Ég elda ekki mikið mexíkóskan mat en finnst hann samt mjög góður. Förum oft á Taqueria í Ármúlanum þar sem hægt er að fá allan matseðilinn í vegan útgáfu og finnst það æðislega gott. Ég ákvað samt um daginn að prufa að búa til vegan enchiladas hérna heima og það tókst bara vel til.🙂

Ég hermdi smá eftir einhverju video-i sem poppaði upp á facebook hjá mér en breytti í rauninni öllu því ég átti ekki til það sem var í video-inu.

Ég byrjaði á að stilla ofninn á 190C. Svo skar ég niður sveppi, papriku, rauðlauk, zucchini og steikti. Þegar grænmetið var tilbúið bætti ég nýrnabaunum við og kryddaði. Ég notaði ca. 1/3 hluta úr enchiladas krydd-bréfi eins og flestar mexíkóskar kryddblöndur eru í.

thumb_IMG_9650_1024
Grænmetið komið á pönnuna
thumb_IMG_9651_1024
Baunirnar og kryddið komið samanvið.

Svo setti ég eina dós af niðursöðnum tómötum í pott og hitaði, bætti dassi af almond dream mjólk við svo maukið væri örlítið „rjómalagað“.

Því næst byrjaði ég að setja grænmetis og baunaréttinn í tortillur og raðaði þeim í form. Þær urðu svolítið stórar hjá mér. Hellti svo tómatmaukinu yfir og skellti inní ofn.
thumb_IMG_9652_1024
Rétturinn var í ofninum í uþb. 25 mínútur. Þegar út var komið setti ég eina og eina enchilödu á disk, skar avocado með, pipraði og svona var útkoman:
thumb_IMG_9653_1024
Sjúúúklega gott! Næst ætla ég samt að prófa í staðin fyrir nýrnabaunirnar að nota baunamauk sem fæst í dósum. Þá helst grænmetið aðeins betur saman inní og allt verður þéttara. Þannig notaði mamma alltaf í mexíkóska rétti þegar ég var lítil.🙂

Ykkar, Ellen

Design your blog - select from dozens of ready-made templates or make your own; simply “point & click” - Click here

Likes

Comments

MMMMHHHMMMMMM

Ég elska bananasplitt en hafði ekki fengið mér það síðan ég varð vegan því ég var vön að fá mér pipp eða mars í bananann og fannst eitthvað svo óspennandi að setja bara suðusúkkulaði í hann. Svo fann ég þetta:
thumb_IMG_9435_1024
Ritter sport peppermint! Þvílík snilld! Alveg eins og pipp ef ekki betra🙂

Ég bjó til lítinn disk úr álpappír, skar banana langsum og tróð vel af ritter sportinu í hann.
thumb_IMG_9433_1024
Svo fór bananinn inní ofn á 200gráður í um það bil 10 mínútur eða þar til hann var orðinn svartur og súkkulaðið byrjað að bráðna.

Þegar hann kom út skar ég jarðaber niður og setti á disk með banananum ásamt Almond dream ís með salted caramel bragði.
thumb_IMG_9434_1024
SVO GOTTTTTT.
Ég er sjúk í þetta.

Ykkar, Ellen

Likes

Comments

Mörgum finnst hafragrautur ekki góður og ég er stundum ein af þeim. Tek hann svona í tímabilum. Ég á nefnilega auðvelt með að fá leið á hlutunum. En það sem ég er að reyna að muna er að hafragrautur er ekki bara hafragrautur. Það er hægt að gera hvað sem er við hann og þá fær maður bara nýja máltíð. Mig langaði að deila með ykkur þremur mismunandi hafragrautum sem ég hef fengið mér nýlega.

thumb_IMG_9528_1024
Nr. 1
thumb_IMG_9667_1024
Nr. 2
Processed with VSCO with c1 preset
Nr. 3

Þeir eru frekar girnó …. Mig langar bara í hafragraut núna aftur🙂

Nr. 1 er mjög basic. 1 bolli tröllahafrar, 2 bollar vatn og salt. Eldað þar til passlega þykkt. Trixið er síðan berin en þau set ég frosin útá þegar hann er tilbúinn. Þetta hentar mjög vel ef maður er að flýta sér og hefur ekki tíma til að blása🙂 Þá ýti ég frosnum bláberjunum niður í grautinn og þau kæla hann á sama tíma og hann de-freezar þau. Svo setti ég líka almond dream möndlumjólk útá. Namminamm.

Nr. 2 er líka 1 bolli tröllahafrar, 2 bollar vatn og salt en þar að auki er 1 msk chia fræ og 1 msk hörfræ. Það er svo hollt að borða vel af fræjum því þau eru rík af hollum fitum og prótínum. Svo eru þau líka góð🙂 Toppað með banana, múslí, rúsínum og kókosflögum. Almond dream mjólk on the side.

Nr. 3 skrifaði ég heila færslu um fyrir ekki svo löngu. Hana má skoða hér. Hann er svipaður og hinir grautarnir en er toppaður með jarðaberjum, eplum, rúsínum, kókos, hörfræjum og kanil. LOVE IT.

Þetta er svo auðvitað ekki tæmandi listi. Ég get ýmindað mér að það sé gott að prufa graut með til dæmis kiwi, vínberjum, púðursykri(obbobbobb :P) og möndlum. Svo er hægt að prufa fleiri tegundir af frosnum berjum eða ávöxtum, allskonar hnetur og fræ, leika sér með hvað maður setur fyrir eldun og hvað eftir eldun, kannski kakó, kannski síróp, kannski tilbúnir jarðaberja eða sveskjugrautar útá og svo má lengi telja!

Ykkar, Ellen

Likes

Comments

thumb_IMG_9178_1024
Ég elska couscous! Það er svo fáránlega fljótlegt og einfalt og ég elska allt sem er fljótlegt og einfalt, haha. Um daginn gerði ég mér þennan ágætis couscous rétt. Ég notaði svona forkryddað couscous sem fæst í bónus og þá þurfti ég ekki einu sinni að krydda. Kostar innan við 200kr.
thumb_IMG_9180_1024
Ég byrjaði á að setja niðurskorna sveppi, papriku, spínat og engifer á pönnu og steikti það.
thumb_IMG_9182_1024
Því næst eldaði ég couscous-ið en það tók um það bil 3 mínútur. Sauð 160ml af vatni í katli og hellti í pott yfir innihald couscous bréfsins. Hafði eldavélina bara á lágum hita og beið í 3 mínútur.
thumb_IMG_9181_1024
Þegar það var tilbúið blandaði ég steikta grænmetinu samanvið.
thumb_IMG_9179_1024
Þá var þetta bara tilbúið. Ég borðaði helminginn strax en setti hinn í nestisbox fyrir næsta dag því þetta hentar mjög vel sem nesti🙂
thumb_IMG_9178_1024
Ykkar, Ellen

Likes

Comments

thumb_IMG_9174_1024
Þetta er semsagt kringlótta sænska ragkaka brauðið ristað með hummus, pönnusteiktum sveppum og quinoa blöndu með sólþurrkuðum tómötum. Til hliðar er einfaldlega spínat og tómatur í ofni. Ég veit ekki afhverju mér finnst þetta svona sumarlegt. En ég var alveg í þvílíkum grillfíling þó að grill væri hvergi í augsýn🙂

Ef maður vill borða allt á sama tíma verður maður að byrja á að setja tómatinn inní ofn því hann þarf alveg um það bil klukkutíma. Ég klúðraði því og þurfti því að bíða frekar lengi eftir matnum hehe. Ég fann svona stóra og girnilega tómata í krónunni og keypti tvö stykki. Þeir voru kannski ekki jafn góðir og ég hélt en algjörlega ómissandi uppá fílinginn haha!
thumb_IMG_9171_1024
Svo fóru þeir bara í álpappír og inní ofn á um það bil 160 gráður. Kannski er hægt að hafa hærri hita og skemmri tíma en ég þekki það ekki. Prófa það næst.

Svo sauð ég quinoa og saxaði 4 sólþurrkaða tómata og blandaði við. Hellti líka svolítið af olíu úr krukkunni af sólþurrkuðu tómötunum útí til að fá meira bragð. Það hefði verið hægt að bæta allskonar öðru útí eins og til dæmis ólívum eða öðru sem manni dettur í hug en við höfðum þetta bara einfalt. Svona leit quinoað út tilbúið:
thumb_IMG_9172_1024
Svo steikti ég sveppi á pönnu uppúr kókosolíu og voru þeir svakalega girnó:
thumb_IMG_9170_1024
Svo ristaði ég svona brauð sem allir ættu nú að kannast við:
thumb_IMG_9173_1024
Að því loknu smurði ég brauðin með tilbúnum hummus frá sóma(er ekki alveg komin á lagið með að gera minn eigin hummus ennþá). Svo kom quinoað og sveppirnir. Setti spínat með á diskinn og tómatinn þegar hann var tilbúinn og toppaði allt með muldum kashew hnetum. Æðisleg máltíð!
thumb_IMG_9175_1024
Ykkar, Ellen

Likes

Comments

Scrambled tofu er algjör snilld. Ég hef aldrei verið mikið fyrir tófú en þegar það er scrambled er það svo miklu betra! Það er svo þægilegt því það getur virkað svolítið eins og eggjakaka. Maður hendir bara öllum afgöngum sem maður á útí og það er frábært. Svo er tófú náttúrulega mjög prótínríkt.

Ég byrjaði á að láta leka vel úr tófúinu. Þá tek ég það úr pakkanum og legg það á tvöfaldan eldhúspappír og annan tvöfaldan eldhúspappír yfir og set svo þunga pönnu ofaná til að kreista allan vökva úr. Tófú-ið sem ég nota fæst í nettó allavega ef ekki á fleiri stöðum og pakkinn lítur svona út:
thumb_IMG_8884_1024
Þeir afgangar sem ég átti og ákvað að setja útí voru perlu couscous og grænar belgbaunir. Belgbauninirnar skar ég niður ásamt ferskum chillí.
thumb_IMG_8882_1024
Svo skellti ég öllu á pönnu, belgbaunum, perlu couscous, chillí og tófú-inu. Notaði svo tréáhald til að scrambla tófú-ið. Svo bætti ég við smá kóríander kryddi og karrý ásamt tamarin sósu því ég var í þannig stuði en auðvitað er hægt að krydda hvernig sem er. Það tók nú ekki langan tíma að hita þetta upp og þegar ég var sátt með útkomuna skellti ég öllu bara í nestisbox og tók með mér í vinnuna. Það sem er þægilegt við þennan rétt er að hann er jafngóður kaldur og heitur og hentar því vel sem nesti🙂

thumb_IMG_8885_1024
Lokaútkoman áður en öllu var hent í nestisbox.

Ykkar, Ellen

Likes

Comments