á andlega. Það slæma við að fara heim er að muna eftir öllu sem maður saknar heima. Þessi vika hefur því eiginlega einkennst af mikilli heimþrá, sem þýðir lítil orka og leiðilegt skap. Er líka held ég ennþá að jafna mig smá á því hvað það var yndislegt að koma heim og að fá að hitta Sölva aftur. Fjarsamband er mikil reynsla, allt örðuvísi en ég bjóst við.

Það er samt alveg mikið jákvætt í gangi líka. Bakið mitt hefur ekki verið svona lengi heilbrigt í yfir 2 ár! Er í sjokki. Það virkar bara eins og venjulegt bak! Finn líka að èg er orðin sterkari en ég hef nokkurtímann verið líka, finnst mjög gaman að finna fyrir þess konar árangri. Skólinn er kominn inn í næsta "phase" núna sem þýðir mikið mikið meira álag, sem ég kvarta ekki yfir. Akkurat núna eru tæknivikur sem þýðir tveir og hálfs tíma balletttími á dag í tvær vikur.
Ég er búin að ná að skypea sjúklega mikið í þessari viku líka. Ómetanlegt að fá að heyra í vinkonum mínum og fjölskyldunni almennilega.
Er líka ástfangin af haustinu hér! Þetta er svo óraunverulega brjálaðslega fallegt! 😍

Við fengum líka myndirnar úr skólamyndatökunni í vikunni:

Er ennþá að reyna að fatta að það sé komin nóvember, finnst ennþá eins og það skólaárið sé nýbyrjað en núna er ég næstum búin að vera í skólanum í 3 mánuði.

En þegar orkan er lítil er svo gott að vera í kringum yndislegt fólk og ég er mjög svo heppin með nánustu krakkana í bekknum. Þetta er Hanne, við fórum í bröns á sunnudaginn.

Á morgunn verður klikkaður dagur í skólanum, fullt af tímum og allir physical. Ég ætla þessvegna að reyna að slökkva og fara að sofa þannig að þetta blogg verður ekki lengra í bili.

Likes

Comments

Langt síðan ég hef skrifað..
Er samt með frekar löggilda afsökun, á fimmtudaginn í síðustu viku kom nefnilega Sölvi til mín alla leiðina frá Íslandi. Get eiginlega ekki lýst því hvernig var að sjá hann aftur eftir 2 mánuði. Mjög svo tilfinningaþrungið vægast sagt. Er svo gjörn á að gleyma hvernig fólk er og hvernig það talar og hvernig er að snerta það þannig að þetta var mjög nauðsynlegur hittingur.

Á fimmtudaginn tók ég lestina í kringum 10 frá Arnhem til Schiphol en lenti reyndar í smá veseni þar sem lestinni minni var cancellað. Ég HATA svona lestarvesen þar sem ég kann voða lítið á lestar en endaði á því að taka lest til Utrecht sem var svo sein að ég missti af tengilestinni minni til Schiphol og þurfti að taka næstu lest þar á eftir. Ég komst allaveganna á leiðarenda og var bara nokkrum mínútum of sein að gateinu sem Sölvi kom út um hehe..
Við vorum í Arnhem frá fimmtudegi til sunnudags. Við borðuðum mikið af góðum mat, smökkuðum allskonar mismunandi bjóra og nutum yndislega haustsins með því að hjóla um og fara í dýragarðinn. Svo var líka aðeins kíkt í búðir, bara aðeins.

Á sunnudeginum tókum við lestina til Amsterdam þar sem við eyddum rétt rúmlega tveimur sólarhringum. Vegna smá valkvíða í skipulagi enduðum við á því að gista á tveimur mismunandi hótelum sem var bara mjög skemmtilegt! Urðum ástfangin af seinna hótelinu okkar og ætlum bókað aftur.
Við höfðum frekar stuttan tíma í Amsterdam en löbbuðum rosalega mikið um bara til þess að skoða því þessi borg er svo ótrúlega falleg!
Á þriðjudeginum var síðan ferðinni haldið heim, til Íslands til þess að eyða haustfríinu mínu þar! 🇮🇸

Váá hvað það var gott að koma heim! Smá sorglegt líka því það minnti mig svo á hvað það er mikið sem ég sakna heima. Er búin að vera að velta framtíðinni mikið fyrir mér og reyna að komast nær því hvað mig virkilega langar að gera. Vildi helst bara að einhver myndi ákveða þetta fyrir mig, er búin að ofhugsa allt fram og tilbaka og veit ekki lengur hvað mér finnst um eitt né neitt.
Tíminn á Íslandi var vel nýttur. Aðalega í að vera í kringum fólkið mitt en ég náði líka að kreista inn nokkrum vinnutímum sem og nokkrum æfingum. Er ekkert svakalega góð í að vera í fríi í fríunum mínum hehe.
Þar sem margar vinkvenna minna fluttu líka til útlanda í haust og að tíminn var af mjög skornum skammti náði ég ekki að hitta nærrum því allar sem ég hefði viljað.

Akkurat núna er ég í flugvélinni á leið til Hollands aftur. Játa alveg að það var mjög erfitt að kveðja Sölva og er enn að berjast við kökkinn í hálsinum, en þarf að reyna að hugsa um eitthvað annað.
Að fá ekki að hitta manneskjuna sem þér líður best með í heiminum í langann tíma er eitt það ömurlegasta sem ég hef þurft að díla við. ❤️

Það er nú samt ekkert svo langt í að ég komi heim aftur. 23. desember. Of langt samt..

Likes

Comments

Á föstudaginn, afmælisdaginn minn, hitti ég Hanne bekkjarsystur mína í hádegismat á uppáhalds staðnum mínum Bagels and beans. Þaðan löbbuðum við á lestarsöðina þar sem var tekið á móti mér með fullt af knúsum og súkkulaði. Svo tók allur bekkurinn minn lestina (eða reyndar 3 mismunandi lestir) til Mastricht sem er mjög sunnarlega í Hollandi. Það tók um það bil 3 tíma. Þegar þangað var komið löbbuðum við á StayOkay hostelið okkar og skiluðum töskunum og drifum okkur svo á ítalskan veitingastað að borða. Eftir matinn var komið mér á óvart með ís og stjörnuljósum og allir sungu fyrir mig, ekkert smá krúttlegt og hef aldrei fengið svoleiðis áður á veitingastað ❤️ Eftir það löbbuðum við í aðal leikhúsið í Maastricht þar sem opnunarkvöd háríðatinnar Nederlanse Dansdagen eða hollensku dansdagarnir var haldið. Þar var sýnt brot úr ýmsum verkum eftir aðeins minna þekkta flokka hérna úti og var því miður ekkert þar sem hreyf mig. Er svo pický á það sem ég fýla tengt dansi en hef líka ekkert á móti því að sjá hluti sem mér finnst hundleiðilegir því þá kann maður betur að meta það sem manni finnst svo alveg geggjað.

Á laugardeginum þurftum við að vakna snemma, fara í morgunmat og undirbúa nestispakka. Við fórum svo nokkur að skoða tvær ljósmyndasýningar en hittumst svo öll aftur um eitt til að fara á fyrstu danssýninguna. Dagurinn snérist um það að labba á milli sýningarstaða og fara á sýningar og fórum við á heilar 4 sýningar þann daginn. Síðasta sýningin var tveir og hálfur tími og var hún með öllum topp flokkum Hollands. Þar fékk ég að sjá NDT Í fyrsta skipti og skildi verkið þeirra mig eftir í tárum, með gæsahúð og hjartað á milljón. Ótrúlegt! Yfir daginn voru nokkur verk sem hrifu mig, sem var mjög gaman. Við fórum einnig á sýningu eftir Dario Tortorelli sem mun vera danshöfundur okkar fyrsta ársnema í vor og vinna verk með okkur. Er mjög hrifinn af honum sem danshöfund og manneskju.

Á sunnudaginn var aftur vaknað snemma, farið í morgunmat og pakkað öllu í töskurnar. Svo löbbuðum við í hús þar sem við fengum fyrirlestur um "Night Walking" verkefnið. Það eru rannsóknir á fólki em er bæði blint og heyrnalaust og hvort það sé hægt að nota snertispuna þeim í hag. Við fengum svo að upplifa þá tilfinningu að vera bæði blind og heyrnalaus sem var mjög áhugavert. Fékk mjög mikin innblástur þar. Svo hittum við kennarann okkar í dramaturgy ásamt Dario og dansara hans á laugardeginum og spjölluðum saman um komandi tíma og verkið hans.
Upp úr 3 tókum við lestina heim og komum heim til Arnhem rétt eftir 6 alveg búin á því. Helgin tók mikið á en var svo skemmtileg!

Þessi vika er mjög venjuleg. En í dag, miðvikudag féll fyrsti tími niður þannig að ég hef smá tíma til þess að taka því rólega. Um helgina er planið að fara á aðra danssýningu ef ég næ miða í dag. Og í næstu viku á ég loksinsloksinsloksins von á heimsókn ❤️❤️

Likes

Comments

Við erum byrjuð í Limon tækni í skólanum núna. Í fyrstu hélt ég að þetta væri ekki alveg eitthvað fyrir mig en það breyttist og eru þetta held ég uppáhalds tímarnir mínir eins og er. Kennarinn okkar er fyrrum dansari bæði í Limon-flokknum í New York og í NDT eða Netherlands Dans Theater þar sem hann dansaði í heil 18 ár. Hann er svo flott fyrirmynd fyrir okkur þar sem þessi ferill finnst nánast ekki. NDT er eitt virtasta kompaný í Evrópu og það kemur varla fyrir að kompaný haldi dönsurum í svona mörg ár. Hann er víst líka með sambönd út um allar trissur og er ég ekki hissa því persónuleikinn hans er snilld. Ég finn þess vegna fyrir mikilli pressu í tímunum hans þar sem hann er svo virtur í dansinum hér.
Við erum einnig að semja sólóa núna sem hann mun vinna með okkur og gera einskonar verk úr. Mjög spennandi, krefjandi og stressandi.

Vikan hefur gengið vel. Líkaminn hefur verið að standa standa sig frekar vel en finn virkilega fyrir kuldanum í öllum liðum og vöðvum. Það er nefnilega farið að kólna núna og er hitastigið milli 14 og 16 á daginn en þegar ég hjóla í skólann á morgnanna er ekki nema kanski 6-10. Það er líka frekar mikill vindur þar sem ég þarf að hjóla yfir stóra brú.
Fæ margoft að heyra það að mér ætti nú ekki að vera kallt, ég er frá Íslandi! En þeir sem þekkja mig vita að ég er mesta kuldaskræfa í heimi og mér er eiginlega bara mjög sjaldan ekki kallt. Ég er byrjuð að ganga með húfu og trefil en sumir hollendingarnir eru ennþá bara í stuttermabol.
Hitinn í herberginu mínu fór samt sem betur fer að virka í vikunni svo ég kemst nóttina af!

Haustð hér hefur samt hingað til verið alveg virkilega kósý! Hlakka til að kaupa seríur í herbergið.

Í dag fór ég á mitt fyrsta "Open Podium" í skólanum. Það er viðburður þar sem fólk á dansbrautinni fær að sýna sín eigin verk, þau geta verið tilbúin eða enn í vinnslu, og geta svo fengið feedback frá kennurum skólans sem og að æfa sig með áhorfendur fyrir framan sig.
Það er mjög gaman að sjá hvað ég er að læra með hugmyndaríku fólki. Maður sér hugmyndaflugið og þörfina til þess að skapa góssa út úr sumum hér.

Í kvöld ætla ég að vaka til miðnættis til þess að fagna þess að ég eigi afmæli. Því ég verð tvítug á morgun 7. október. Við kærastinn minn ætlum að skypea þegar afmælisdagurinn byrjar haha.
Á morgun fer ég líka í ferðalag með skólanum. Fyrst ætla ég reyndar að hitta vinkonum mína úr skólanum í hádegismat á uppáhalds staðnum mínum en svo hittum við bekkinn og förum saman til Maastricht. Það er borg mjög sunnarlega í Hollandi og tekur um 2,5 tíma að fara þangað. Við erum að fara þangað á vegum skólans til þess að upplifa "hollenska dansdaginn" sem reyndar er heil helgi. Við munum sjá margar mismunandi sýningar að mér skilst og m.a. verður eitthvað frá bæði Scapino Ballet og NDT sem eru toppkompaný í Hollandi. Munum einnig taka workshop þar sem ég er spennt fyrir.
Finnst smá sárt að fá ekki að vera með og einusinni tala við fjölskylduna og bestu vinina á afmælisdaginn þar sem ég verð ekki með neitt gott net í Maastricht en samt sem áður er ég mjög spennt fyrir helginni.
Er búin að pakka í töskur og núna er bara að vaska upp eftir matinn og svo kúra undir sæng þangað til að ég á afmæli vúhúú.

Likes

Comments

Vikan sem leið var mikið betri en seinasta vika. Mér líður mikið mikið betur og hef notið mín aftur vel í skólanum. Bakið er búið að standa sig mjög vel sem ég er í skýjunum með. Í messari viku fann ég fyrir mikilli þreytu bæði hjá mér og bekkjarfélögum mínum þannig að er ótrúlega þakklát fyrir þessa helgi!

Finnst myndin hér fyrir ofan svo einkennandi fyrir Arnhem. Beljur ALLSTAÐAR. Líka inni í bænum.


Þessi helgi verður mjög róleg, þarf að endurheimta orku fyrir næstu viku og einnig fyrir helgina þar á eftir því þá er ég að fara í ferðalag með bekknum á Hollenska dansdaginn í Maastricht. Ég er ótrúlega spennt fyrir því. Þar munum við fara á sýningar taka tíma og skemmta okkur á kvöldin.
Í kvöld er ég reyndar að fara á sýningu hjá Introdans, flotti dansflokkurinn hér í Arnhem og er ég mjög spennt!! Eftir það er líka partý heima hjá bekkjarsystur minni sem hún er að halda með öllum 13 roommateunum sínum.

Í gær fékk ég liksins hollenskann bankareikning! Þannig að núna er ég eiginlega bara búin að öllu svoleiðis veseni. Á reyndar eftir að setja upp netbankann minn en fer í það í dag. Verð svo fegin þegar allt þetta "leiðilega" sem maður þarf að gera þegar maður flytur til annars lands verður búið.

Hef ekkert mikið meira að segja eins og er. Allt gengur sinn vanagang og ég reyni að njóta mómentsins, sem mér finnst alltaf mjög erfitt.

Likes

Comments