Seinni partur þessarar viku var aðeins öðruvísi en vanalega vegna þess að allir danskennararnir þurftu að fara á fund út á landi á fimmtudaginn. Við byrjuðum þess vegna daginn á stuttum ballettíma og svo áttum við að fara yfir það sem við höfðum lært úr Svanavatninu og svo yfir verkin tvö sem við erum að fara að sýna í Gautaborg. Eftir hádegi fórum við í Skansen sem er garður sem táknar mismunandi hluta úr Svíþjóð. Við international nemendurnir vorum ekkert yfir okkur spennt að fara vegna þess að það var spáð rigningu, við vildum frekar bara fara fyrr heim og hafa það kósy EN yndislegi mentorinn okkar hún María var alveg ákveðin í að við myndum fara vegna þess að hún vildi að við mundum sjá þennan garð. Þannig hún sagði við okkur að ef við kæmum þá myndi hún bjóða okkur upp á kaffi í garðinum. Og það gerði hún. Ásamt bakkelsi líka! Ég er mjög ánægð að við fórum vegna þess að þetta var mjög skemmtilegur og áhugaverður garður. Ásamt því að kaffið var mjög gott!

Eftir heimsókn okkar í garðinn fenum við Shardae og Daniel þá FRÁBÆRU hugmynd að fara í Tívolíið vegna þess að ég sá að þetta var næst seinasti dagurinn á árinu sem garðurinn væri opinn. Ég hef mögulega ekki skemmt mér jafn vel fyrir utan skólann og þarna. Ég breyttist bókstaflega í lítið barn, við hlupum upp og niður, fram og til baka í öll tækin, aftur og aftur. Þetta er ekki stæðsti garður sem ég hef farið í en mögulega einn sá skemmtilegasti. VIð vorum öll svo svakalega spennt fyrir þessu að tækin urðu þrefalt stærri en þau voru kannski í rauninni. Við eyddum eftirmiðdeginum okkar og kvöldinu þarna og komum síðan heim alsæl eftir æðislegan dag!

Á FÖSTUDAGINN voru engir danstímar vegna þess að kennararnir voru ennþá á þessum fundi. Okkur international nemendunum var þess vegna boðið að fara í skoðunarferð um Óperuna meðan allir hinir voru í akademískum tímum.
Það var frábær upplifun. Fengum að sjá nánast allt af óperunni, baksviðs, þar sem sinfónían spilar, kónga inganginn og margt margt fleira. Ásamt því lærðum við helling um sögu óperunnar sem var mjög áhugavert og fróðlegt.

Eftir skoðunarferðina fórum við á japanskan veitingastað og fengum okkur sjúklega góða núðlusúpu!! Japanarnir kunna sitt fag sko sannarlega! :D Eftir það fórum við í bíó með öllum hinum krökkunum úr Gymnasium og sáum eitthverja sænska dans/hiphop mynd. Ég reyndar svaf alla myndina óvart. Var hálf lasin þann dag og er búin að vera alla helgina. Veit reyndar ekki hvort ég er með hita vegna þess að ég er ekki með hitamæli hérna. En ég vona ekki því að ég fór á æfingu á laugardaginn og það er bannað okkur að koma í skólann ef við erum með hita. Leið samt ekkert rosalega vel og alltaf þegar ég beygði mig fram fékk ég svaka svima og sá stundum stjörnur. En það er alltilagi. Ég lifði af! Um kvöldið tók ég því bara mjög rólega og við nokkrar stelpur bökuðum svakalega gómsætt bananabrauð og svo fór ég bara snemma að sofa!

Í dag (sunnudag) vaknaði ég alveg raddlaus. Röddin fór batnandi eftir þvi sem ég reyndi að tala og er orðin aðeins skárri núna! Dagurinn byrjaði eins og alla aðra daga, með þrifum og þvo þvott. Síðan fór ég í sund að synda sem var alveg yndislegt, er ekkert búin að synda frá því í sumar þannig það var alveg frábært að taka sundsprett. Það kom síðan maður að mér og spurði mig hvort ég væri professional swimmer því honum fannst ég synda svo hratt. Hann var alveg hissa þegar ég sagði að svo væri ekki og svo fór hann að spyrja mig hvaðan ég væri og var alveg gáttaður að ég væri frá Íslandi og byrjaði svo að spyrja mig helling út í Ísland. Mjög sérkennilegur maður en samt sem áður skemmtilegt að fá svona!
Eftir sundið fór ég niðrí bæ og keypti afmælisgjöf fyrir bestu vinkonu mína hana Lív sem ég ætla að senda til Hollands, hún býr þar og er í dansháskóla. Veit að hún er ekki að fara að fá neinn pakka á afmælisdaginn sinn þannig ég vil að hún fái allavega eitthvað smá til að opna á afmælinu sínu!

Mér var einnig boðin vinna í River Island í dag. Ég var að skoða þar inni og svo kemur strákur til mín og spyr hvort mig vanti hjálp og síðan byrjar hann að spjalla og spyr mig síðan hvort mig vanti vinnu.
Ætla allavega að hafa þetta á bakvið eyrað uegna þess að það væri alveg næs að vinna sunnudögum eða annan hvern sunnudag til að fá smá pening, sérstaklega ef ég ætla að ferðast til að fara í auditions hér og þar á næsta ári!

Þangað til næst!

Blog using your mobile phone - One of the best blogging apps on the market - click here!

Likes

Comments

Það er alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða. Dagarnir og vikurnar fljúga áfram. Mér finnst eins og það hafi verið sunnudagur í gær en það er strax að koma fimmtudagur og vikan alveg að klárast! ...aftur!!!

Ég fékk að vita í seinustu viku að ég ásamt 5 öðrum stelpum og 6 strákum væru að fara til Gautaborgar í Október að sýna á danshátíð/sýningu þar. Það var látið okkur vita í byrjun annarinnar að kennararnir mínir myndu velja nokkra til þess að sýna á sýningunni tvö verk sem við erum búin að vera að æfa. Annars vegar klassískt Pas de Deux og hins vegar "nútíma/jazz" verk sem heitir Spieless.
Ég er ekkert smá ánægð að hafa verið valin í þetta og fá þetta tækifæri!!

Þarna er ég og partnerinn minn Tom eftir pas de deux æfingu.

Um daginn vorum við búin fyrr á æfingu og við Shardae nýttum að sjálfsögðu tækifærið og fórum í góðan göngutúr í Stokkhólmi rétt hjá skólanum og fundum þar að leiðandi þennan frábæra útsýnisstað. Það borgar sig klárlega að byrja bara að ganga og sjá hvert það leiðir sig!

Eftir laugardagsæfingu trítuðum við okkur smá og fórum á Starbucks og röltuðum aðeins í bænum.

Það er synd hvað ég er í raun búin að sjá lítið af Stokkhólmi. Er bókstaflega annaðhvort á æfingum eða að þvo þvott eða þrýfa. EN nú hef ég ákveðið að gera eitthvað í þessum málum og nýta sunnudagana mína betur til að skoða þessa yndislegu borg sem ég á nú heima í!
"Heima"... vá það er svo skrítið að segja þetta orð. Þegar ég hugsa um heima þá er það heima í Kúrlandi með fjölskyldu minni og Skugga (hundinum mínum) Það er eitthvað svo skrítið að hugsa út í það að akkurat núna og næsta árið er þetta mitt "heima". Svo er það bara næsta skref og næsta spurning... Hvert á ég að fara næst?
Er búin að vera að pæla í þessari spurningu núna síðustu daga og ég er smá að fríka út. Ég þarf að fara að pæla í auditions fyrir company eða dansháskóla fyrir næsta ár. Og skipuleggja þá allt í kringum það. Svoleiðis er það í dansheiminum, eins og til dæmis núna þá er ég bara með eitt ár hérna og þarf því að huga strax að næsta ári þó svo ég er ekki einu sinni búin með helminginn hér.
Ég veit nú samt að kennararnir mínir munu hjálpa mér eins mikið og þau geta og vonandi leiðbeint mér á réttan stað. Þetta er bara SPENNANDI oooooog smá óhuggulegt!
Alltaf gaman að takast á við nýjar áskornarir!!

Likes

Comments

Helgin mín var mjög einföld og hugglueg.

​​
Ég er alltaf á æfingum á Laugardögum frá 9:45 til 16. Þegar ég kom heim fór ég í sturtu og síðan var kominn kvöldmatur. Eftir kvöldmat horfði ég á mynd með vinkonum mínum frá Finnlandi og saumaði táskó. Ég var sofnuð fyrir kl 10 enda alveg búin á því eftir daginn.

Á sunnudaginn tók ég mig til og fór út í búð og keypti snúð. Nei djók. Ég keypti hreinsiefni, klósettpappír og eldhúsrúllur. Hef aldrei skemmt mér jafn mikið í búðinni og þarna.
Sunnudagurinn fór sem sagt eiginlega bara í það að þrífa íbúðina og þvo þvott. Mér leið rosalega fullorðins að fara út í búð og kaupa hreinsiefni enda er það ekki beint efst á mínum innkaupalista þegar ég er heima hjá mömmu og pabba.
Um kvöldið kynnti ég Daniel (spænska vini mínum) og Bente (norksri vinkonu minni) fyrir spænsku myndinn Pan's Labyrinth. Þeim fannst myndin alveg ágæt!

​Ég þurfti algjörlega á þessum rólegheitum að halda eftir brjálaða viku!


-Kristín Marja


Krúttlegi glugginn minn

Likes

Comments

Jæja, eftir um það bil 6 vikur og smá frestunaráráttu þá er ég loksins búin að finna út hvernig þetta blogg virkar.
Það var nú ekki eins flókið og ég bjóst við, í rauninni bara mjög einfalt og augljóst.

Ég ákvað sem sagt að það gæti verið gaman halda blogg svo að fólk getur fylgst með mér og hvað ég er að gera hérna í Svíþjóð. Ég fékk boð frá Konunglega Sænska Ballet skólanum seinastliðinn apríl að koma hingað og stunda nám á Klassísku Balletbrautinni í International programminu. Námið er eitt ár og er hugsað sem Pre Professional program. 

Planið var að byrja á blogginu rétt áður en ég flutti út svo ég gæti sagt frá öllu meðan það var ennþá ferskt í minninu. Það var bara svo sjúklega mikið sem ég þurfti að gera og sjá um áður en ég fór. Enda ekki auðvelt að pakka niður lífi sínu í 2 ferðatöskur. Og aðsjálfsögðu voru þær báðar með mikla yfirþyngd! Ég þurfti samt ekki að borga fyrir það, ég held að konan sem tjekkaði mig inn hafi vorkennt mér svo mikið að vera ein með yfirfullar töskur að hún hafi ekki haft það í sér að láta mig borga meir fyrir töskurnar.

Ferðalagið gekk yfir allt mjög vel nema hvað ég var næstum búin að taka lestina í vitalusa átt. Ég þakka fyrir að það hafi ekki gerst því það hefði sko ekki verið gaman með u.þ.b tvær 27 kílóa ferðatöskur og tæplega 10 kílóa handfarangur.
Á endastöð tók á móti mér kona sem er mentorinn minn í skólanum. Hún stóð á enda lestarstöðvarinnar með blað með nafninu mínu á og mér leið eins og persónu í kvikmynd, með allan þennan farangur og hnút í maganum yfir óræðnum tíma.

Það er svo fyndið að hugsa til baka þegar allt var algjörlega nýtt. Nýr staður, nýtt fólk, nýtt heimili, nýr skóli og nýjir kennarar. Bókstaflega ALLT nýtt sem núna er orðið eðlilegt og allt þetta nýja er orðið hluti af daglegri rútínu... og lífinu. En að sjálfsögðu er ég ekki búin að skipta einu né neinu út!!!

Á laugardaginn (10 september) er akkurat mánuður síðan ég flutti út. Ég trúi því varla því tíminn er búinn að líða svo hratt!
Ég er rosalega ánægð hérna með allt saman. Kennararnir mínir eru frábærir og andrúmsloftið í skólanum er svo gott! Ég er alltaf mætt klt fyrir æfingar sem þýðir að ég er komin upp í skóla seinasta lagi kl 9 á morgnanna. Þetta er allt öðruvísi en það sem ég var vön hérna heima því ég er dansandi frá u.þ.b 10-6 alla daga nema sunnudaga. Fyrstu vikuna fékk ég svo miklar harðsperrur að það var vont að ganga. Það var eignilega bara mjög fyndið því það voru allir að drepast úr harðsperrum. Svo leið vika 2 og líkaminn strax orðinn betri.

Síðustu helgar setti ég mér það mission að gera herbergið mitt huggulegt. Ég er búin að fara 2x í IKEA síðan ég kom hingað. Það er allskonar dót sem ég er búin að kaupa, bæði nauðsynjar og annað sem er ekki eins nauðsynlegt he he. En í rauninni samt nauðsynlegt á þann hátt til að gera herbergið sem heimilislegast, mér finnst mikilvægt að koma á dormið og geta liðið eins og heima hjá sér. Uppáhaldsstaðurinn minn í herberginu er glugginn minn, mig hefur alltaf dreymt um að eiga glugga sem hægt er að sitja í og þessi gluggi er akkurat þannig! :D
Ég kann rosalega vel við krakkana sem eru hérna, bæði með mér í bekk og skólanum. Það er frábært hvað allir eru vingjarnlegir og taka vel í alla.


En núna ætla ég að láta þetta nægja í bili!

- Kristín Marja


Likes

Comments