Þessi vika er búin að vera smá erfið vegna þess að ég hef verið óvenju þreytt bæði líkamlega og andlega. Er ekki búin að fá frídag í 2 vikur og álagið er búið að vera frekar mikið.

Á sunnudaginn kom ég sem sagt heim frá Gautaborg, það var seinkun á lestinni þannig ég var ekki komin til Stokkhólms fyrr en um hálf eitt um nóttina. Þá ætlaði ég að taka aðra lest heim kl 01, en svo endaði með því að lestin kom ekki. Það var ekkert smá skrítið, allt í einu hvarf bara tíminn og nafnið á lestinni og svo stóð allt í einu að næsta lest átti ekki að koma fyrr en kl 05 um morguninn.... Ég var ekkert smá þreytt þarna og fékk smá panikk þvi ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég endaði með að taka taxa heim. Fólkið á lestarstöðinni var frekar óhuggulegt og mér leið mjög óþæginlega þarna. En allavega þá komst ég loksins heim en þá var klukkan orðin 02 og ég náði ekki að sofna fyrr en um hálf 3-3. Það var ekkert smá erfitt að vakna á mánudagsmorgun, ég hef ekki verið svona þreytt í mjög langan tíma. En ég reyndi að hugsa jákvætt og gerði mitt besta og að lokum var dagurinn búinn. Það var ekkert smá góð tilfining að koma heim og upp í rúm, vitandi það að ég fór í gegnum daginn sem mig langaði mjög mikið bara að sleppa alveg.

Við erum búin að vera á fullu að æfa fyrir jólasýninguna. Hún nálgast óðfluga og nú er allt að smella saman! Er orðin svolítið spennt, við erum með 3 sýningar sem er ekkert smá frábært!!

Það er byrjað að kólna mjög mikið og ég finn það sérstaklega í vöðvunum og liðum. Ég þarf að hita upp alveg extra vel fyrir allar æfingar.

Ég finn mjög mikið fyrir því að það er kominn desember. Það er allt orðið svo jólalegt og fínt! Ég er alveg byrjuð að hlusta á jólalögin. Eiginlega byrjuðum við aaaðeins of snemma að hlusta á þau, í lok október... hahaha en það var meira bara svona eitt og eitt jólalag. Nú er kominn tími á að hlusta á þau alla daga, vííj :D Það er því miður enginn snjór en ég vona innilega að hann fari að koma aftur!

Það er svo skrítið að hugsa út í það að næstum allir vinir mínir eru í jólaprófum, mér líður eins og ég sé að missa af þeim... Frekar næs að þurfa allavega ekki að hugsa út í þau en ég vona að öllum muni ganga rosa vel <3
Þetta verður líka fyrsta afmælið mitt í langan tíma sem ég þarf ekki að vera að læra!! Það er mjög góð tilfining, en það verður líka kannski smá skrítið að vera ekki heima... Jæja við sjáum til! Bara 6 dagar þangað til :D

Í dag fórum við Heidi í svaka langan göngutúr um hverfið, við löbbuðum meðfram vatni og enduðum síðan í mjög krúttlegu sænsku úthverfi. En svo föttuðum við að við værum villtar og vissum ekkert hvernig við áttum að fara til baka.... Við spurðum fólk til vegar og hvort við værum langt frá Skärholmen, sem er hverfið sem við búum í, og maðurinn bara uuuu já frekar langt frá, síðan tjekkaði hann á google maps og það voru aðeins 8 mínótur í bíl og þá sagði hann að það væri ekkert mál að skutla okkur, hann væri hvort eð er að fara í svipaða átt. Mamma kom strax í hugann minn vegna þess að hún hefur alltaf varað mig við einhverju svona, en það eru í alvörunni til gott og heiðarlegt fólk í heiminum líka! Allavega þá er sænskt fólk alveg yndislegt, að minnsta kosti þeir sem ég hef komist í kynni við! En við komumst sem sagt heilar og útiteknar heim eftir hressandi göngutúr!

Ég hef náð að hvíla mig frekar vel í dag og ætla snemma að sofa, held að þessi vika verður frábær! Gott að vera úthvíld fyrir allar sviðsæfingarnar sem er í vændum! :D

Design your blog - select from dozens of ready-made templates or make your own; simply “point & click” - click here!

Likes

Comments

Ég fékk óvænt boð á föstudaginn um að koma í dansprufu fyrir Phantom of The Opera sem er söngleikur sýndur í Gautaborgar Óperunni í september 2017. Ég sendi inn umsókn fyrr í vikunni en ég vissi að deadline-ið fyrir allar umsóknir var runninn út þannig ég var ekki að búast við að fá prufu. Áður en ég veit af þá fékk ég boð um að koma og ég var byrjuð að leita af lestarmiðum og næturgistingu á hóteli. Ég fékk smá panikk vegna þess að ég vil alltaf hafa allt súper skipulagt með fyrirvara en þarna hafði ég nokkra klukkutima til að ákveða mig og redda öllu. Þetta hafðist að lokum (með smá hjálp mömmu að finna hótel hehe) en síðan daginn eftir, laugardag, fór ég á æfingu og svo beint á lestarstöðina.
Í lestinni var eldri maður sem byrjaði að spjalla og spyrja hvaðan ég væri og var síðan alveg hissa þegar ég sagði honum að ég kæmi frá Íslandi. Ég hafði verið að tala við vinkonu mína á skype og hann hélt að ég væri frá Eistlandi hahaha. Hann sagði mér að hann hafi tekið hringinn í kringum Ísland fyrr á árinu og fannst þetta alveg yndislegt land. Síðan spurði hann hvort ég hefði gistingu því annars hefði hann getað reddað mér gistingu hjá fyrrverandi konu hans. Hann bauð mér síðan sólgleraugu sem hann fann á leiðinni kringum landið á einhverjum vegi. Svo sýndi hann mér helling af myndum sem hann hafði tekið á Íslandi. Mjög krúttlegur og yndæll maður.

Ég kom svo á hótelið um klukkan 10 en það var tveggja klukkutíma seinkunn á lestinni vegna tæknilegra vandamála á miðri leið. En að lokum komst ég upp í rúm að sofa. Ég hef ekki sofið svona fast og vel síðan ég var heima! Þetta rúm var súper stórt og notalegt, síðan var alveg svartamyrkur í herberginu sem gerði þetta svo huggulegt!

Daginn eftir (í dag sem sagt) vaknaði ég, borðaði morgunmat, gerði mig til og hélt af stað í Gautaborgar Óperuna. Þar hitaði ég upp en vissi ekkert við hverju ég átti að búast við í þessari prufu. Við byrjuðum á að læra svaka Jazz rútínu. Ég hef aldrei lært jazz áður þannig þetta var alveg nýtt fyrir mér. Ég gerði mitt besta, fór alveg út fyrir þægindarammann minn og ýkti allt. Síðan tók við smá ballet partur sem mér gekk mjög vel í, enda algjörlega inn í minum þægindaramma. Í heildina fannst mér ganga vel en ég var samt ekki alveg viss hvort ég myndi komast áfram í seinni hluta prufunnar eða ekki. Það voru nefnilega mjög góðir dansarar þarna líka sem voru með svaka attitude í jazzinum. Ég var líka með þeim yngri sem var þarna. EN síðan var smá pása og að lokum fengum við niðurstöðurnar. Ég komst áfram og í seinni hlutanum lærðum við klassískt pas de deux. Ég var sett með mjög góðum partner sem kemur frá Noregi og er að læra í KHiO sem er mjög góður dansháskóli. Okkur gekk mjög vel og ég skemmti mér mjög mikið í þessum prufum og lærði alveg heilan helling. Ég fæ að vita niðurstöðurnar eftir viku. Sama hvort ég fái þessa vinnu eða ekki þá var þetta mjög góð reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af!

Það er svoleiðis í dansheiminum að maður þarf að fara í margar prufur áður en maður fær já. Þetta var önnur prufan sem ég hef farið í og ég veit að þær munu verða miklu fleiri á lífsleiðinni!

Núna er ég á leiðinni aftur heim til Stokkhólms þannig þetta var bara stutt stopp í þetta sinn!

Likes

Comments

Ég hef verið alveg frekar upptekin síðustu tvær vikur. Aðallega í því að taka upp audition video. Það eru nefnilega margir dansflokkar sem vilja fá sent inn video áður en þeir bjóða manni að koma í prufu. Nathalie ballett kennarinn minn var svo yndisleg að hjálpa mér með videoið og Daniel tæknimaður skólans lánaði okkur myndavél og þrífót til að taka upp og síðan klippti hann videoið saman. Er ekkert smá heppin að hafa fengið svona mikla hjálp frá þeim, kann allavega mjög mikið að meta það!
Síðan er ég búin að vera að vinna í CV-inu mínu og allskonar hlutum sem þurfa að vera komnir í lag fyrir auditions.

Í síðustu viku fórum við síðan á sýningu hjá Batsheva dansflokknum, sem er einn frægasti dansflokkur í heimi. Ég hef bara eitt orð: VÁ!!!!! Það var magnað að sjá þau live. Allir dansarar flokksins voru fáránlega flottir. Eftir sýninguna var síðan "eftirspjall" við stjórnanda flokksins Ohad Naharin. Það var líka ekkert smá gaman að sjá hann. Hann er eitt af þessum nöfnum í dansheiminum sem allir dansarar verða að þekkja.
Daginn eftir fórum við síðan í workshop með eitt af dönsurum flokksins. Okei sko.... Það var geðveikt. Fórum í Gaga improvisation tíma. Þar varð ég fyrir svooo miklum innblæstri, get eiginlega ekki komið því í nógu góð orð.

Annars er ekkert það mikið af frétta af mér, jólasýningin nálgast óðfluga og við erum búin að vera á fullu að æfa fyrir hana. Smá stress vegna þess að það er ekkert grín að dansa Svanavatnið... Verð að halda áfram að vera dugleg að synda til að halda uppi þolinu hahaha! Síðan munum við sýna Pas De Deux verkið Sul Tempo sem við sýndum í Gautaborg í október nema að núna vantar svo mikið af fólki vegna þess að allir "non european" úr international bekknum (mínum bekk) voru sendir heim til að leysa VISA vandamálið. Þannig að núna er búið að setja nýtt fólk í verkið til að fylla upp í götin og þá þarf að hreinsa allan dansinn aftur. En það er alltilagi! Allir verða bara að vera super fókuseraðir svo þetta gangi upp :D
Um daginn prentaði ég út helling af myndum og hengdi upp á vegginn minn sem gerir herbergið smá eins og herbergið mitt heima á Íslandi! Fæ samt stundum frekar mikla heimþrá með því að skoða myndirnar...

Er samt ennþá í svo miklu sjokki hvað tíminn er fljótur að líða!! Nóvember er alveg að klárast og svo kemur bara Desember, þá á ég líka afmæli, og jólin og jólafrí ahhh!! Er svo spennt, við fjölskyldan erum að fara til Flórída um jólin þannig það verða sólrík jól í ár hjá mér!


Likes

Comments

Þetta er búið að vera mjög tvískiptur dagur, bæði á vondan og góðan hátt...
Er ekki alltaf best að byrja á því slæma? Jæja okei fyrir það fyrsta eins og líklega allir vita þá er Trump forseti bandaríkjanna, allir hér í Svíþjóð eru miklu sjokki...
Svo var verið að tilkynna okkur að international nemendurnir frá Japan og Ástralíu verða að yfirgefa landið innan tveggja daga vegna VISA vandamála... Sem er ööömurlegt. Ég get ekki ímyndað mér að þurfa að yfirgefa það sem er orðið sitt annað heimili og alla vini sína hér. En þau fara aftur heim til sín og þurfa að afgreiða þetta VÍSA vandamál þar, síðan koma þau aftur ef að þetta tekur ekki marga marga mánuði. Það eru allir í miklu sjokki vegna þess að þau fengu að vita þetta með svosvosvo litlum fyrirvara. Flugmiðinn þeirra sem eru að fara til Japans kostaði um 280þúsund isl krónur!!!!! Fáránlega mikið 😔 Æji þetta er bara rosalega leiðinlegt og sorglegt. Í bili verðum við þá fjögur eftir af ellefu manna hópi. 😔 En Shardae vinkona mín/herbergisfélagi þarf að fara til Ítalíu og leysa þetta VÍSA mál þar vegna þess að hun er með landvistarleyfi þar þannig hún kemur alveg pottþétt aftur held ég.

Það snjóaði sjúklega mikið í allan dag og það var byrjað að vera ófært þannig að kl 3 sagði skólastjórinn að allir áttu að fara heim og canceleraði öllum tímunum sem áttu að vera um kvöldið...
Við krakkarnir fóru heim og gerðum snjókalla og fórum í svaka snjóstríð. Mér leið eins og 10 ára barni að sjá snjó í fyrsta skipti í langan tíma. Hahaha, það var allavega það góða við þennan dag. Og svo átti vinkona mín Julianne afmæli þannig við keyptum kökur fyrir hana og fórum út að borða sem var mjög næs!

  • 172 readers

Likes

Comments

Nú sit ég á Joe and the juice á Keflavíkurflugvelli og er á leiðinni heim til Svíþjóðar. Ég kom til Íslands síðastliðinn laugardag og var heima í viku.
Þessi vika er búin að vera dásamleg í alla staði. Ég náði að hitta alla en það reyndi verulega á skipulagið mitt! Ég skrifaði allt niður vegna þess að ég vissi að annars myndi ég gleyma því!

Laugardagur = Ferðadagur. Ég lagði af stað frá dormitoríinu um hádegi. Rétt áður en ég fór þá ákvað ég að þrýfa aðeins, það var svo mikið af óhreinum diskum og riki að ég stóðst ekki mátan. Ég vona bara að íbúðin verður hrein þegar ég kem til baka. Það reynir á herbergisfélagann minn núna! Neeei ég segi svona… En allavega þá gekk ferðin heim rosa vel. Mamma, pabbi, Kæja og Lotta tóku á móti mér á flugvellinum. Það var ekkert smá gott að sjá þau. Ég sver að systur mínar erum búnar að stækka heilan helling síðan ég sá þær seinast. Það er eiginlega bara óhuggulegt! Ég vil ekki að þær stækki svona fljótt!!!!
Mamma eldaði uppáhaldsmatinn minn um kvöldið. LASANGA!! Vá ég hef ekki fengið svona góðan mat í 3 mánuði.

Um kvöldið var ég svo heppin að sjá bestu vinkonu mína hana Lív. Það vildi svo heppilega til að við náðum nokkrum klukkutímum saman á landinu. Hún fór síðan heim til sín til Hollands á sunnudagsmorgun. Ég hefði nú verið til í að eyða meiri tíma með henni en ég er samt mjög þakklát að hafa fengið að sjá hana.

Sunnudagur: Ég fékk deliciouuuuus morgunmat. Við fjölskyldan fórum síðan í boð heim til ömmu og afa vegna þess að amma var að gefa út bók sem heitir Svartalogn. Ég er ekkert smá stolt af ömmu og er mjög spennt að lesa nýju bókina hennar! Það var gott að hitta alla fjölskylduna aftur. Við mamma og Kæja fórum síðan í bíó og um kvöldið hitti ég bestu vinkonur mínar, Þórdísi, Bjargey, Helgu og Dagný. Þórdís var mesta dúlla í heimi og bakaði köku. Það var svoo gott að sjá þær.

Mánudagur: Ég tók ballettíma upp í Listdansskóla (gamla skólanum mínum) og hitti síðan Sesselju vinkonu mína sem var ný komin úr kjálkaaðgerð greyið! Síðan fór ég með systur mínar til tannlæknis í skoðun. Þetta var mjög rólegur og næs dagur. Um kvöldið var ég heima með fjölskyldunni að hafa það kósy. 🙂

Þriðjudagur: Ég hitti Auði og við fórum á Lemon í hádegismat. Við löbbuðum fram og til baka á laugarveginum og enduðum síðan á lemon eins og svo oft áður! Um kvöldið fórum við Ólöf, Alma, Klara og Fanney í Reykjavík escape. Guð minn góður, þetta var svo erfitt og við vorum svo clueless á tímabili að það hálfa væri nóg, hahaha. Við erum allar með svo mikið keppnisskap að það var mjög erfitt að tapa. En ég meina shit happens, við ætlum að rústa þessu næst! ;);) Síðan fórum við heim til Fanneyjar og gerðum eðlu, mmmmmm það var súper næs. Það er svo tíbýst að þegar ég flutti til Svíþjóðar þá akkurat flutti Fanney til Íslands frá Svíþjóð. Við höfum aldrei búið allar á sama landinu frá því í 9unda bekk, alveg merkilegt. En það góða við þennan vinahóp er að það skiptir ekki máli hvort við hittumst í gær eða fyrir 4 mánuðum, við erum alltaf eins. Mér þykir svo fáránlega vænt um þennan vinahóp að ég get varla lýst því.

Miðvikudagur: Ég fór að skoða nýja Plié húsnæið (ég var balletkennari þar áður en ég flutti út) VÁVÁVÁ, ekkert smá flott og stórt. Það var yndislegt að hitta Elvu og Eydísi og spjalla. Ég tók líka Hot barre tíma hjá Eydísi sem var alveg frábært, og erfitt…. hahaha. Svo fór ég aftur með Karlottu til tannlæknis, í þetta skipti þurfti að laga glerungsskemmd hjá henni. Greyið fékk fjórar deyfingarsprautur, það var samt smá fyndið… En þarna ákvað ég að ég gæti ekki orðið tannlæknir eða skurðlæknir. Ég fæ svo mikinn hroll að horfa á einhvern sprauta fólk og gera allt þetta. ughhh. Eftirmiðdaginn hitti ég Lárus og Þórdísi og við fengum okkur kaffibolla. Ég er ekki búin að sjá Lalla síðan í júní þannig það var æðislegt að sjá hann. Um kvöldið fórum við pabbi, Kæja, Lotta og Davíð bróðir á landsleikinn (handboltaleik). Ég hélt samt fyrst að ég væri að fara á fótboltaleik því pabbi talaði alltaf um landsleik og af einhverri ástæðu þá hélt ég að þetta væri fótboltaleikur og spurði pabba, því það var greeenjandi rigning, hvort maður yrði nokkuð svaka blautur á að sitja í stúkunni. Hann hló bara af mér. Ég skemmti mér svaka vel á leiknum. Þetta var súper spennandi leikur og aðsjálfsögðu vann Ísland! wohoooo!
Fimmtudagur: Jæja enn og aftur fór ég til tannlæknis. Ég held að ég hafi heimsótt hann oftast af öllum, án gríns haha! En í þetta skipti fór ég til hans. Ég var guðslifandi fegin þegar hann sagði mér að endajaxlarnir uppi voru ekki að fara að koma. Jii minn eini, það er hræðilegt að taka endajaxlana út. En það var allt í besta lagi sem betur fer! Um hádegið fór ég á Gló með Karitas frænku minni sem var yndislegt. Eftirmiðdaginn fór ég og hitti Auði og Söru. Það var mjög gott að hitta þær. Síðan fór ég í ballettíma með Auði í JSB hjá Maríu Gíslad, ég var allaf hjá henni í einkatímum í ballet á tímabili. Það var mjög gott að sjá Maríu aftur og taka tíma hjá henni! Um kvöldið buðu mamma og pabbi mér, Kæju, Lottu og Helgu sys útað borða á Grillmarkaðinn. Það var ekkert smáá góður matur og flottur staður! Síðan fórum við á ValdÍS og svo heim í kósý.
Föstudagur: Ég fór upp í MH og ætlaði að ná í útskriftarmyndina af árgangnum. Ég var búin að steingleyma henni og fattaði bara um daginn að ég hafi pantað hana í vor. Vandamálið var að það var ekki hægt að borga með korti og heldur enginn hraðbanki þannig ég er ekki enn komin með myndina hahahaha. Bjargey ætlar samt líklega að redda þessu fyrir mig. Það var mjög næs samt að hitta aðeins krakkana í MH. Síðan fór ég til ömmu og afa í kaffibolla og við spjölluðum um hitt og þetta, þar á meðal voru lífsreglurnar hlíddar yfir mér enn einu sinni haha. Það er alltaf gott að taka svona spjall við ömmu og afa. Síðan fór ég í klippingu til Bjargey! Hún er algjör snillingur að klippa hár, er búin að fara í klippingu til hennar síðastliðið ár! Um kvöldið var síðan Halloween party hjá Guðrúnu Söru, það var sjúklega gaman að hitta alla krakkana þar, smá magaluf (útsriftarferðin) reunion!
Laugardagur: Aaalgjör kósý dagur. Ég og Ólöf fórum í rúmlega klukkutíma göngutúr með Skugga um Fossvogsdal. Við gerðum það alltaf reglulega þegar ég bjó heima. Við höfum báðar saknað þess að hittast og fara í kósý göngutúr. Um kvöldið kom afi Pálmi í mat og við borðuðum sjúúklega góðan mat. Það var rosa gott að hitta afa. Síðan fór ég bara að pakka og að vana þá er ég með alltof mikið af dóti með mér. Ég þurfti að setjast á töskuna til að loka henni, ég vona bara að hún springi ekki í flugvélinni haha. Er ekki eitthvað “travel light” námskeið sem hægt er að fara á???
Um kvöldið komu Ólöf, Klara og Fanney til að kveðja mig. Klara er akkurat að flytja í sína eigin íbúð í dag, hefði svoo mikið vilja hjálpa henni að flytja en var bara akkurat að fara í dag :((((((
Sunnudagur: Við fjölskyldan fórum í svaka flottan brunch til Auju frænku og Óskars frænda. Það var yndislegt að sjá þau. ❤ Síðan fórum við í búð og keyptum mikiðmikið af vítamínum fyrir mig, lýsi og amino. Svo skutlaði pabbi mér upp á flugvöll og núna er ég bara í flugvéllinni á leiðinni heim til Svíþjóðar!

Þetta var frábær ferð í alla staði. Að koma svona aftur til baka gerir mig svo 10000x þakklátari fyrir allt sem ég á. Fjölskyldu mína og vini. Ég í alvörunni á ekki til nógu góð orð fyrir það hvað mér þykir vænt um alla. Það er engan vegin sjálfsagt að eiga svona gott fólk í kringum sig.

Svo skrítið samt að koma í heimsókn heim til sín. Mér líður smá eins og Hannah Montana, lifi eiginlega tveimur lífum. Hljómar kannski asnalega en ég var nú að horfa á Hannah Montana the movie um daginn þannig það skýrir þessa pælingu kannski. Haha 😀

Likes

Comments

Þessi vika er búin að vera mun rólegri en vikurnar þar á undan. Natalie balletkennarinn minn fór til Sviss þannig að ég er búin að vera með rússneskan kennara alla vikuna. Það er búið að vera mjög áhugavert og gaman að breyta til og fá nýjar og öðruvísi leiðréttingar. Ég verð nú samt að segja að ég sakni Natalie...
Við fórum síðan bara í einn nútímadans tíma í vikunni vegna þess að Sigge, nútímadans kennarinn minn, var að sýna í óperunni og gat því ekki komið. Cilla var með tímann á miðvikudaginn, en við erum alltaf hjá henni á þeim dögum. Í þeim tíma steig ég algjörlega út fyrir þægindarammann minn. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er mjög opin manneskja og ég geri stundum frekar skrítna hluti en þegar ég kem inn í ballet stúdíóið þá hverfur soldið grallara hliðin af mér. EN tíminn á miðvikudaginn var aðeins öðruvísi og blandaður, sem sagt dans og smá "leiklist" líka. Við lærðum sem sagt kóreógrafíu og inn á milli áttum við að spinna og í endan "dóum" við. Ég kom sjálfri mér mjög á óvart, ég náði þvílíkt að lifa mig inn í þetta og í smá stund leið mér eins og ég væri bara ein inn í herbergi. Sem er frábært!! Ég hef í raun aldrei spreytt mig eitthvað mikið á þessari hlið en það er gaman að vita að ég geti gert þetta.

Núna er ég komin í vetrafrí og fæ alveg heila viku! Á morgun flýg ég heim til Íslands og ég get varla lýst því hvað ég er spennt að sjá fjölskylduna mína og vini!!! Það verður yndislegt að koma heim ❤️🇮🇸

  • 30 readers

Likes

Comments

Ég var að fatta að ég er ekkert búin að skrifa hingað í 3 vikur. Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hreinlega hef ekki haft tíma! Þetta eru búnar að vera rosalega skemmtilegar en krefjandi vikur. Við sem vorum valin til að fara til Gautaborgar að sýna vorum alltaf á aukaæfingum á hverjum degi í 2 vikur fram að sýningu. Það var mjög gott og nauðsynlegt að fá þessar æfingar. Vorum aldrei komin heim fyrr en um kl 7 og þá var eiginega ekkert eftir af kvöldinu en að borða, fara í sturtu, undirbúa sig fyrir næsta dag og fara snemma að sofa.

Fyrstu vikuna í október fékk ég skemmtilega heimsókn frá ömmu minni og Soffíu frænku. Soffía var að fara á ráðstefnur með vinnunni sinni og amma ákvað að grípa tækifærið og koma með henni til Svíþjóðar. Ég lifði þvílíku lúxus lífi í 3 daga. Amma tók mig út að borða 3 kvöld í röð. Soffía kom með okkur seinasta kvöldið, hin kvöldin var hún með vinnufélögunum. Það var yndislegt að fá að sjá ömmu. Við náðum að spjalla um allt milli himins og haf og svo fékk ég auðvitað nokkra góða punkta fyrir lífið og framtíðina. Ég kann svo mikið að meta að hafa fengið að sjá ömmu og frænku mína. Það er alls ekki sjálfsagt að fá að sjá fjölskylduna sína þegar maður býr úti, enda sumir sem eru með mér í bekk ekki búnir að sjá sína fjölskyldu í næstum heilt ár.

Í byrjun þessarar viku fór ég til Gautaborgar. Okkur var úthlutað fjölskyldum til að gista hjá og ég, Shardae og Rio vorum saman hjá einni fjölskyldu. Það var tekið mjög vel á móti okkur. Mánudagurinn fór bara í það að ferðast og svo á þriðjudaginn vöknuðum við eldsnemma til að fara upp í ballettskólann að hita upp. Þar tókum við ballettíma og fórum síðan upp í leikhús og sviðsettum verkin. Sviðið var mun minna en við bjuggumst við. Við höfðum verið að æfa á sviðinu upp í skóla sem er aðeins stærra en það sem var í leikhúsinu. Í rauninni var það eiginlega betra vegna þess að í pas de deux verkinu var mikið um það að hlaupa baksviðs og koma aftur inn á svið á réttum tíma þannig að sviðið í leikhúsinu auðveldaði okkur öll hlaupin. Við vorum búin um kl hálf 2 á þriðudeginum. Við nýttum að sjálfsögðu tímann og skoðuðum bæinn.
Gautaborg er rosalega falleg borg. Allavega það sem ég sá af henni. Húsin og göturnar eru gamaldags og það er allt einhvernveginn bara svo huggulegt og hreinlegt.

SÝNINGARDAGUR. Miðvikudagurinn var frábær. Við vöknuðum aftur snemma, tókum ballettíma, fórum upp í leikhús og síðan var “Dress Rehersal”.
Það var mjög gaman að sjá atriðin frá hinum skólunum. En það voru fleiri skólar en ég vissi að taka þátt í sýningunni. Það voru KHiO frá Noregi, TIVOLI skólinn frá Danmörku, Finnish National Ballet School, TRING frá Englandi, Gautaborgar balletskólinn og svo að sjálfsögðu minn skóli.
Ballet heimurinn er í raun frekar lítill vegna þess að það voru 4 krakkar, frá Noregi, Finnlandi, Englandi og Gautaborg, sem ég er ekki búin að sjá í þó nokkurn tíma sem voru að taka þátt í sýningunni. Það var mjög gaman að hitta þau aftur og “catch up” frá því síðast!

Sýningin gekk sjúklega vel og orkan í hópnum var svakalega góð. Við fengum rosalega mikil fagnaðarlæti að lokinni okkar atriða þannig að það má segja að orkan frá okkur hafi náð út til áhorfendanna. Ég trúi varla að þetta sé búið. Þetta var sjúklega góð reynsla og skemmtileg ferð. Sem betur fer munum við líklega sína þessi atriði aftur um jólin og í vor! Þannig þetta er ekki búið!! 😀

Nú taka við æfingar á fullri ferð fyrir Svanavatnið sem við sýnum um jólin!

  • 151 readers

Likes

Comments

Seinni partur þessarar viku var aðeins öðruvísi en vanalega vegna þess að allir danskennararnir þurftu að fara á fund út á landi á fimmtudaginn. Við byrjuðum þess vegna daginn á stuttum ballettíma og svo áttum við að fara yfir það sem við höfðum lært úr Svanavatninu og svo yfir verkin tvö sem við erum að fara að sýna í Gautaborg. Eftir hádegi fórum við í Skansen sem er garður sem táknar mismunandi hluta úr Svíþjóð. Við international nemendurnir vorum ekkert yfir okkur spennt að fara vegna þess að það var spáð rigningu, við vildum frekar bara fara fyrr heim og hafa það kósy EN yndislegi mentorinn okkar hún María var alveg ákveðin í að við myndum fara vegna þess að hún vildi að við mundum sjá þennan garð. Þannig hún sagði við okkur að ef við kæmum þá myndi hún bjóða okkur upp á kaffi í garðinum. Og það gerði hún. Ásamt bakkelsi líka! Ég er mjög ánægð að við fórum vegna þess að þetta var mjög skemmtilegur og áhugaverður garður. Ásamt því að kaffið var mjög gott!

Eftir heimsókn okkar í garðinn fenum við Shardae og Daniel þá FRÁBÆRU hugmynd að fara í Tívolíið vegna þess að ég sá að þetta var næst seinasti dagurinn á árinu sem garðurinn væri opinn. Ég hef mögulega ekki skemmt mér jafn vel fyrir utan skólann og þarna. Ég breyttist bókstaflega í lítið barn, við hlupum upp og niður, fram og til baka í öll tækin, aftur og aftur. Þetta er ekki stæðsti garður sem ég hef farið í en mögulega einn sá skemmtilegasti. VIð vorum öll svo svakalega spennt fyrir þessu að tækin urðu þrefalt stærri en þau voru kannski í rauninni. Við eyddum eftirmiðdeginum okkar og kvöldinu þarna og komum síðan heim alsæl eftir æðislegan dag!

Á FÖSTUDAGINN voru engir danstímar vegna þess að kennararnir voru ennþá á þessum fundi. Okkur international nemendunum var þess vegna boðið að fara í skoðunarferð um Óperuna meðan allir hinir voru í akademískum tímum.
Það var frábær upplifun. Fengum að sjá nánast allt af óperunni, baksviðs, þar sem sinfónían spilar, kónga inganginn og margt margt fleira. Ásamt því lærðum við helling um sögu óperunnar sem var mjög áhugavert og fróðlegt.

Eftir skoðunarferðina fórum við á japanskan veitingastað og fengum okkur sjúklega góða núðlusúpu!! Japanarnir kunna sitt fag sko sannarlega! :D Eftir það fórum við í bíó með öllum hinum krökkunum úr Gymnasium og sáum eitthverja sænska dans/hiphop mynd. Ég reyndar svaf alla myndina óvart. Var hálf lasin þann dag og er búin að vera alla helgina. Veit reyndar ekki hvort ég er með hita vegna þess að ég er ekki með hitamæli hérna. En ég vona ekki því að ég fór á æfingu á laugardaginn og það er bannað okkur að koma í skólann ef við erum með hita. Leið samt ekkert rosalega vel og alltaf þegar ég beygði mig fram fékk ég svaka svima og sá stundum stjörnur. En það er alltilagi. Ég lifði af! Um kvöldið tók ég því bara mjög rólega og við nokkrar stelpur bökuðum svakalega gómsætt bananabrauð og svo fór ég bara snemma að sofa!

Í dag (sunnudag) vaknaði ég alveg raddlaus. Röddin fór batnandi eftir þvi sem ég reyndi að tala og er orðin aðeins skárri núna! Dagurinn byrjaði eins og alla aðra daga, með þrifum og þvo þvott. Síðan fór ég í sund að synda sem var alveg yndislegt, er ekkert búin að synda frá því í sumar þannig það var alveg frábært að taka sundsprett. Það kom síðan maður að mér og spurði mig hvort ég væri professional swimmer því honum fannst ég synda svo hratt. Hann var alveg hissa þegar ég sagði að svo væri ekki og svo fór hann að spyrja mig hvaðan ég væri og var alveg gáttaður að ég væri frá Íslandi og byrjaði svo að spyrja mig helling út í Ísland. Mjög sérkennilegur maður en samt sem áður skemmtilegt að fá svona!
Eftir sundið fór ég niðrí bæ og keypti afmælisgjöf fyrir bestu vinkonu mína hana Lív sem ég ætla að senda til Hollands, hún býr þar og er í dansháskóla. Veit að hún er ekki að fara að fá neinn pakka á afmælisdaginn sinn þannig ég vil að hún fái allavega eitthvað smá til að opna á afmælinu sínu!

Mér var einnig boðin vinna í River Island í dag. Ég var að skoða þar inni og svo kemur strákur til mín og spyr hvort mig vanti hjálp og síðan byrjar hann að spjalla og spyr mig síðan hvort mig vanti vinnu.
Ætla allavega að hafa þetta á bakvið eyrað uegna þess að það væri alveg næs að vinna sunnudögum eða annan hvern sunnudag til að fá smá pening, sérstaklega ef ég ætla að ferðast til að fara í auditions hér og þar á næsta ári!

Þangað til næst!

Likes

Comments

Það er alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða. Dagarnir og vikurnar fljúga áfram. Mér finnst eins og það hafi verið sunnudagur í gær en það er strax að koma fimmtudagur og vikan alveg að klárast! ...aftur!!!

Ég fékk að vita í seinustu viku að ég ásamt 5 öðrum stelpum og 6 strákum væru að fara til Gautaborgar í Október að sýna á danshátíð/sýningu þar. Það var látið okkur vita í byrjun annarinnar að kennararnir mínir myndu velja nokkra til þess að sýna á sýningunni tvö verk sem við erum búin að vera að æfa. Annars vegar klassískt Pas de Deux og hins vegar "nútíma/jazz" verk sem heitir Spieless.
Ég er ekkert smá ánægð að hafa verið valin í þetta og fá þetta tækifæri!!

Þarna er ég og partnerinn minn Tom eftir pas de deux æfingu.

Um daginn vorum við búin fyrr á æfingu og við Shardae nýttum að sjálfsögðu tækifærið og fórum í góðan göngutúr í Stokkhólmi rétt hjá skólanum og fundum þar að leiðandi þennan frábæra útsýnisstað. Það borgar sig klárlega að byrja bara að ganga og sjá hvert það leiðir sig!

Eftir laugardagsæfingu trítuðum við okkur smá og fórum á Starbucks og röltuðum aðeins í bænum.

Það er synd hvað ég er í raun búin að sjá lítið af Stokkhólmi. Er bókstaflega annaðhvort á æfingum eða að þvo þvott eða þrýfa. EN nú hef ég ákveðið að gera eitthvað í þessum málum og nýta sunnudagana mína betur til að skoða þessa yndislegu borg sem ég á nú heima í!
"Heima"... vá það er svo skrítið að segja þetta orð. Þegar ég hugsa um heima þá er það heima í Kúrlandi með fjölskyldu minni og Skugga (hundinum mínum) Það er eitthvað svo skrítið að hugsa út í það að akkurat núna og næsta árið er þetta mitt "heima". Svo er það bara næsta skref og næsta spurning... Hvert á ég að fara næst?
Er búin að vera að pæla í þessari spurningu núna síðustu daga og ég er smá að fríka út. Ég þarf að fara að pæla í auditions fyrir company eða dansháskóla fyrir næsta ár. Og skipuleggja þá allt í kringum það. Svoleiðis er það í dansheiminum, eins og til dæmis núna þá er ég bara með eitt ár hérna og þarf því að huga strax að næsta ári þó svo ég er ekki einu sinni búin með helminginn hér.
Ég veit nú samt að kennararnir mínir munu hjálpa mér eins mikið og þau geta og vonandi leiðbeint mér á réttan stað. Þetta er bara SPENNANDI oooooog smá óhuggulegt!
Alltaf gaman að takast á við nýjar áskornarir!!

Likes

Comments

Helgin mín var mjög einföld og hugglueg.

​​
Ég er alltaf á æfingum á Laugardögum frá 9:45 til 16. Þegar ég kom heim fór ég í sturtu og síðan var kominn kvöldmatur. Eftir kvöldmat horfði ég á mynd með vinkonum mínum frá Finnlandi og saumaði táskó. Ég var sofnuð fyrir kl 10 enda alveg búin á því eftir daginn.

Á sunnudaginn tók ég mig til og fór út í búð og keypti snúð. Nei djók. Ég keypti hreinsiefni, klósettpappír og eldhúsrúllur. Hef aldrei skemmt mér jafn mikið í búðinni og þarna.
Sunnudagurinn fór sem sagt eiginlega bara í það að þrífa íbúðina og þvo þvott. Mér leið rosalega fullorðins að fara út í búð og kaupa hreinsiefni enda er það ekki beint efst á mínum innkaupalista þegar ég er heima hjá mömmu og pabba.
Um kvöldið kynnti ég Daniel (spænska vini mínum) og Bente (norksri vinkonu minni) fyrir spænsku myndinn Pan's Labyrinth. Þeim fannst myndin alveg ágæt!

​Ég þurfti algjörlega á þessum rólegheitum að halda eftir brjálaða viku!


-Kristín Marja


Krúttlegi glugginn minn

Likes

Comments